Rúnar Páll: Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið Sverrir Mar Smárason skrifar 22. maí 2023 22:10 Rúnar Páll, þjálfari Fylkis. Vísir/Diego Stjarnan og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli í 8. umferð Bestu deildar karla í Garðabænum í kvöld. Eftir að Fylkir hafði komist í 1-2 jöfnuðu Stjörnumenn með marki undir lokin. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var súr í leikslok. „Eins og þú segir þá er bara helvíti fúlt að fá þetta mark á sig í lokin eftir að við jöfnum og komumst yfir af þvílíku harðfylgi og dugnaði í drengjunum. Það var sárt að fá þetta mark á sig,“ sagði Rúnar Páll. Leikurinn var daufur framan af og í upphafi síðari hálfleiks tóku Stjörnumenn völdin áður en þeir komust yfir í leiknum. Fylkir náði að snúa leiknum sér í hag. „Þetta var bara mikil stöðubarátta hérna í fyrri hálfleik og ágætlega spilað varnarlega hjá okkur. Þeir fengu nú engin færi í fyrri hálfleiknum. Við þurftum að fara framar á þá og gerðum það vel. Vorum bara aggressívir og vildum þetta mikið. Ég var að vonast til þess að við myndum klára þetta með þremur stigum. Við höfum lent undir áður og komið til baka. Hrikalega stoltur af strákunum að komast yfir og vera nánast að landa þessu. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Rúnar Páll. Pétur Bjarnason kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl varð að víkja vegna meiðsla. Hann bæði skoraði og lagði upp í dag. „Það væri óskandi að hann myndi fara að raða inn fyrir okkur. Þetta var bara góð innkoma hjá honum og einnig Benna (Benedikt Daríus). Pétur er bara öflugur leikmaður og við þurfum á öllum að halda, það er mikið af meiðslum hjá okkur núna og skiptir öllu máli að við getum nýtt hópinn okkar,“ sagði þjálfarinn um Rúnar Pál. Fylkir hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu, þó fáir hafi þeir verið enn sem komið er. Þeir voru nálægt því í dag. „Við höfum bara spilað ansi fáa útileiki, held þeir séu bara tveir eða eitthvað svo við höfum það alveg á hreinu. Við þurfum bara að halda áfram, þetta er ekkert flókið þetta sport sko. Þú þarft bara að verja markið þitt og skora mörk. Það er kraftur, dugnaður og góður andi í okkar liði. Ef við höldum áfram að skila svona frammistöðum þá hræðist ég ekkert. Það er vaxandi progression í þessu finnst mér. Við erum alltaf að lenda í áföllum en það koma bara menn í manna stað. Nú er bara recovery og svo mætum við ÍBV á sunnudaginn,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
„Eins og þú segir þá er bara helvíti fúlt að fá þetta mark á sig í lokin eftir að við jöfnum og komumst yfir af þvílíku harðfylgi og dugnaði í drengjunum. Það var sárt að fá þetta mark á sig,“ sagði Rúnar Páll. Leikurinn var daufur framan af og í upphafi síðari hálfleiks tóku Stjörnumenn völdin áður en þeir komust yfir í leiknum. Fylkir náði að snúa leiknum sér í hag. „Þetta var bara mikil stöðubarátta hérna í fyrri hálfleik og ágætlega spilað varnarlega hjá okkur. Þeir fengu nú engin færi í fyrri hálfleiknum. Við þurftum að fara framar á þá og gerðum það vel. Vorum bara aggressívir og vildum þetta mikið. Ég var að vonast til þess að við myndum klára þetta með þremur stigum. Við höfum lent undir áður og komið til baka. Hrikalega stoltur af strákunum að komast yfir og vera nánast að landa þessu. Þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið,“ sagði Rúnar Páll. Pétur Bjarnason kom inná sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Ólafur Karl varð að víkja vegna meiðsla. Hann bæði skoraði og lagði upp í dag. „Það væri óskandi að hann myndi fara að raða inn fyrir okkur. Þetta var bara góð innkoma hjá honum og einnig Benna (Benedikt Daríus). Pétur er bara öflugur leikmaður og við þurfum á öllum að halda, það er mikið af meiðslum hjá okkur núna og skiptir öllu máli að við getum nýtt hópinn okkar,“ sagði þjálfarinn um Rúnar Pál. Fylkir hefur enn ekki unnið útileik á tímabilinu, þó fáir hafi þeir verið enn sem komið er. Þeir voru nálægt því í dag. „Við höfum bara spilað ansi fáa útileiki, held þeir séu bara tveir eða eitthvað svo við höfum það alveg á hreinu. Við þurfum bara að halda áfram, þetta er ekkert flókið þetta sport sko. Þú þarft bara að verja markið þitt og skora mörk. Það er kraftur, dugnaður og góður andi í okkar liði. Ef við höldum áfram að skila svona frammistöðum þá hræðist ég ekkert. Það er vaxandi progression í þessu finnst mér. Við erum alltaf að lenda í áföllum en það koma bara menn í manna stað. Nú er bara recovery og svo mætum við ÍBV á sunnudaginn,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn