Fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Máni Snær Þorláksson skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30.
Kolbeinn Tumi Daðason les fréttir klukkan 18.30. Stöð 2

Þörf er á efnagreiningu á vímuefnum hér á landi svo hægt sé að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Þetta segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Lítið sé vitað um innihald þeirra efna sem eru í umferð hér á landi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Flugumferð hefur raskast í dag og gular viðvaranir eru í gildi á nærri öllu landinu. Við ræðum við flugrekstrarstjóra Icelandair um umfangið og óvenjulegt óveður í maí.

Faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnaresi er orðlaus yfir því að bærinn hafi verið sýknaður. Við ræðum við föðurinn sem hyggst áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar.

Þá verðum við í beinni frá Alþingi þar sem sérstök umræða um styttingu vinnuvikunnar hefur staðið yfir, heyrum í dómsmálaráðherra sem hefur efasemdir um Fjarðarheiðargöng og sjáum elsta hund í heimi sem fagnaði 31 árs afmæli á dögunum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×