Létu ekki sópa sér og reyna það sem 150 hefur mistekist Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2023 07:30 Jayson Tatum búinn að finna leið að körfu Miami í sigrinum í gærkvöld. AP/Rebecca Blackwell Lið Boston Celtics er enn á lífi í einvíginu við Miami Heat eftir að hafa landað 116-99 sigri í Miami í gærkvöld. Miami er enn 3-1 yfir en nú færist einvígið yfir til Boston á nýjan leik. Liðin mætast aftur annað kvöld og svo í Miami á laugardaginn ef þess þarf, og mögulega í oddaleik í Boston 29. maí. Sigurliðið mætir Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst 1 júní. Þrátt fyrir sigurinn er vonin veik hjá Boston og vert að benda á að engu liði í sögunni hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir. Af þeim 150 sem hafa reynt hefur 150 mistekist. Útlitið var ekki gott hjá Boston snemma í þriðja leikhluta í gærkvöld, níu stigum undir og á leið í sumarfrí. En svo small allt og sigurinn varð á endanum öruggur. „Við vorum bara að reyna að bjarga tímabilinu okkar,“ sagði Jayson Tatum sem skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. Jaylen Brown skoraði 17 stig. Jayson Tatum has 6 30-point, 10-rebound, 5-assist games this postseason, tied for 2nd-most in a single postseason all-time. Only LeBron James in 2018 had more (7). pic.twitter.com/R6Ywf2Ql2v— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 24, 2023 Eftir að hafa lent níu stigum undir skoraði Boston átján stig í röð, á þremur mínútum, og liðið endaði á að vinna þriðja leikhluta 38-23. „Við getum ekki slakað á. Við verðum að halda sama ákafa allan tímann, sama hugarfari, og hafa sömu einbeitingu í næsta leik,“ sagði Joe Mazzulla, þjálfari Boston. Jayson Tatum went OFF vs. the Heat to force Game 5 pic.twitter.com/CFoIiG7i3f— SportsCenter (@SportsCenter) May 24, 2023 Derrick White skoraði 16 stig fyrir Boston, Grant Williams 14, Al Horford 12 og Marcus Smart 11. Jimmy Butler var stigahæstur Miami með 29 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira
Liðin mætast aftur annað kvöld og svo í Miami á laugardaginn ef þess þarf, og mögulega í oddaleik í Boston 29. maí. Sigurliðið mætir Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst 1 júní. Þrátt fyrir sigurinn er vonin veik hjá Boston og vert að benda á að engu liði í sögunni hefur tekist að vinna einvígi eftir að hafa lent 3-0 undir. Af þeim 150 sem hafa reynt hefur 150 mistekist. Útlitið var ekki gott hjá Boston snemma í þriðja leikhluta í gærkvöld, níu stigum undir og á leið í sumarfrí. En svo small allt og sigurinn varð á endanum öruggur. „Við vorum bara að reyna að bjarga tímabilinu okkar,“ sagði Jayson Tatum sem skoraði 33 stig og tók 11 fráköst. Jaylen Brown skoraði 17 stig. Jayson Tatum has 6 30-point, 10-rebound, 5-assist games this postseason, tied for 2nd-most in a single postseason all-time. Only LeBron James in 2018 had more (7). pic.twitter.com/R6Ywf2Ql2v— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 24, 2023 Eftir að hafa lent níu stigum undir skoraði Boston átján stig í röð, á þremur mínútum, og liðið endaði á að vinna þriðja leikhluta 38-23. „Við getum ekki slakað á. Við verðum að halda sama ákafa allan tímann, sama hugarfari, og hafa sömu einbeitingu í næsta leik,“ sagði Joe Mazzulla, þjálfari Boston. Jayson Tatum went OFF vs. the Heat to force Game 5 pic.twitter.com/CFoIiG7i3f— SportsCenter (@SportsCenter) May 24, 2023 Derrick White skoraði 16 stig fyrir Boston, Grant Williams 14, Al Horford 12 og Marcus Smart 11. Jimmy Butler var stigahæstur Miami með 29 stig. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Sjá meira