Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikir í Bestu og Boston gæti farið í sumar­frí

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslandsmeistararnir fá Val í heimsókn.
Íslandsmeistararnir fá Val í heimsókn. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport í dag. Tveir stórleikir eru á dagskrá í Bestu deild karla í knattspyrnu, Boston Celtics og Miami Heat mætast í úrslitum austurhluta NBA-deildarinnar og svo er boðið upp á golf.

Stöð 2 Sport

Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Val í Bestu deild karla kl. 19.00. Að leik loknum, kl. 21.20, eru Tilþrifin á dagskrá. Þar verður farið yfir það sem gerðist í leikjum kvöldsins.

Klukkan 00.30 er leikur Boston og Miami á dagskrá. Miami leiðir seríuna 3-1 eftir að komast 3-0 yfir. Boston leikur á heimavelli og heldur í vonina um að takast hið ómögulega en aldrei hefur lið komið til baka eftir að lenda 3-0 undir.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 22.00 er Bank of Hope Match Play-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.50 hefst útsending frá Akureyri þar sem KA tekur á móti Víking í Bestu deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×