„Svalasta sjöa landsins“ áfram í rauðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 15:15 Þórskonur spila í Subway deildinni næsta vetur og leikmannamálin eru að skýrast. @thormflkvk Nýliðar Þórs Akureyrar í Subway deild kvenna í körfubolta eru að ganga frá sínum leikmannamálum. Félagið hefur endursamið við tvö öfluga leikmenn og fengið til sín einn af bestu leikmönnum 1. deildarinnar í vetur. Körfuknattleiksdeild Þórs hefur endursamið við tvo lykilleikmenn kvennaliðs Þórs eða fyrirliðann Heiðu Hlín Björnsdóttur og leikstjórnandann Evu Wium Elíasdóttur. Nýr leikmaður liðsins er síðan Hulda Ósk Bergsteinsdóttir sem kemur frá KR. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir hefur verið í úrvalsliði ársins í 1. deildinni undanfarin tvö tímabil.Þór Akureyri Hulda Ósk er 24 ára miðherji sem er 180 sentímetrar að hæð en uppeldisfélag hennar er Njarðvík. Þórsarar segja frá nýja leikmanni sínum á heimasíðu sinni. Hulda Ósk var valin í lið ársins í 1. deildinni í vetur af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni, en missti þó af sjálfri verðlaunahátíðinni þar sem hún frétti einungis af valinu í fjölmiðlum. Skilaboð KKÍ í gegnum stjórnina hjá KR rötuðu ekki til hennar sjálfrar. Hún hefur verið valin í úrvalslið 1. deildar undanfarin tvö tímabil. Hulda spilaði 28 leiki með KR síðastliðinn vetur, skoraði að meðaltali 12,3 stig í leik, tók 6,7 fráköst, gaf 1,9 stoðsendingar og með 15,6 framlagspunkta að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Heiða Hlín Björnsdóttir er framherji og fyrirliði Þórsliðsins. Hún var valin körfuknattleikskona Þórs í fyrra. Heiða spilaði að meðaltali tæpar 30 mínútur í leik á liðnu tímabili þegar Þórsliðið tryggði sér sæti í efstu deild. Hún skoraði að meðaltali 11 stig í leik, tók 4,3 fráköst, átti 1,8 stoðsendingar og með 8,1 framlagspunkt að meðaltali í leik. „Heiða Hlín er frábær leikmaður sem og einstaklingur og gífurlega mikilvæg fyrir þennan hóp innan sem utan vallar. Eftir sölutölur síðustu daga í harðfisksölu félagsins kom svo ekkert annað til greina en að semja við Heiðu Hlín strax, enda annar hver maður á Akureyri búinn að kaupa harðfisk af henni. Mikil fyrirmynd hún Heiða Hlín,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Eva Wium Elíasdóttir er leikstjórnandi, og ein af efnilegri körfuboltakonum landsins í þeirri stöðu. Hún hefur spilað með meistaraflokki frá 2018, fyrst með Þór, síðan Tindastóli þegar Þórsliðið var lagt niður, og svo aftur með Þór frá 2021. Eva hefur spilað samtals 91 leik í meistaraflokki, þar af 74 með Þór. Eva spilaði 31 leiki með Þórsliðinu á nýafstöðnu tímabili, að meðaltali rúmar 32 mínútur í leik. Hún skoraði að meðaltali 11,9 stig í leik, tók 5,1 frákast, átti 3,9 stoðsendingar og með 11,2 framlagspunkta að meðaltali. Eva spilar með U20 landsliði Íslands. „Eva er gífurlega efnileg og skemmtileg stelpa sem hefur verið heiður að þjálfa. Það er því mikið fagnaðarefni að svalasta sjöa landsins spili áfram í rauðu, enda mikið af Þórskrökkum búið að kaupa treyjuna hennar, og til þess er leikurinn, fyrir aðdáendurna!,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara. Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur endursamið við tvo lykilleikmenn kvennaliðs Þórs eða fyrirliðann Heiðu Hlín Björnsdóttur og leikstjórnandann Evu Wium Elíasdóttur. Nýr leikmaður liðsins er síðan Hulda Ósk Bergsteinsdóttir sem kemur frá KR. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir hefur verið í úrvalsliði ársins í 1. deildinni undanfarin tvö tímabil.Þór Akureyri Hulda Ósk er 24 ára miðherji sem er 180 sentímetrar að hæð en uppeldisfélag hennar er Njarðvík. Þórsarar segja frá nýja leikmanni sínum á heimasíðu sinni. Hulda Ósk var valin í lið ársins í 1. deildinni í vetur af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni, en missti þó af sjálfri verðlaunahátíðinni þar sem hún frétti einungis af valinu í fjölmiðlum. Skilaboð KKÍ í gegnum stjórnina hjá KR rötuðu ekki til hennar sjálfrar. Hún hefur verið valin í úrvalslið 1. deildar undanfarin tvö tímabil. Hulda spilaði 28 leiki með KR síðastliðinn vetur, skoraði að meðaltali 12,3 stig í leik, tók 6,7 fráköst, gaf 1,9 stoðsendingar og með 15,6 framlagspunkta að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Heiða Hlín Björnsdóttir er framherji og fyrirliði Þórsliðsins. Hún var valin körfuknattleikskona Þórs í fyrra. Heiða spilaði að meðaltali tæpar 30 mínútur í leik á liðnu tímabili þegar Þórsliðið tryggði sér sæti í efstu deild. Hún skoraði að meðaltali 11 stig í leik, tók 4,3 fráköst, átti 1,8 stoðsendingar og með 8,1 framlagspunkt að meðaltali í leik. „Heiða Hlín er frábær leikmaður sem og einstaklingur og gífurlega mikilvæg fyrir þennan hóp innan sem utan vallar. Eftir sölutölur síðustu daga í harðfisksölu félagsins kom svo ekkert annað til greina en að semja við Heiðu Hlín strax, enda annar hver maður á Akureyri búinn að kaupa harðfisk af henni. Mikil fyrirmynd hún Heiða Hlín,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Eva Wium Elíasdóttir er leikstjórnandi, og ein af efnilegri körfuboltakonum landsins í þeirri stöðu. Hún hefur spilað með meistaraflokki frá 2018, fyrst með Þór, síðan Tindastóli þegar Þórsliðið var lagt niður, og svo aftur með Þór frá 2021. Eva hefur spilað samtals 91 leik í meistaraflokki, þar af 74 með Þór. Eva spilaði 31 leiki með Þórsliðinu á nýafstöðnu tímabili, að meðaltali rúmar 32 mínútur í leik. Hún skoraði að meðaltali 11,9 stig í leik, tók 5,1 frákast, átti 3,9 stoðsendingar og með 11,2 framlagspunkta að meðaltali. Eva spilar með U20 landsliði Íslands. „Eva er gífurlega efnileg og skemmtileg stelpa sem hefur verið heiður að þjálfa. Það er því mikið fagnaðarefni að svalasta sjöa landsins spili áfram í rauðu, enda mikið af Þórskrökkum búið að kaupa treyjuna hennar, og til þess er leikurinn, fyrir aðdáendurna!,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara.
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Sjá meira