Eitt fínasta hótel borgarinnar komið í rekstur Snorri Másson skrifar 29. maí 2023 08:59 Í Íslandi í dag var farið í heimsókn á Hótel Alþingi eins og hið nýja Parliament Hotel útleggst á íslensku. Eftir langt og strangt ferli er risið glæsilegt hótel á þessum sögufræga stað sem stílar á betur borgandi ferðamenn – og slær ekkert af í lúxus. Sjón er sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Þegar inn er komið taka á móti manni listaverk eftir ekki minni menn en Steinunni Þórarinsdóttur og Ragnar Kjartansson og það vekur strax eftirtekt inni á hótelinu, að nánast hver einasti lausi flötur er þakinn merkilegri íslenskri list úr einkasafni. Hótelið er mjög nálægt því að vera alveg alveg tilbúið, eftir erfiða fæðingu - þar báru hæst mikil og langvinn mótmæli gegn framkvæmdunum sjálfum á sínum tíma vegna fornminja í kirkjugarðinum Víkurgarði sem stóð á svæðinu fram á nítjándu öld. Þessar deilur allar höfðu þau málalok að framkvæmdafélagið hafði sigur og byggði sitt hótel. Vinir Víkurgarðs mótmæltu á sínum tíma hótelbyggingu við hinn forna kirkjugarð, en höfðu ekki erindi sem erfiði.Vísir Lúxusspa og rándýr þaksvíta eru á meðal aðalsmerkja þessa nýja gististaðar, sem er kominn í fullan rekstur með tilheyrandi veitingastarfsemi og bar. „Þetta tók sjö ár og tafðist nokkuð og tók ívið lengri tíma en við ætluðum. Það er rosalega gaman að vera komin í gang með þetta. Þetta er svo fallegt hótel og fallegar byggingar og vel heppnaðar, þannig að við erum bara æst í að taka á móti gestum,“segir Helga Björk Jósefsdóttir rekstrarstjóri hótelsins. Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Parliament Hotel, segir sífellt meiri fagmennsku í íslenskri ferðaþjónustu. Helga segir um sé að ræða hótel í Curio-línu Hilton, en sú lína tekur jafnan ríkulegt mið af sögu staðarins. „Við erum náttúrulega hér við fótskör Alþingis og úti í garði hjá okkur erum við með styttuna af Jóni Sigurðssyni. Veitingastaðurinn okkar heitir Hjá Jóni og svo erum við líka í gamla Landssímahúsinu,“ segir Helga. Parliament-svítan á sjöundu hæð.Vísir Ferðamennska á Íslandi Alþingi Víkurgarður Reykjavík Menning Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þegar inn er komið taka á móti manni listaverk eftir ekki minni menn en Steinunni Þórarinsdóttur og Ragnar Kjartansson og það vekur strax eftirtekt inni á hótelinu, að nánast hver einasti lausi flötur er þakinn merkilegri íslenskri list úr einkasafni. Hótelið er mjög nálægt því að vera alveg alveg tilbúið, eftir erfiða fæðingu - þar báru hæst mikil og langvinn mótmæli gegn framkvæmdunum sjálfum á sínum tíma vegna fornminja í kirkjugarðinum Víkurgarði sem stóð á svæðinu fram á nítjándu öld. Þessar deilur allar höfðu þau málalok að framkvæmdafélagið hafði sigur og byggði sitt hótel. Vinir Víkurgarðs mótmæltu á sínum tíma hótelbyggingu við hinn forna kirkjugarð, en höfðu ekki erindi sem erfiði.Vísir Lúxusspa og rándýr þaksvíta eru á meðal aðalsmerkja þessa nýja gististaðar, sem er kominn í fullan rekstur með tilheyrandi veitingastarfsemi og bar. „Þetta tók sjö ár og tafðist nokkuð og tók ívið lengri tíma en við ætluðum. Það er rosalega gaman að vera komin í gang með þetta. Þetta er svo fallegt hótel og fallegar byggingar og vel heppnaðar, þannig að við erum bara æst í að taka á móti gestum,“segir Helga Björk Jósefsdóttir rekstrarstjóri hótelsins. Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Parliament Hotel, segir sífellt meiri fagmennsku í íslenskri ferðaþjónustu. Helga segir um sé að ræða hótel í Curio-línu Hilton, en sú lína tekur jafnan ríkulegt mið af sögu staðarins. „Við erum náttúrulega hér við fótskör Alþingis og úti í garði hjá okkur erum við með styttuna af Jóni Sigurðssyni. Veitingastaðurinn okkar heitir Hjá Jóni og svo erum við líka í gamla Landssímahúsinu,“ segir Helga. Parliament-svítan á sjöundu hæð.Vísir
Ferðamennska á Íslandi Alþingi Víkurgarður Reykjavík Menning Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. 19. febrúar 2019 21:00
Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16