Hlín bjargaði stigi fyrir Kristianstad | Birkir spilaði loks fyrir Viking Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2023 20:01 Hlín Eiríksdóttir er samningsbundin Kristianstad til 2024. kdff.nu Hlín Eiríksdóttir skoraði eina mark Kristianstad í 1-1 jafntefli við Hammarby í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Birkir Bjarnason spilaði loks fyrir Viking í norsku úrvalsdeildinni þegar liðið steinlá gegn Bodö/Glimt. Svíþjóð Hlín var eini Íslendingurinn í byrjunarliði Kristianstad í dag. Hún spilaði allan leikinn á hægri vængnum í 3-4-3 leikkerfi heimaliðsins. Markið skoraði hún á 88. mínútu eftir sendingu frá Miu Carlsson en Hammarby hafði komist yfir fimm mínútum áður. Mörkin urðu ekki fleiri og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Amanda Andradóttir sat allan tímann á varamannabekk Kristianstad. Kristianstad er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 10 umerðum, fimm minna en topplið Häcken. Í úrvalsdeild karla unnu meistarar Häcken 4-1 stórsigur á Gautaborg. Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn í hægri bakverði meistaranna. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Häcken er í 3. sæti með 22 stig, þremur minna en topplið Eflsborg og Malmö. Noregur Í Noregi var Birkir Bjarnason í byrjunarliði Viking líkt og Patrik Sigurður Gunnarsson þegar liðið sótti Bodö/Glimt heim. Þeir vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst en Bodö/Glimt vann þægilegan 5-1 sigur. Birkir var tekinn af velli eftir klukkustund á meðan Patrik Sigurður stóð vaktina í markinu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Kristall Máni Ingason spilaði tæpan hálftíma í 3-1 tapi Rosenborg gegn Brann. Ísak Snær Þorvaldsson var ekki með Rosenborg. Ari Leifsson spilaði allan leikinn í liði Strömsgodset þegar það gerði 1-1 jafntefli við Odd á útivelli. Sömu sögu er að segja af Brynjari Inga Bjarnasyni en lið hans, Ham Kam, gerði markalaust jafntefli við Lilleström. Viking er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 8 leiki. Rosenborg er í 11. sæti með 9 stig að loknum 9 leikjum. Strömsgodset kemur þar á eftir með 8 stig og Ham-Kam með 7 stig. Fótbolti Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira
Svíþjóð Hlín var eini Íslendingurinn í byrjunarliði Kristianstad í dag. Hún spilaði allan leikinn á hægri vængnum í 3-4-3 leikkerfi heimaliðsins. Markið skoraði hún á 88. mínútu eftir sendingu frá Miu Carlsson en Hammarby hafði komist yfir fimm mínútum áður. Mörkin urðu ekki fleiri og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Amanda Andradóttir sat allan tímann á varamannabekk Kristianstad. Kristianstad er í 4. sæti deildarinnar með 20 stig að loknum 10 umerðum, fimm minna en topplið Häcken. Í úrvalsdeild karla unnu meistarar Häcken 4-1 stórsigur á Gautaborg. Valgeir Lunddal Friðriksson spilaði allan leikinn í hægri bakverði meistaranna. Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson sat allan tímann á varamannabekk Gautaborgar. Häcken er í 3. sæti með 22 stig, þremur minna en topplið Eflsborg og Malmö. Noregur Í Noregi var Birkir Bjarnason í byrjunarliði Viking líkt og Patrik Sigurður Gunnarsson þegar liðið sótti Bodö/Glimt heim. Þeir vilja eflaust gleyma leiknum sem fyrst en Bodö/Glimt vann þægilegan 5-1 sigur. Birkir var tekinn af velli eftir klukkustund á meðan Patrik Sigurður stóð vaktina í markinu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Kristall Máni Ingason spilaði tæpan hálftíma í 3-1 tapi Rosenborg gegn Brann. Ísak Snær Þorvaldsson var ekki með Rosenborg. Ari Leifsson spilaði allan leikinn í liði Strömsgodset þegar það gerði 1-1 jafntefli við Odd á útivelli. Sömu sögu er að segja af Brynjari Inga Bjarnasyni en lið hans, Ham Kam, gerði markalaust jafntefli við Lilleström. Viking er í 4. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 8 leiki. Rosenborg er í 11. sæti með 9 stig að loknum 9 leikjum. Strömsgodset kemur þar á eftir með 8 stig og Ham-Kam með 7 stig.
Fótbolti Norski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Sjá meira