Fékk Katrínu Tönju til að gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 08:31 Þessi frábæra frammistaða um helgina skiptin Katrínu Tönju Davíðsdóttur miklu máli eins og sjá mátti í viðtalinu. Skjámynd/@talkingelitefitness Katrín Tanja Davíðsdóttir stimplaði sig aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit íþróttinni með frábærri frammistöðu sinni á undanúrslitamóti Vesturhluta Norður-Ameríku. Katrín Tanja átti frábæra helgi og tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit með sannfærandi hætti. Hún endaði í öðru sæti á mjög sterku móti. Katrín missti af heimsleikunum í fyrra í fyrsta sinn í mjög langan tíma og þurfti að sanna fyrir öllum að hún væri enn í hópi þeirra bestu. Það gerði hún heldur betur. Eftir keppnina fór Katrín í viðtal hjá Talking Elite Fitness og þar fór ekkert á milli mála hvað þetta skipti hana miklu máli. Spyrillinn nefndi það að Katrín hafi verið að tala sjálf um að leita uppi galdrana aftur og vildi fá að vita hvort Katrín hafi fundið aftur þá tilfinningu þegar hún kom í mark í lokagreininni og heimsleikasætið var í höfn. „Þú færð mig til að gráta því það var virkilega þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í byrjun viðtalsins við Talking Elite Fitness og þurrkaði tárin úr augunum. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að keppa og mér finnst ég hafa verið í basli í mörg ár. Ég hef verið vonsvikin með mig sjálfa og hef ekki verið að njóta þess að keppa. Mér finnst ég ekki hafa verið að ná mínu besta fram í keppnum,“ sagði Katrín Tanja. „Þetta er mjög erfitt sport og ég legg of mikið á mig til að verða svo vonsvikin í lok tímabilsins. Loksins var gaman hjá mér aftur og ég er stolt af sjálfri mér. Ég elska svo að keppa og ég er því þakklát fyrir það,“ sagði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Katrín Tanja átti frábæra helgi og tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit með sannfærandi hætti. Hún endaði í öðru sæti á mjög sterku móti. Katrín missti af heimsleikunum í fyrra í fyrsta sinn í mjög langan tíma og þurfti að sanna fyrir öllum að hún væri enn í hópi þeirra bestu. Það gerði hún heldur betur. Eftir keppnina fór Katrín í viðtal hjá Talking Elite Fitness og þar fór ekkert á milli mála hvað þetta skipti hana miklu máli. Spyrillinn nefndi það að Katrín hafi verið að tala sjálf um að leita uppi galdrana aftur og vildi fá að vita hvort Katrín hafi fundið aftur þá tilfinningu þegar hún kom í mark í lokagreininni og heimsleikasætið var í höfn. „Þú færð mig til að gráta því það var virkilega þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í byrjun viðtalsins við Talking Elite Fitness og þurrkaði tárin úr augunum. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að keppa og mér finnst ég hafa verið í basli í mörg ár. Ég hef verið vonsvikin með mig sjálfa og hef ekki verið að njóta þess að keppa. Mér finnst ég ekki hafa verið að ná mínu besta fram í keppnum,“ sagði Katrín Tanja. „Þetta er mjög erfitt sport og ég legg of mikið á mig til að verða svo vonsvikin í lok tímabilsins. Loksins var gaman hjá mér aftur og ég er stolt af sjálfri mér. Ég elska svo að keppa og ég er því þakklát fyrir það,“ sagði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness)
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira