Fékk Katrínu Tönju til að gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 08:31 Þessi frábæra frammistaða um helgina skiptin Katrínu Tönju Davíðsdóttur miklu máli eins og sjá mátti í viðtalinu. Skjámynd/@talkingelitefitness Katrín Tanja Davíðsdóttir stimplaði sig aftur í hóp þeirra bestu í CrossFit íþróttinni með frábærri frammistöðu sinni á undanúrslitamóti Vesturhluta Norður-Ameríku. Katrín Tanja átti frábæra helgi og tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit með sannfærandi hætti. Hún endaði í öðru sæti á mjög sterku móti. Katrín missti af heimsleikunum í fyrra í fyrsta sinn í mjög langan tíma og þurfti að sanna fyrir öllum að hún væri enn í hópi þeirra bestu. Það gerði hún heldur betur. Eftir keppnina fór Katrín í viðtal hjá Talking Elite Fitness og þar fór ekkert á milli mála hvað þetta skipti hana miklu máli. Spyrillinn nefndi það að Katrín hafi verið að tala sjálf um að leita uppi galdrana aftur og vildi fá að vita hvort Katrín hafi fundið aftur þá tilfinningu þegar hún kom í mark í lokagreininni og heimsleikasætið var í höfn. „Þú færð mig til að gráta því það var virkilega þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í byrjun viðtalsins við Talking Elite Fitness og þurrkaði tárin úr augunum. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að keppa og mér finnst ég hafa verið í basli í mörg ár. Ég hef verið vonsvikin með mig sjálfa og hef ekki verið að njóta þess að keppa. Mér finnst ég ekki hafa verið að ná mínu besta fram í keppnum,“ sagði Katrín Tanja. „Þetta er mjög erfitt sport og ég legg of mikið á mig til að verða svo vonsvikin í lok tímabilsins. Loksins var gaman hjá mér aftur og ég er stolt af sjálfri mér. Ég elska svo að keppa og ég er því þakklát fyrir það,“ sagði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) CrossFit Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Katrín Tanja átti frábæra helgi og tryggði sér farseðilinn á heimsleikana í CrossFit með sannfærandi hætti. Hún endaði í öðru sæti á mjög sterku móti. Katrín missti af heimsleikunum í fyrra í fyrsta sinn í mjög langan tíma og þurfti að sanna fyrir öllum að hún væri enn í hópi þeirra bestu. Það gerði hún heldur betur. Eftir keppnina fór Katrín í viðtal hjá Talking Elite Fitness og þar fór ekkert á milli mála hvað þetta skipti hana miklu máli. Spyrillinn nefndi það að Katrín hafi verið að tala sjálf um að leita uppi galdrana aftur og vildi fá að vita hvort Katrín hafi fundið aftur þá tilfinningu þegar hún kom í mark í lokagreininni og heimsleikasætið var í höfn. „Þú færð mig til að gráta því það var virkilega þannig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir í byrjun viðtalsins við Talking Elite Fitness og þurrkaði tárin úr augunum. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að keppa og mér finnst ég hafa verið í basli í mörg ár. Ég hef verið vonsvikin með mig sjálfa og hef ekki verið að njóta þess að keppa. Mér finnst ég ekki hafa verið að ná mínu besta fram í keppnum,“ sagði Katrín Tanja. „Þetta er mjög erfitt sport og ég legg of mikið á mig til að verða svo vonsvikin í lok tímabilsins. Loksins var gaman hjá mér aftur og ég er stolt af sjálfri mér. Ég elska svo að keppa og ég er því þakklát fyrir það,“ sagði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness)
CrossFit Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira