„Þessi staðsetning kemur ekki til greina“ Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 12:11 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir að það komi ekki til greina að byggja endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Kópavogs segir það ekki koma til greina að endurvinnslustöð Sorpu verði byggð á landi Kópavogskirkjugarðs. Þörf sé á þarfa- og valkostagreiningu til að finna nýja staðsetningu endurvinnslustöðvar fyrir Kópavog og Garðabæ. „Þetta mál kom okkur, sem og fleirum, svolítið eins og þruma úr heiðskýru lofti ef svo má segja,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í Bítinu á Bylgjunni. Ásdís segir Sorpu hafa sett af stað starfshóp með það hlutverk að finna nýja staðsetningu fyrir endurvinnslustöð. Fyrir liggur að stöð Sorpu við Dalveg mun víkja í september á næsta ári. Í skýrslu starfshópsins hafi svo komið fram að einhugur væri um að reisa nýja endurvinnslustöð á landi Kópavogskirkjugarðar. „Það kom okkur hins vegar svolítið í opna skjöldu vegna þess að fulltrúar okkar í Kópavogsbæ voru búnir að segja að þessi staðsetning kæmi ekki til greina. Þá var því líka haldið fram í skýrslunni að það hefði verið óformlegt samráð við forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðsins en þeir voru svolítið undrandi þegar þeir lásu fréttir þess efnis.“ Útilokar þessa staðsetningu Ásdís segir að hún hafi verið á móti hugmyndinni um þessa staðsetningu frá upphafi. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þessi staðsetning er aldrei að fara að ganga,“ segir hún. „Við í meirihlutanum höfum verið mjög skýr með það að við teljum að þessi staðsetning sé ekki heppileg og við sjáum það líka út frá viðbrögðum bæjarbúa sem og Kópavogskirkjugarðarins, forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðarins hafa líka sagt að þessi staðsetning komi ekki til greina.“ Þannig hún kemur ekki til greina, þetta verður ekki þarna? „Nei, ekki eins og sakir standa. Við höfum í raun bara verið mjög skýr með að það þurfi að huga að annarri staðsetningu.“ Þú segir ekki eins og sakir standa, þú útilokar það ekki alveg eða? „Jú ég get alveg sagt það hér og nú að þessi staðsetning kemur ekki til greina. Við tókum það fyrir í bæjarráði þar sem við bókuðum líka það að við teljum þessi vinnubrögð vera verulega ámælisverð. Við þurfum auðvitað að vanda til verka og það þarf að fara í ítarlega og góða þarfa- og valkostagreiningu.“ Ekki með staðsetningu í huga Ásdís segist ekki vera með neina ákveðna staðsetningu fyrir endurvinnslustöðina í huga. „Við höfum bara verið að skoða þetta. Við erum í góðu samtali við nágranna okkar í Garðabæ og höfum verið að ræða þetta okkar á milli. En nú vænti ég bara þess að við þurfum að skoða þetta heildstætt.“ Hafa þurfi í huga að endurvinnslustöð sem þessi sé afskaplega óheppileg í miðri íbúabyggð. „Því það skapast mjög mikil umferð, einkum þungaflutningabílar, og þá höfum við séð til dæmis á Dalvegi að það hefur verið talsverð slysahætta.“ Ásdís segir að ákall hafi verið frá íbúum sem búa í grennd við endurvinnslustöðina á Dalvegi að þarna verði annars konar þjónusta. Nefnir hún sem dæmi veitingastaði, kaffihús og svo framvegis. Kópavogur Kirkjugarðar Sorpa Bítið Skipulag Tengdar fréttir Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Þetta mál kom okkur, sem og fleirum, svolítið eins og þruma úr heiðskýru lofti ef svo má segja,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, í Bítinu á Bylgjunni. Ásdís segir Sorpu hafa sett af stað starfshóp með það hlutverk að finna nýja staðsetningu fyrir endurvinnslustöð. Fyrir liggur að stöð Sorpu við Dalveg mun víkja í september á næsta ári. Í skýrslu starfshópsins hafi svo komið fram að einhugur væri um að reisa nýja endurvinnslustöð á landi Kópavogskirkjugarðar. „Það kom okkur hins vegar svolítið í opna skjöldu vegna þess að fulltrúar okkar í Kópavogsbæ voru búnir að segja að þessi staðsetning kæmi ekki til greina. Þá var því líka haldið fram í skýrslunni að það hefði verið óformlegt samráð við forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðsins en þeir voru svolítið undrandi þegar þeir lásu fréttir þess efnis.“ Útilokar þessa staðsetningu Ásdís segir að hún hafi verið á móti hugmyndinni um þessa staðsetningu frá upphafi. „Það fyrsta sem ég hugsaði var: Þessi staðsetning er aldrei að fara að ganga,“ segir hún. „Við í meirihlutanum höfum verið mjög skýr með það að við teljum að þessi staðsetning sé ekki heppileg og við sjáum það líka út frá viðbrögðum bæjarbúa sem og Kópavogskirkjugarðarins, forsvarsmenn Kópavogskirkjugarðarins hafa líka sagt að þessi staðsetning komi ekki til greina.“ Þannig hún kemur ekki til greina, þetta verður ekki þarna? „Nei, ekki eins og sakir standa. Við höfum í raun bara verið mjög skýr með að það þurfi að huga að annarri staðsetningu.“ Þú segir ekki eins og sakir standa, þú útilokar það ekki alveg eða? „Jú ég get alveg sagt það hér og nú að þessi staðsetning kemur ekki til greina. Við tókum það fyrir í bæjarráði þar sem við bókuðum líka það að við teljum þessi vinnubrögð vera verulega ámælisverð. Við þurfum auðvitað að vanda til verka og það þarf að fara í ítarlega og góða þarfa- og valkostagreiningu.“ Ekki með staðsetningu í huga Ásdís segist ekki vera með neina ákveðna staðsetningu fyrir endurvinnslustöðina í huga. „Við höfum bara verið að skoða þetta. Við erum í góðu samtali við nágranna okkar í Garðabæ og höfum verið að ræða þetta okkar á milli. En nú vænti ég bara þess að við þurfum að skoða þetta heildstætt.“ Hafa þurfi í huga að endurvinnslustöð sem þessi sé afskaplega óheppileg í miðri íbúabyggð. „Því það skapast mjög mikil umferð, einkum þungaflutningabílar, og þá höfum við séð til dæmis á Dalvegi að það hefur verið talsverð slysahætta.“ Ásdís segir að ákall hafi verið frá íbúum sem búa í grennd við endurvinnslustöðina á Dalvegi að þarna verði annars konar þjónusta. Nefnir hún sem dæmi veitingastaði, kaffihús og svo framvegis.
Kópavogur Kirkjugarðar Sorpa Bítið Skipulag Tengdar fréttir Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Kópavogsbúar bálreiðir vegna hugmynda um endurvinnslu við kirkjugarð Hugmyndir um að byggja nýja endurvinnslustöð við kirkjugarð í Kópavogi hefur kallað fram mikla reiði og mótmæli sem birtast á netinu. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hefur séð ástæðu til að stíga fram og vekja athygli á því að þau í meirihluta bæjarstjórnar telji aðra staði heppilegri. 19. maí 2023 15:32