Til hamingju Austurland! María Ósk Kristmundsdóttir skrifar 30. maí 2023 13:30 Til hamingju með stofnun FKA Austurland. Takk nýkjörin stjórn og forsvarskonur FKA Austurland fyrir hugrekkið og kraftinn. Við höfum lengi beðið eftir þessari stund og ekki að ástæðulausu því hér á Austurlandi er verk að vinna. Miðað við nýjustu tölur um tekjur eftir sveitarfélögum frá árinu 2021 eru konur í Múlaþingi með 75% af launum karla og í Fjarðabyggð 63% af launum karla, sem er jafnframt lægsta hlutfall sveitarfélaga á landinu. Á landsvísu er sama hlutfall um 82% og í Reykjavík 86%. Samkvæmt nýjustu skýrslu World Economic Forum erum við á Íslandi skást í heimi þegar kemur að jafnrétti kynjanna en á landsvísu eru sveitarfélögin á Austurlandi eftirbátar annarra. Enn er líka langt í land þegar kemur að jafnrétti í stjórnum, bæði varðandi hlufall kvenna á meðal stjórnarmanna og stjórnarformanna. Hvað veldur þessu gapandi ójafnrétti, bæði þegar kemur að tekjum og völdum kvenna? Eru konur einfaldlega ekki tilbúnar til forsystu, ekki leiðtogar í eðli sínu? Skoðum fyrst hvað það er sem einkennir góða leiðtoga. Í mínum huga er það fyrst og fremst að leggja rækt að fólkinu í kringum sig, að lifa eftir gildum sínum og af heilindum. Leiðtogar hafa ennfremur skýra framtíðarsýn og markmið og hafa þau áhrif að annað fólk fylkir sér að baki þeim markmiðum. Sannir leiðtogar efla samvinnu, samráð og samstarf til að ná settu marki og setja á fót skipulag, kerfi, hefðir og venjur til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Í mínum huga eru einkenni góðra leiðtoga að finna í hverri einustu konu. Þá gildir einu hvort hún tekst á við þær hindranir sem fylgja því að lifa sem kona í þessu samfélagi eða þær áskoranir sem fylgja því að vera í forystu á heimilum, í stórfjölskyldum, félagasamtökum, opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Raunin er sú að nægt framboð er af kvenleiðtogum, konur eru ekki vandamálið. Vandamálið felst hinsvegar í að við lifum í samfélagi sem er enn kynjaskipt í hlutverkum kvenna og karla. Þetta kynjakerfi birtsist í versta falli í kynbundnu ofbeldi og áreitni en einnig í óheilbrigðri og skaðlegri áherslu á útlit og líkama kvenna. Konur bera meiri ábyrgð inni á heimilum, hvort sem um ræðir húshald, eða umönnun barna, öryrkja og aldraðra. Þegar kemur að ráðningum er körlum oftar hyglt í gegnum óformleg ráðningarferli og konur eru mældar á öðrum mælistikum en karlar. Þessi samfélagsgerð er ekki sýnileg þegar við horfum á yfirborðið enda erum við ómeðvituð um flest þessara viðhorfa og hefða. Það er hlutverk samtaka eins og FKA Austurlands að vekja okkur öll til meðvitundar um vandamálið og að vekja athygli á óréttlætinu. Við þurfum saman að búa til nýtt kerfi sem hyglir ekki einum hópi fram yfir annan, heldur gefur öllum jöfn tækifæri óháð, kyni, kynhneigð, uppruna, aldri, fötlunum og fjárhagsstöðu. FKA Austurland, veitir aukin kraft og nýjan vettvang í baráttunni fyrir jafnrétti á Austurlandi. Til hamingju Austurland. Höfundur er þekkingastjóri hjá Alcoa og stofnmeðlimur FKA Austurland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Til hamingju með stofnun FKA Austurland. Takk nýkjörin stjórn og forsvarskonur FKA Austurland fyrir hugrekkið og kraftinn. Við höfum lengi beðið eftir þessari stund og ekki að ástæðulausu því hér á Austurlandi er verk að vinna. Miðað við nýjustu tölur um tekjur eftir sveitarfélögum frá árinu 2021 eru konur í Múlaþingi með 75% af launum karla og í Fjarðabyggð 63% af launum karla, sem er jafnframt lægsta hlutfall sveitarfélaga á landinu. Á landsvísu er sama hlutfall um 82% og í Reykjavík 86%. Samkvæmt nýjustu skýrslu World Economic Forum erum við á Íslandi skást í heimi þegar kemur að jafnrétti kynjanna en á landsvísu eru sveitarfélögin á Austurlandi eftirbátar annarra. Enn er líka langt í land þegar kemur að jafnrétti í stjórnum, bæði varðandi hlufall kvenna á meðal stjórnarmanna og stjórnarformanna. Hvað veldur þessu gapandi ójafnrétti, bæði þegar kemur að tekjum og völdum kvenna? Eru konur einfaldlega ekki tilbúnar til forsystu, ekki leiðtogar í eðli sínu? Skoðum fyrst hvað það er sem einkennir góða leiðtoga. Í mínum huga er það fyrst og fremst að leggja rækt að fólkinu í kringum sig, að lifa eftir gildum sínum og af heilindum. Leiðtogar hafa ennfremur skýra framtíðarsýn og markmið og hafa þau áhrif að annað fólk fylkir sér að baki þeim markmiðum. Sannir leiðtogar efla samvinnu, samráð og samstarf til að ná settu marki og setja á fót skipulag, kerfi, hefðir og venjur til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Í mínum huga eru einkenni góðra leiðtoga að finna í hverri einustu konu. Þá gildir einu hvort hún tekst á við þær hindranir sem fylgja því að lifa sem kona í þessu samfélagi eða þær áskoranir sem fylgja því að vera í forystu á heimilum, í stórfjölskyldum, félagasamtökum, opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Raunin er sú að nægt framboð er af kvenleiðtogum, konur eru ekki vandamálið. Vandamálið felst hinsvegar í að við lifum í samfélagi sem er enn kynjaskipt í hlutverkum kvenna og karla. Þetta kynjakerfi birtsist í versta falli í kynbundnu ofbeldi og áreitni en einnig í óheilbrigðri og skaðlegri áherslu á útlit og líkama kvenna. Konur bera meiri ábyrgð inni á heimilum, hvort sem um ræðir húshald, eða umönnun barna, öryrkja og aldraðra. Þegar kemur að ráðningum er körlum oftar hyglt í gegnum óformleg ráðningarferli og konur eru mældar á öðrum mælistikum en karlar. Þessi samfélagsgerð er ekki sýnileg þegar við horfum á yfirborðið enda erum við ómeðvituð um flest þessara viðhorfa og hefða. Það er hlutverk samtaka eins og FKA Austurlands að vekja okkur öll til meðvitundar um vandamálið og að vekja athygli á óréttlætinu. Við þurfum saman að búa til nýtt kerfi sem hyglir ekki einum hópi fram yfir annan, heldur gefur öllum jöfn tækifæri óháð, kyni, kynhneigð, uppruna, aldri, fötlunum og fjárhagsstöðu. FKA Austurland, veitir aukin kraft og nýjan vettvang í baráttunni fyrir jafnrétti á Austurlandi. Til hamingju Austurland. Höfundur er þekkingastjóri hjá Alcoa og stofnmeðlimur FKA Austurland.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun