„Eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir mig sem íþróttakonu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 08:30 Hafdís Renötudóttir hefur verið einn allra besti markvörður Olís deildar kvenna undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Vals styrktu liðið sitt heldur betur á dögunum þegar landsliðsmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir ákvað að koma til Hlíðarendaliðsins frá Fram. Hafdís hefur verið í hópi bestu markvarða deildarinnar undanfarin ár og hjálpaði Fram að verða Íslandsmeistari í fyrra. Það er ljóst að þetta er mikill styrkur fyrir Val og um leið áfall fyrir Framara. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Hafdísi og ræddi við hana um félagsskiptin. „Þetta var mjög erfið ákvörðun því Fram er uppeldisfélagið mitt. Það er alltaf erfitt að taka stórar ákvarðanir en ég fann að þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir mig sem íþróttakonu og fyrir ferilinn minn,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Vísir/Hulda Margrét „Ég fann alveg að ég þurfti áskorun og þyrfti að halda áfram minni vegferð í að verða góður leikmaður. Ég þurfti bara það sem er rétt fyrir mig og það fannst,“ sagði Hafdís. Hún er búin að vera lengi í Framliðnu og vinkonurnar hennar eru þar. Hvernig var að tilkynna stelpunum þetta? „Það var mjög erfitt. Ég var í þrjú ár í Fram og við unnum titla. Það var erfitt að tilkynna þetta og stjórninni líka en eins og ég segi þá þurfti ég að gera þetta,“ sagði Hafdís. Fram náði bara fjórða sætinu í deildarkeppninni og féll síðan út úr fyrstu umferð úrslitakeppninni og komst því ekki í undanúrslitin. Þetta voru mikil vonbrigði „Þetta voru mikil vonbrigði og sérstaklega fyrir mig persónulega. Ég vil ekki lenda í fjórða sæti en við gerðum okkar besta. Ég get ekki sagt bara neikvæða hluti um þetta. Við gerðum okkar besta og með fjórða sætinu erum við kannski á pari miðað við það sem við höfðum í höndunum. Þetta voru mikil vonbrigði,“ sagði Hafdís. Leitaði hugurinn ekkert erlendis hjá Hafdísi? Vísir/Hulda Margrét „Jú, ég fékk mörg tilboð frá erlendum liðum en ég tók ákvörðunina að vera heima. Þess vegna fór ég í Val af því að ég vil annað hvort spila um fyrsta sætið eða vera úti,“ sagði Hafdís. Hún hugsar enn um atvinnumennskuna. „Já, alltaf. Mér finnst að ég eigi heima úti og þannig get ég orðið besti leikmaðurinn sem ég get orðið. Með því að spila úti og fá meiri áskorun. Eins og staðan er í dag þá er ég heima og ég er ánægð með ákvörðunina að vera næstu tvö árin hjá Val. Þá get ég alla vega betrumbætt ofan á það sem ég hef í dag,“ sagði Hafdís. Ég vona að við vinnum alla titlana Valsliðið gæti orðið illviðráðanlegt á næstu leiktíð. „Já, ég vona það. Ég vona að við vinnum alla titlana. Ég hef spilað með mörgum af þessum Valsstelpum í landsliðinu og ég ef fulla trú á því að við náum að samstilla okkur mjög vel,“ sagði Hafdís. Einar Jónsson tók við liði Fram en vinur hans Ágúst Jóhannsson þjálfar Val. Hvað sagði Einar við því að hún hefði valið Gústa fram yfir hann. „Ég er mjög þakklát fyrir það að Einar var mjög kurteis og skilningsríkur. Ég er þakklát fyrir viðbrögð hans. Ég hef spilað undir stjórn Gústa í nokkur ár með landsliðinu og það hefur gengið mjög vel. Ég býst við því að það gangi enn betur með félagsliðinu,“ sagði Hafdís. Bubbi er akkúrat það sem ég þarf núna Hlynur Morthens, kallaður Bubbi, er markmannsþjálfari Valsliðsins og það hafði mikið að segja fyrir Hafdísi. „Bubbi er akkúrat það sem ég þarf núna. Það er algjör fengur að Bubbi fái að fljóta með og hann er ástæða fyrir því af hverju ég fer þangað,“ sagði Hafdís. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Hafdís: Ég vona að við vinnum alla titlana Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira
Hafdís hefur verið í hópi bestu markvarða deildarinnar undanfarin ár og hjálpaði Fram að verða Íslandsmeistari í fyrra. Það er ljóst að þetta er mikill styrkur fyrir Val og um leið áfall fyrir Framara. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Hafdísi og ræddi við hana um félagsskiptin. „Þetta var mjög erfið ákvörðun því Fram er uppeldisfélagið mitt. Það er alltaf erfitt að taka stórar ákvarðanir en ég fann að þetta er eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir mig sem íþróttakonu og fyrir ferilinn minn,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Vísir/Hulda Margrét „Ég fann alveg að ég þurfti áskorun og þyrfti að halda áfram minni vegferð í að verða góður leikmaður. Ég þurfti bara það sem er rétt fyrir mig og það fannst,“ sagði Hafdís. Hún er búin að vera lengi í Framliðnu og vinkonurnar hennar eru þar. Hvernig var að tilkynna stelpunum þetta? „Það var mjög erfitt. Ég var í þrjú ár í Fram og við unnum titla. Það var erfitt að tilkynna þetta og stjórninni líka en eins og ég segi þá þurfti ég að gera þetta,“ sagði Hafdís. Fram náði bara fjórða sætinu í deildarkeppninni og féll síðan út úr fyrstu umferð úrslitakeppninni og komst því ekki í undanúrslitin. Þetta voru mikil vonbrigði „Þetta voru mikil vonbrigði og sérstaklega fyrir mig persónulega. Ég vil ekki lenda í fjórða sæti en við gerðum okkar besta. Ég get ekki sagt bara neikvæða hluti um þetta. Við gerðum okkar besta og með fjórða sætinu erum við kannski á pari miðað við það sem við höfðum í höndunum. Þetta voru mikil vonbrigði,“ sagði Hafdís. Leitaði hugurinn ekkert erlendis hjá Hafdísi? Vísir/Hulda Margrét „Jú, ég fékk mörg tilboð frá erlendum liðum en ég tók ákvörðunina að vera heima. Þess vegna fór ég í Val af því að ég vil annað hvort spila um fyrsta sætið eða vera úti,“ sagði Hafdís. Hún hugsar enn um atvinnumennskuna. „Já, alltaf. Mér finnst að ég eigi heima úti og þannig get ég orðið besti leikmaðurinn sem ég get orðið. Með því að spila úti og fá meiri áskorun. Eins og staðan er í dag þá er ég heima og ég er ánægð með ákvörðunina að vera næstu tvö árin hjá Val. Þá get ég alla vega betrumbætt ofan á það sem ég hef í dag,“ sagði Hafdís. Ég vona að við vinnum alla titlana Valsliðið gæti orðið illviðráðanlegt á næstu leiktíð. „Já, ég vona það. Ég vona að við vinnum alla titlana. Ég hef spilað með mörgum af þessum Valsstelpum í landsliðinu og ég ef fulla trú á því að við náum að samstilla okkur mjög vel,“ sagði Hafdís. Einar Jónsson tók við liði Fram en vinur hans Ágúst Jóhannsson þjálfar Val. Hvað sagði Einar við því að hún hefði valið Gústa fram yfir hann. „Ég er mjög þakklát fyrir það að Einar var mjög kurteis og skilningsríkur. Ég er þakklát fyrir viðbrögð hans. Ég hef spilað undir stjórn Gústa í nokkur ár með landsliðinu og það hefur gengið mjög vel. Ég býst við því að það gangi enn betur með félagsliðinu,“ sagði Hafdís. Bubbi er akkúrat það sem ég þarf núna Hlynur Morthens, kallaður Bubbi, er markmannsþjálfari Valsliðsins og það hafði mikið að segja fyrir Hafdísi. „Bubbi er akkúrat það sem ég þarf núna. Það er algjör fengur að Bubbi fái að fljóta með og hann er ástæða fyrir því af hverju ég fer þangað,“ sagði Hafdís. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Hafdís: Ég vona að við vinnum alla titlana
Olís-deild kvenna Valur Fram Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Sport Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira