Pétur: Bryndís er markaskorari af guðs náð Stefán Snær Ágústsson skrifar 31. maí 2023 22:52 Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara síðustu tvö ár í röð. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson var rólegur við leikslok eftir að lið hans hafði unnið sterkan sigur á Þrótti í toppslag 6. umferðar Bestu deildar kvenna í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. Tvö snögg mörk á fyrsta korteri gerðu út um leikinn þrátt fyrir endurkomupressu heimakvenna, lokatölur 2-1 fyrir Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Mér fannst þetta frábært. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn, mér fannst við spila frábæran leik, létum boltann ganga vel, fengum mikið af opnunum og skoruðum góð mörk.“ Fyrri hálfleikur var allur Vals en í seinni hótuðu Þróttarar með snöggu marki eftir hálfleik og þunga pressu. „Góð lið eins og Þróttur er, maður vissi það alltaf að það myndi koma einhver pressa á okkur en mér fannst við leysa það vel. Ég man ekki eftir neinu öðru færi en þessu marki sem þau fengu. Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá okkur.“ Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum um síðustu helgi en Pétur gerði þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik, sem virtist gera gæfumuninn. „Þær sem að komu inn á stóðu sig allar vel. Bryndís (Arna Níelsdóttir) er markaskorari af guðs náð, maður er búinn að bíða eftir að hún geri þetta og hún gerði það í kvöld.“ „Að fá Láru (Kristínu Pedersen) inn líka skiptir okku miklu máli. Málfríður Anna (Eiríksdóttir) var stórkostleg á miðjunni og varnarlínan stóð sig frábærlega þannig ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum þennan leik.“ Eftir úrslit kvöldsins situr Valur á toppi deildarinnar. Pétur hafði þó lítið um það að segja en vildi frekar einblína á hversu ábótavant honum finnst umfjöllunin um þennan stórleik, í viðtali við blaðamann sem er að fjalla um þennan stórleik. „Það eru engir panelar eða neitt hérna, hvað er í gangi hjá Stöð 2?“ „Þetta er toppleikur í Bestu deildinni svo ég held þið ættuð að fara aðeins að laga þetta. Hvernig væri að fá Óla Jó í settið til að æsa þetta aðeins upp? Það er kannski góður punktur, hann hefur ekkert annað að gera.“ Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Tvö snögg mörk á fyrsta korteri gerðu út um leikinn þrátt fyrir endurkomupressu heimakvenna, lokatölur 2-1 fyrir Val sem trónir á toppi deildarinnar. „Mér fannst þetta frábært. Sérstaklega fyrri hálfleikurinn, mér fannst við spila frábæran leik, létum boltann ganga vel, fengum mikið af opnunum og skoruðum góð mörk.“ Fyrri hálfleikur var allur Vals en í seinni hótuðu Þróttarar með snöggu marki eftir hálfleik og þunga pressu. „Góð lið eins og Þróttur er, maður vissi það alltaf að það myndi koma einhver pressa á okkur en mér fannst við leysa það vel. Ég man ekki eftir neinu öðru færi en þessu marki sem þau fengu. Mér fannst þetta bara mjög góður leikur hjá okkur.“ Þróttur sló Val út úr Mjólkurbikarnum um síðustu helgi en Pétur gerði þrjár breytingar á liðinu frá þeim leik, sem virtist gera gæfumuninn. „Þær sem að komu inn á stóðu sig allar vel. Bryndís (Arna Níelsdóttir) er markaskorari af guðs náð, maður er búinn að bíða eftir að hún geri þetta og hún gerði það í kvöld.“ „Að fá Láru (Kristínu Pedersen) inn líka skiptir okku miklu máli. Málfríður Anna (Eiríksdóttir) var stórkostleg á miðjunni og varnarlínan stóð sig frábærlega þannig ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum þennan leik.“ Eftir úrslit kvöldsins situr Valur á toppi deildarinnar. Pétur hafði þó lítið um það að segja en vildi frekar einblína á hversu ábótavant honum finnst umfjöllunin um þennan stórleik, í viðtali við blaðamann sem er að fjalla um þennan stórleik. „Það eru engir panelar eða neitt hérna, hvað er í gangi hjá Stöð 2?“ „Þetta er toppleikur í Bestu deildinni svo ég held þið ættuð að fara aðeins að laga þetta. Hvernig væri að fá Óla Jó í settið til að æsa þetta aðeins upp? Það er kannski góður punktur, hann hefur ekkert annað að gera.“
Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira