Bætum líf kvenna og stúlkna í Síerra Leóne Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Stella Samúelsdóttir skrifa 1. júní 2023 12:00 Árið 1991 braust út borgarastríð í Síerra Leóne, tæplega átta milljóna íbúa ríki á vesturströnd Afríku, sem átti eftir að standa yfir í meira en áratug. Nauðgunum og kynbundnu ofbeldi gegn konum var markvisst beitt sem stríðsvopni á meðan á stríðinu stóð. Fjölda kvenna var rænt og þær þvingaðar í hjónabönd með vígamönnum. Um þriðjungur kvenna í landinu er talinn hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið. Eftir að þessum hræðilega hildarleik lauk tók við tímabil langrar og strangrar uppbyggingar. Mörg sár þurfti að græða, bæði andleg og líkamleg. UN Women hefur tekið virkan þátt í þessari uppbyggingu í Síerra Leóne. Verkefni UN Women miða að því að auka kynjajöfnuð í landinu, auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi og veita þjónustu til þolenda kynbundins ofbeldis. Um leið hefur fræðsla um skaðsemi ofbeldis verið efld, því við vitum að fræðsla er undirstaða varanlegra breytinga. Árið 2018 urðu þau tímamót í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands að samstarf hófst við Síerra Leóne. Ísland hefur meðal annars stutt við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem miða að því að bæta lífskjör kvenna og stúlkna sem þjást af fæðingarfistli, sjúkdómi sem veldur örkumli ungra kvenna sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn. UN Women hefur um árabil verið ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og eiga verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne ríka samleið með áherslum Íslands í landinu. Ísland beitir svonefndri héraðsnálgun í samstarfslöndum sínum en hún felst í náinni samvinnu við heimafólk. Í Síerra Leóne vinnur UN Women náið með héraðs- og þorpshöfðingjum að verkefnum sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi, þar með talið limlestingum á kynfærum stúlkna. Talið er að um 83 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafi verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Algengast er að stúlkur séu skornar á aldrinum 10 til 14 ára. Stuðningur utanríkisráðuneytisins við útrýmingu fæðingarfistils og verkefni UN Women við upprætingu limlestinga á kynfærum kvenna haldast í hendur, þar sem fæðingarfistill er oftar en ekki afleiðing kynfæralimlestinga. FO-herferð UN Women á Íslandi árið 2023 styður við verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Það er augljóst að þörfin er afar mikil. Við þetta tilefni viljum við benda á að rödd Íslands er ætíð sterk þegar jafnrétti kynjanna og baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er rædd á alþjóðavettvangi. Það er því mikilvægt að halda áfram að beita henni við hvert tækifæri sem gefst og fylgja henni eftir í verki. Samstarf íslenskra stjórnvalda og UN Women á Íslandi er gott dæmi þar um. Höfundar eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Stella Samúelsdóttir Síerra Leóne Kynferðisofbeldi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1991 braust út borgarastríð í Síerra Leóne, tæplega átta milljóna íbúa ríki á vesturströnd Afríku, sem átti eftir að standa yfir í meira en áratug. Nauðgunum og kynbundnu ofbeldi gegn konum var markvisst beitt sem stríðsvopni á meðan á stríðinu stóð. Fjölda kvenna var rænt og þær þvingaðar í hjónabönd með vígamönnum. Um þriðjungur kvenna í landinu er talinn hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í tengslum við stríðið. Eftir að þessum hræðilega hildarleik lauk tók við tímabil langrar og strangrar uppbyggingar. Mörg sár þurfti að græða, bæði andleg og líkamleg. UN Women hefur tekið virkan þátt í þessari uppbyggingu í Síerra Leóne. Verkefni UN Women miða að því að auka kynjajöfnuð í landinu, auka þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi og veita þjónustu til þolenda kynbundins ofbeldis. Um leið hefur fræðsla um skaðsemi ofbeldis verið efld, því við vitum að fræðsla er undirstaða varanlegra breytinga. Árið 2018 urðu þau tímamót í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands að samstarf hófst við Síerra Leóne. Ísland hefur meðal annars stutt við verkefni Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem miða að því að bæta lífskjör kvenna og stúlkna sem þjást af fæðingarfistli, sjúkdómi sem veldur örkumli ungra kvenna sem ekki eru líkamlega tilbúnar til að eignast börn. UN Women hefur um árabil verið ein af áherslustofnunum Íslands í þróunarsamvinnu og eiga verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne ríka samleið með áherslum Íslands í landinu. Ísland beitir svonefndri héraðsnálgun í samstarfslöndum sínum en hún felst í náinni samvinnu við heimafólk. Í Síerra Leóne vinnur UN Women náið með héraðs- og þorpshöfðingjum að verkefnum sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi, þar með talið limlestingum á kynfærum stúlkna. Talið er að um 83 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára hafi verið limlestar á kynfærum í Síerra Leóne. Algengast er að stúlkur séu skornar á aldrinum 10 til 14 ára. Stuðningur utanríkisráðuneytisins við útrýmingu fæðingarfistils og verkefni UN Women við upprætingu limlestinga á kynfærum kvenna haldast í hendur, þar sem fæðingarfistill er oftar en ekki afleiðing kynfæralimlestinga. FO-herferð UN Women á Íslandi árið 2023 styður við verkefni stofnunarinnar í Síerra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Það er augljóst að þörfin er afar mikil. Við þetta tilefni viljum við benda á að rödd Íslands er ætíð sterk þegar jafnrétti kynjanna og baráttan gegn kynbundnu ofbeldi er rædd á alþjóðavettvangi. Það er því mikilvægt að halda áfram að beita henni við hvert tækifæri sem gefst og fylgja henni eftir í verki. Samstarf íslenskra stjórnvalda og UN Women á Íslandi er gott dæmi þar um. Höfundar eru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar