Banna tveimur bestu mönnum Íslands að fara á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 08:31 Kristian Nökkvi Hlynsson hefur verið kallaður „hinn íslenski De Bruyne“ og verið algjör lykilmaður í U19-landsliðinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Afar ólíklegt er að Ísland geti teflt fram tveimur af sínum allra bestu leikmönnum á Evrópumóti U19-landsliða karla í fótbolta í næsta mánuði. Þetta herma heimildir Vísis en svo virðist sem að hollenska félagið Ajax vilji ekki hleypa Kristian Nökkva Hlynssyni á mótið, og að danska félagið FC Kaupmannahöfn setji Orra Steini Óskarssyni sömuleiðis stólinn fyrir dyrnar. Öfugt við landsliðsverkefni A-landsliða og U21-landsliða þá er félögum ekki skylt að láta leikmenn sína af hendi á Evrópumót U19-landsliða. Það er því í þeirra höndum að gefa leyfi fyrir því að KSÍ fái leikmenn á mótið og í langflestum tilfellum mun það ganga eftir. Enn er þó tími til stefnu fyrir KSÍ til að sannfæra forráðamenn Ajax og FCK um að hleypa Kristian og Orra á mótið, en íslenski hópurinn verður kynntur í næstu viku. EM fer fram á Möltu 3.-16. júlí og er Ísland eitt af aðeins átta liðum sem spila á lokamótinu, eftir að hafa meðal annars slegið út ríkjandi meistara Englands í milliriðlakeppninni. Ísland vann England 1-0, Ungverjaland 2-0 og gerði 2-2 jafntefli við Tyrkland í milliriðlakeppninni, og skoraði Orri þrjú marka Íslands og Kristian eitt. Orri Steinn Óskarsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Kristian Nökkvi Hlynsson fagna marki með U21-landsliðinu síðasta sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslensku félögin fá að færa leiki Ljóst er að EM U19-landsliða karla og kvenna, sem bæði fara fram í júlí, hafa umtalsverð áhrif á leikjadagskrána í Bestu deildunum. Ekki er vitað til þess að nokkurt íslenskt félag ætli að banna leikmanni að fara á EM og virðist samstaða um að gera íslensku landsliðunum kleyft að ná sem bestum árangri. Hins vegar mun þátttaka á mótunum hafa mismikil áhrif á íslensku liðin og til að mynda gætu 4-6 leikmenn úr karlaliði Stjörnunnar verið á leið á EM. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að orðið verði við óskum félaga um að færa leiki vegna EM, og að nóg sé að annað liðið í hverjum leik fyrir sig óski eftir því. Tveggja vikna ferðalög Áætlað er að íslenski hópurinn sem fer á EM U19 karla fari af landi brott 30. júní, að lokinni 13. umferð Bestu deildarinnar, og spilar liðið við Spán 4. júlí, Noreg 7. júlí og Grikkland 10. júlí, og svo mögulega í undanúrslitum 13. júlí og úrslitum 16. júlí. Lengra er í að EM U19 kvenna fari fram en það er haldið í Belgíu. Ísland mætir Spáni í fyrsta leik 18. júlí, Tékklandi 21. júlí og Frakklandi 24. júlí, og spilar svo mögulega í undanúrslitum 27. júlí og úrslitum 30. júlí. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Þetta herma heimildir Vísis en svo virðist sem að hollenska félagið Ajax vilji ekki hleypa Kristian Nökkva Hlynssyni á mótið, og að danska félagið FC Kaupmannahöfn setji Orra Steini Óskarssyni sömuleiðis stólinn fyrir dyrnar. Öfugt við landsliðsverkefni A-landsliða og U21-landsliða þá er félögum ekki skylt að láta leikmenn sína af hendi á Evrópumót U19-landsliða. Það er því í þeirra höndum að gefa leyfi fyrir því að KSÍ fái leikmenn á mótið og í langflestum tilfellum mun það ganga eftir. Enn er þó tími til stefnu fyrir KSÍ til að sannfæra forráðamenn Ajax og FCK um að hleypa Kristian og Orra á mótið, en íslenski hópurinn verður kynntur í næstu viku. EM fer fram á Möltu 3.-16. júlí og er Ísland eitt af aðeins átta liðum sem spila á lokamótinu, eftir að hafa meðal annars slegið út ríkjandi meistara Englands í milliriðlakeppninni. Ísland vann England 1-0, Ungverjaland 2-0 og gerði 2-2 jafntefli við Tyrkland í milliriðlakeppninni, og skoraði Orri þrjú marka Íslands og Kristian eitt. Orri Steinn Óskarsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Kristian Nökkvi Hlynsson fagna marki með U21-landsliðinu síðasta sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslensku félögin fá að færa leiki Ljóst er að EM U19-landsliða karla og kvenna, sem bæði fara fram í júlí, hafa umtalsverð áhrif á leikjadagskrána í Bestu deildunum. Ekki er vitað til þess að nokkurt íslenskt félag ætli að banna leikmanni að fara á EM og virðist samstaða um að gera íslensku landsliðunum kleyft að ná sem bestum árangri. Hins vegar mun þátttaka á mótunum hafa mismikil áhrif á íslensku liðin og til að mynda gætu 4-6 leikmenn úr karlaliði Stjörnunnar verið á leið á EM. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að orðið verði við óskum félaga um að færa leiki vegna EM, og að nóg sé að annað liðið í hverjum leik fyrir sig óski eftir því. Tveggja vikna ferðalög Áætlað er að íslenski hópurinn sem fer á EM U19 karla fari af landi brott 30. júní, að lokinni 13. umferð Bestu deildarinnar, og spilar liðið við Spán 4. júlí, Noreg 7. júlí og Grikkland 10. júlí, og svo mögulega í undanúrslitum 13. júlí og úrslitum 16. júlí. Lengra er í að EM U19 kvenna fari fram en það er haldið í Belgíu. Ísland mætir Spáni í fyrsta leik 18. júlí, Tékklandi 21. júlí og Frakklandi 24. júlí, og spilar svo mögulega í undanúrslitum 27. júlí og úrslitum 30. júlí.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira