Hafa BHM, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn öll rangt fyrir sér? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 2. júní 2023 07:01 Undanfarið hafa Samtök iðnaðarins (SI) farið mikinn í fjölmiðlum um meinta bága stöðu í byggingariðnaði. Er spjótunum helst beint að lækkun á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts til byggingaraðila í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þessi vegferð verður að teljast eðlilegt viðbragð af hálfu SI enda töluverðir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Námu endurgreiðslur til byggingaraðila ásamt COVID-útvíkkunum t.a.m. alls um 70 milljörðum króna á árunum 2015-2021. Sitt sýnist þó hverjum um aðferðafræðina. Samtökin hafa dregið trúverðugleika BHM og fjármálaráðuneytisins í efa opinberlega og sagt að lækkun endurgreiðslna verði að fullu velt út í verðlag húsnæðis. BHM, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn eiga það nefnilega sameiginlegt að hafa fjallað um mikla framlegð í byggingariðnaði undanfarið. Greining sem SI telur ranga eins og kom fram í Viðskiptablaðinu síðustu helgi undir yfirskriftinni „Fjármálaráðuneytið falli í sömu gildru og BHM“.Þessari fullyrðingu hafnar BHM alfarið. Framlegð af sölu húsnæðis er með hæsta móti nú um stundir Í umsögn BHM, í greiningu BHM, í riti fjármálastöðugleikanefndar og í grein fjármálaráðherra í Morgunblaðinu er fjallað um framlegð af sölu nýbygginga með samanburði verðvísitalna og byggingavísitölu. Ályktun allra aðila er á sömu leið. Framlegð af sölu nýbygginga og arðsemi hefur verið með hæsta móti í sögulegu tilliti. SI hafa hins vegar réttilega bent á að skekkja er í mælingu verðþátta í byggingarvísitölunni og því sé óvissa í matinu. Raunar kveða samtökin fastar að orði en svo og segja ályktanir BHM, fjármálaráðuneytis og Seðlabankans rangar og ómarktæktar fyrir vikið. Verður það að teljast afar ólíklegt enda er skekkja í mælingu byggingarvísitölunnar nokkuð samkvæm yfir tíma. Ályktunin um mikla arðsemi í sögulegu tilliti og breytingu í arðsemi milli tímabila er því líklega rétt. Í grein fjármálaráðherra var leiðrétt að hluta fyrir þessari skekkju með því að bæta fjármagnskostnaði við. Það bendir til að arðsemi af sölu nýbygginga hafi verið hlutfallslega meiri síðustu tvö ár samanborið við fyrri ár, vegna lágs vaxtastigs í sögulegu tilliti. SI hafa aftur á móti bent á að hagnaður sem hlutfall af veltu sé ekki óeðlilega mikill í sögulegu samhengi. Sá mælikvarði á arðsemi og framlegð er þó líklega bjagaður nú um stundir vegna mikilla umsvifa í uppbyggingu húsnæðis. Byggingaiðnaður hefur verið nær þrefalt arðbærari en aðrar greinar Á árunum 2015-2021 var arðsemi eigin fjár í byggingariðnaði nær þreföld á við aðrar greinar viðskiptahagkerfisins eða 26% á ársgrundvelli að meðaltali samanborið við 10% í öðrum greinum. Samkvæmt framleiðsluuppgjöri Hagstofu Íslands var rekstrarafgangur í greininni nær 80 milljarðar króna á árinu 2022 og hafði aukist um 40% frá árinu 2021. Velta í byggingu húsnæðis jókst jafnframt um 40% á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2023 samanborið við 2022. Hlutfall lausra starfa bendir þá til að byggingaiðnaður sé sú grein sem býr við hvað mesta framleiðsluspennu af öllum atvinnugreinum. Við þessar aðstæður er fyrirséð að skattalegar ívilnanir tilfærist hlutfallslega mikið í hagnað greinarinnar og hafi hverfandi áhrif á umsvif eða verðlagningu til kaupenda. Velta má fyrir sér hvort niðurgreiðsla virðisaukaskatts sé réttlætanleg ráðstöfun á skattfé almennings við þessar aðstæður. Um þetta var ítarlega fjallað í minnisblaði fjármálaráðuneytisins til efnahags- og viðskiptanefndar. Pólítískur ómöguleiki ríkisstjórnarinnar Gangi hagvaxtarspár fyrir árið 2023 og 2024 eftir mun hagvöxtur verða nær þrisvar sinnum meiri en á evrusvæðinu. Veigamiklar þensluaukandi ráðstafanir í ríkisfjármálum munu verða verðbólguvaldandi við þessar aðstæður. Ríkisstjórnin þarf að beita opinberum fjármálum markvisst en það mun reynast flókið mál á verðbólgutímum. Frá verkalýðshreyfingunni heyrist nú ákall um aukna tekjuöflun á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna skal varinn. Frá atvinnulífinu heyrist krafa um niðurskurð en almenningur kallar eftir varðveislu velferðarkerfisins. Veigamiklar ráðstafanir á tekju- og gjaldahlið eru pólítiskur ómöguleiki við þessar aðstæður enda fyrirséð að þær kosti skerðingu í kaupmætti ráðstöfunartekna til skamms tíma. Eitthvað þarf þó að gefa eftir og í ljósi þess hefur BHM lagt til að dregið sé úr stuðningi við atvinnugreinar í þenslu. Er það sársaukaminni leið en flestar. Stóri vandinn á húsnæðismarkaði er fólksfjölgunin Að mati BHM skal aðeins beita ívilnunum í skattkerfinu ef ábati skattgreiðenda er meiri en kostnaður. Það getur átt við þegar þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein getur ekki starfað við markaðsforsendur, við aðstæður markaðsbrests. Ekki er að sjá að þessar aðstæður eigi við nú um stundir í byggingariðnaði. Aðfluttir umfram brottflutta voru 10 þúsund á síðasta ári og ekkert lát virðist vera á innflutningi vinnuafls. Haldi þessi ósjálfbæra fólksfjöldaþróun áfram verður skortur á húsnæði viðvarandi vandamál framvegis og arðsemi í byggingariðnaði há. Þetta er stóri vandinn fram undan. Hann verður aðeins leystur með fjölþættum aðgerðum á framboðs- og eftirspurnarhlið og með mótun atvinnustefnu. Skattalegar ívilnanir sem eingöngu fita fyrirtæki í fákeppnisstöðu munu duga skammt þó svo þær geti verið hluti af lausninni við ákveðin skilyrði. Höfundur er hagfræðingur BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa Samtök iðnaðarins (SI) farið mikinn í fjölmiðlum um meinta bága stöðu í byggingariðnaði. Er spjótunum helst beint að lækkun á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts til byggingaraðila í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þessi vegferð verður að teljast eðlilegt viðbragð af hálfu SI enda töluverðir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Námu endurgreiðslur til byggingaraðila ásamt COVID-útvíkkunum t.a.m. alls um 70 milljörðum króna á árunum 2015-2021. Sitt sýnist þó hverjum um aðferðafræðina. Samtökin hafa dregið trúverðugleika BHM og fjármálaráðuneytisins í efa opinberlega og sagt að lækkun endurgreiðslna verði að fullu velt út í verðlag húsnæðis. BHM, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn eiga það nefnilega sameiginlegt að hafa fjallað um mikla framlegð í byggingariðnaði undanfarið. Greining sem SI telur ranga eins og kom fram í Viðskiptablaðinu síðustu helgi undir yfirskriftinni „Fjármálaráðuneytið falli í sömu gildru og BHM“.Þessari fullyrðingu hafnar BHM alfarið. Framlegð af sölu húsnæðis er með hæsta móti nú um stundir Í umsögn BHM, í greiningu BHM, í riti fjármálastöðugleikanefndar og í grein fjármálaráðherra í Morgunblaðinu er fjallað um framlegð af sölu nýbygginga með samanburði verðvísitalna og byggingavísitölu. Ályktun allra aðila er á sömu leið. Framlegð af sölu nýbygginga og arðsemi hefur verið með hæsta móti í sögulegu tilliti. SI hafa hins vegar réttilega bent á að skekkja er í mælingu verðþátta í byggingarvísitölunni og því sé óvissa í matinu. Raunar kveða samtökin fastar að orði en svo og segja ályktanir BHM, fjármálaráðuneytis og Seðlabankans rangar og ómarktæktar fyrir vikið. Verður það að teljast afar ólíklegt enda er skekkja í mælingu byggingarvísitölunnar nokkuð samkvæm yfir tíma. Ályktunin um mikla arðsemi í sögulegu tilliti og breytingu í arðsemi milli tímabila er því líklega rétt. Í grein fjármálaráðherra var leiðrétt að hluta fyrir þessari skekkju með því að bæta fjármagnskostnaði við. Það bendir til að arðsemi af sölu nýbygginga hafi verið hlutfallslega meiri síðustu tvö ár samanborið við fyrri ár, vegna lágs vaxtastigs í sögulegu tilliti. SI hafa aftur á móti bent á að hagnaður sem hlutfall af veltu sé ekki óeðlilega mikill í sögulegu samhengi. Sá mælikvarði á arðsemi og framlegð er þó líklega bjagaður nú um stundir vegna mikilla umsvifa í uppbyggingu húsnæðis. Byggingaiðnaður hefur verið nær þrefalt arðbærari en aðrar greinar Á árunum 2015-2021 var arðsemi eigin fjár í byggingariðnaði nær þreföld á við aðrar greinar viðskiptahagkerfisins eða 26% á ársgrundvelli að meðaltali samanborið við 10% í öðrum greinum. Samkvæmt framleiðsluuppgjöri Hagstofu Íslands var rekstrarafgangur í greininni nær 80 milljarðar króna á árinu 2022 og hafði aukist um 40% frá árinu 2021. Velta í byggingu húsnæðis jókst jafnframt um 40% á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2023 samanborið við 2022. Hlutfall lausra starfa bendir þá til að byggingaiðnaður sé sú grein sem býr við hvað mesta framleiðsluspennu af öllum atvinnugreinum. Við þessar aðstæður er fyrirséð að skattalegar ívilnanir tilfærist hlutfallslega mikið í hagnað greinarinnar og hafi hverfandi áhrif á umsvif eða verðlagningu til kaupenda. Velta má fyrir sér hvort niðurgreiðsla virðisaukaskatts sé réttlætanleg ráðstöfun á skattfé almennings við þessar aðstæður. Um þetta var ítarlega fjallað í minnisblaði fjármálaráðuneytisins til efnahags- og viðskiptanefndar. Pólítískur ómöguleiki ríkisstjórnarinnar Gangi hagvaxtarspár fyrir árið 2023 og 2024 eftir mun hagvöxtur verða nær þrisvar sinnum meiri en á evrusvæðinu. Veigamiklar þensluaukandi ráðstafanir í ríkisfjármálum munu verða verðbólguvaldandi við þessar aðstæður. Ríkisstjórnin þarf að beita opinberum fjármálum markvisst en það mun reynast flókið mál á verðbólgutímum. Frá verkalýðshreyfingunni heyrist nú ákall um aukna tekjuöflun á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna skal varinn. Frá atvinnulífinu heyrist krafa um niðurskurð en almenningur kallar eftir varðveislu velferðarkerfisins. Veigamiklar ráðstafanir á tekju- og gjaldahlið eru pólítiskur ómöguleiki við þessar aðstæður enda fyrirséð að þær kosti skerðingu í kaupmætti ráðstöfunartekna til skamms tíma. Eitthvað þarf þó að gefa eftir og í ljósi þess hefur BHM lagt til að dregið sé úr stuðningi við atvinnugreinar í þenslu. Er það sársaukaminni leið en flestar. Stóri vandinn á húsnæðismarkaði er fólksfjölgunin Að mati BHM skal aðeins beita ívilnunum í skattkerfinu ef ábati skattgreiðenda er meiri en kostnaður. Það getur átt við þegar þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein getur ekki starfað við markaðsforsendur, við aðstæður markaðsbrests. Ekki er að sjá að þessar aðstæður eigi við nú um stundir í byggingariðnaði. Aðfluttir umfram brottflutta voru 10 þúsund á síðasta ári og ekkert lát virðist vera á innflutningi vinnuafls. Haldi þessi ósjálfbæra fólksfjöldaþróun áfram verður skortur á húsnæði viðvarandi vandamál framvegis og arðsemi í byggingariðnaði há. Þetta er stóri vandinn fram undan. Hann verður aðeins leystur með fjölþættum aðgerðum á framboðs- og eftirspurnarhlið og með mótun atvinnustefnu. Skattalegar ívilnanir sem eingöngu fita fyrirtæki í fákeppnisstöðu munu duga skammt þó svo þær geti verið hluti af lausninni við ákveðin skilyrði. Höfundur er hagfræðingur BHM.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar