Ég er óábyrgur! Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2023 08:01 …samkvæmt borgarfulltrúa meirihlutans í Reykjavík vegna ummæla minna um fyrirhugaða byggð sem mun valda óafturkræfri eyðileggingu á náttúru í Skerjafirði. Skerjafjörður – ósnortin strandlengja í Reykjavík Förum nánar yfir málið. Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. Oft eru það tilbúin svæði en það þykir alveg sérstakt ef um er að ræða ósnortin svæði innan borgarmarka svo ekki sé talað um ef viðkomandi svæði er ríkt af dýralífi eins og er í tilfelli Skerjafjarðar. Formaður Fuglaverndar lýsir þessu með þeim orðum í viðtali á Vísir.is að áform borgarinnar um landfyllingu í Skerjafirði minni á; „Ævintýri H. C. Andersen“ þegar Kínakeisari lét aflífa næturgalann og lét byggja fyrir sig nýjan upptrekktan fugl í staðinn. Í fjörunni halda sig hinar ýmsu fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þá er fjaran eini staðurinn innan Reykjavíkur þar sem finna má margæs. „Allir þessir fjörufuglar hverfa að sjálfsögðu. Þeir eru háðir þessu búsvæði sem fjaran er. Það er verið að eyðileggja búsvæði fuglanna og hrekja þá í burtu. Það er alger óþarfi að mínu mati,“ segir Ólafur í fréttinni. Umsagnir Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar Meirihlutinn í Reykjavík vill koma fyrir meira byggingarmagni í Skerjafirðinum og í þeim tilgangi er fyrirhugað að gera 4,3 ha. landfyllingu á um 700 metra kafla um 100 metra út í sjó. Landfyllingin mun að mati opinberra fagaðila hafa umtalsverð umhverfisáhrif á leirur, fjörulíf og líffræðilega fjölbreytni. Nýleg úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi sýnir að aðgengi þeirra Íslendinga sem búa á þéttbýlissvæðum að grænum svæðum er slæmt í samanburði við önnur OECD ríki. Þannig eru einungis 3,5% þéttbýlissvæða hérlendis skilgreind sem græn svæði, en meðaltal OECD-landanna er um 17%. Umhverfisstofnun hefur bent á að landfyllingin muni auk þess hafa neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda að því leyti að þangbreiður sem binda koldíoxíð munu skerðast. Þá bendir stofnunin á að samkvæmt lögum um náttúruvernd beri að forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra sem falla undir 61. gr. laga nr. 60/2013 nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi. Enn fremur leggur Náttúrufræðistofnun Íslands til að Skerjafjörður sé eitt þeirra svæða sem verði sett á B- hluta náttúruminjaskrár. Þá segir í áliti Náttúrufræðistofnunar: „Það er því mat Náttúrufræðistofnunar að vel megi þétta byggð þó ekki sé um leið gengið enn frekar á fjörur og lífríki þeirra í Reykjavík. Ef markmið um þéttingu byggðar, Nýja Skerjafjarðar, er eyðilegging núverandi Skerjafjarðar þá þarf að hugsa skipulagmál á svæðinu og annarsstaðar upp á nýtt.“ Ljóst er að áform um landfyllingu er í fullkomnu ósamræmi við yfirlýsta stefnu meirihlutans í borgarstjórn um að hlúa eigi að grænum svæðum og vernda eigi líffræðilega fjölbreytni. Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans. Hér er í uppsiglingu eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
…samkvæmt borgarfulltrúa meirihlutans í Reykjavík vegna ummæla minna um fyrirhugaða byggð sem mun valda óafturkræfri eyðileggingu á náttúru í Skerjafirði. Skerjafjörður – ósnortin strandlengja í Reykjavík Förum nánar yfir málið. Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. Oft eru það tilbúin svæði en það þykir alveg sérstakt ef um er að ræða ósnortin svæði innan borgarmarka svo ekki sé talað um ef viðkomandi svæði er ríkt af dýralífi eins og er í tilfelli Skerjafjarðar. Formaður Fuglaverndar lýsir þessu með þeim orðum í viðtali á Vísir.is að áform borgarinnar um landfyllingu í Skerjafirði minni á; „Ævintýri H. C. Andersen“ þegar Kínakeisari lét aflífa næturgalann og lét byggja fyrir sig nýjan upptrekktan fugl í staðinn. Í fjörunni halda sig hinar ýmsu fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þá er fjaran eini staðurinn innan Reykjavíkur þar sem finna má margæs. „Allir þessir fjörufuglar hverfa að sjálfsögðu. Þeir eru háðir þessu búsvæði sem fjaran er. Það er verið að eyðileggja búsvæði fuglanna og hrekja þá í burtu. Það er alger óþarfi að mínu mati,“ segir Ólafur í fréttinni. Umsagnir Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar Meirihlutinn í Reykjavík vill koma fyrir meira byggingarmagni í Skerjafirðinum og í þeim tilgangi er fyrirhugað að gera 4,3 ha. landfyllingu á um 700 metra kafla um 100 metra út í sjó. Landfyllingin mun að mati opinberra fagaðila hafa umtalsverð umhverfisáhrif á leirur, fjörulíf og líffræðilega fjölbreytni. Nýleg úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi sýnir að aðgengi þeirra Íslendinga sem búa á þéttbýlissvæðum að grænum svæðum er slæmt í samanburði við önnur OECD ríki. Þannig eru einungis 3,5% þéttbýlissvæða hérlendis skilgreind sem græn svæði, en meðaltal OECD-landanna er um 17%. Umhverfisstofnun hefur bent á að landfyllingin muni auk þess hafa neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda að því leyti að þangbreiður sem binda koldíoxíð munu skerðast. Þá bendir stofnunin á að samkvæmt lögum um náttúruvernd beri að forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra sem falla undir 61. gr. laga nr. 60/2013 nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi. Enn fremur leggur Náttúrufræðistofnun Íslands til að Skerjafjörður sé eitt þeirra svæða sem verði sett á B- hluta náttúruminjaskrár. Þá segir í áliti Náttúrufræðistofnunar: „Það er því mat Náttúrufræðistofnunar að vel megi þétta byggð þó ekki sé um leið gengið enn frekar á fjörur og lífríki þeirra í Reykjavík. Ef markmið um þéttingu byggðar, Nýja Skerjafjarðar, er eyðilegging núverandi Skerjafjarðar þá þarf að hugsa skipulagmál á svæðinu og annarsstaðar upp á nýtt.“ Ljóst er að áform um landfyllingu er í fullkomnu ósamræmi við yfirlýsta stefnu meirihlutans í borgarstjórn um að hlúa eigi að grænum svæðum og vernda eigi líffræðilega fjölbreytni. Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans. Hér er í uppsiglingu eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun