Samfélagsleg áhrif ferðaþjónustunnar Renata S. Blöndal skrifar 2. júní 2023 09:01 Ferðaþjónustan er sú grein sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið, hún skilar bæði meiru en sjávarútvegurinn og öll álframleiðsla landsins. Útlit er fyrir að þessar tekjur muni aukast töluvert á næstu árum en greiningaraðilar gera ráð fyrir komu rúmlega 2 milljóna ferðamanna á þessu ári og rúmum 2,5 milljónum árið 2025 samanborið við 2,3 milljónir metárið 2018. Til þess að geta tekið á móti þessum fjölda með góðu móti þarf að efla heilsársferðamennsku og dreifa ferðamönnum á fleiri fjórðunga en Suðurlandið sem er langvinsælasti áfangastaðurinn. Þá er mikilvægt að hver ferðamaður skilji meira eftir sig með sem minnstu kolefnisspori og raski á náttúru og innviðum. Í þeim tilgangi settu sveitarfélögin á Austurlandi á fót stofnunina Austurbrú sem vinnur að því að fjórðungurinn verði staður fólks, fjárfesta og fyrirtækja sem vilja byggja upp sjálfbært samfélag. Starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið að því að móta stefnu í ferðaþjónustu fyrir landshlutann sem einkennist af stórbrotinni náttúru og fjölbreyttu dýralífi. Hluti af þeirri vinnu var að bjóða undirritaðri fyrir hönd Arctic Adventures ásamt öðrum fjárfestum á svæðið og kynna fyrir þeim þá ótrúlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað ásamt metnaðarfullri og spennandi framtíðarsýn. Ég vil hér nefna nokkur þeirra fyrirtækja sem við heimsóttum, en legg áherslu á að þetta er aðeins lítið brot af því sem í boði er á Austurlandi fyrir ferðamenn, íslenska sem erlenda. Á Borgarfirði Eystri má finna áfangastaðinn Blábjörg sem er í senn hótel, lúxus heilsulind, veitingastaður, bar og brugghús. Hægt er að velja á milli þara- eða bjórbaða, njóta útsýnisins yfir fjörðinn í heitum útipottum, fá sér rjúkandi kaffi í kaffihúsinu við rætur lundahólmans, eða gæða sér á heimabrugguðum verðlaunabjór á glæsilegum bar. Annar fallegur áfangastaður er Óbyggðasetrið í Fljótsdal en það er hótel í gömlum rómantískum stíl með baðhúsi, heitri laug og úrval afþreyingar ss. göngur, hestaferðir og gönguskíðaferðir. Eiðar er áfangastaður rétt fyrir utan Egilsstaði sem vert er að fylgjast með. Þar er stefnt að því að umturna gömlum byggingum á svæðinu í lúxus hótel, setja upp golfvöll og reisa fallega sumarhúsabyggð. Að lokum verður að minnast náttúrulaugarnar Vök við Urriðavatn hjá Egilsstöðum og litlu rauðu gistihúsin á Mjóeyri með útsýni yfir Eskifjörð. Þessi uppbygging í ferðaþjónustu í fjórðungnum blæs atvinnulífinu byr undir báða vængi. Lífsgæði á svæðinu aukast með tilkomu veitingastaða, kaffihúsa, afþreyinga og menningarlífs. Þessi auknu lífsgæði gera ungu fólki kleift að snúa aftur í heimabyggð að námi loknu sem styður við uppbyggingu á öðrum sviðum svo sem matvælaframleiðslu, iðnaði, menningu og listum. Ljóst er að með öllum þessum fjárfestingum, sem eru enn sem komið er að miklu leyti á herðum heimamanna, verða innviðir að vera til staðar. Margt hefur gengið vel en betur má ef duga skal. Ríki og sveitarfélög verða að koma að borðinu með meiri krafti til þess að heildarmyndin gangi upp. Frumkvöðlar á borð við þau sem nefnd eru hér að ofan hafa unnið hörðum höndum að því að byggja upp faglega og metnaðarfulla þjónustu og gestir verða að geta nálgast þá þjónustu allan ársins hring. Traustir innviðir tryggja einnig að ágangur ferðamanna á samfélagið og náttúruna verði ekki of mikill m.a. með reglulegu aðgengi að snyrtingu, merktum gönguleiðum og öruggum útsýnispöllum. Ferðaþjónustan þrífst ekki nema í sátt við nærsamfélögin sem eiga mikið undir því að ungt fólk hafi aðgengi að fjölbreyttum störfum í lifandi samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu, þjónustu og markaðsmála hjá Arctic Adventures. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er sú grein sem skilar mestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið, hún skilar bæði meiru en sjávarútvegurinn og öll álframleiðsla landsins. Útlit er fyrir að þessar tekjur muni aukast töluvert á næstu árum en greiningaraðilar gera ráð fyrir komu rúmlega 2 milljóna ferðamanna á þessu ári og rúmum 2,5 milljónum árið 2025 samanborið við 2,3 milljónir metárið 2018. Til þess að geta tekið á móti þessum fjölda með góðu móti þarf að efla heilsársferðamennsku og dreifa ferðamönnum á fleiri fjórðunga en Suðurlandið sem er langvinsælasti áfangastaðurinn. Þá er mikilvægt að hver ferðamaður skilji meira eftir sig með sem minnstu kolefnisspori og raski á náttúru og innviðum. Í þeim tilgangi settu sveitarfélögin á Austurlandi á fót stofnunina Austurbrú sem vinnur að því að fjórðungurinn verði staður fólks, fjárfesta og fyrirtækja sem vilja byggja upp sjálfbært samfélag. Starfsmenn stofnunarinnar hafa unnið að því að móta stefnu í ferðaþjónustu fyrir landshlutann sem einkennist af stórbrotinni náttúru og fjölbreyttu dýralífi. Hluti af þeirri vinnu var að bjóða undirritaðri fyrir hönd Arctic Adventures ásamt öðrum fjárfestum á svæðið og kynna fyrir þeim þá ótrúlegu uppbyggingu sem hefur átt sér stað ásamt metnaðarfullri og spennandi framtíðarsýn. Ég vil hér nefna nokkur þeirra fyrirtækja sem við heimsóttum, en legg áherslu á að þetta er aðeins lítið brot af því sem í boði er á Austurlandi fyrir ferðamenn, íslenska sem erlenda. Á Borgarfirði Eystri má finna áfangastaðinn Blábjörg sem er í senn hótel, lúxus heilsulind, veitingastaður, bar og brugghús. Hægt er að velja á milli þara- eða bjórbaða, njóta útsýnisins yfir fjörðinn í heitum útipottum, fá sér rjúkandi kaffi í kaffihúsinu við rætur lundahólmans, eða gæða sér á heimabrugguðum verðlaunabjór á glæsilegum bar. Annar fallegur áfangastaður er Óbyggðasetrið í Fljótsdal en það er hótel í gömlum rómantískum stíl með baðhúsi, heitri laug og úrval afþreyingar ss. göngur, hestaferðir og gönguskíðaferðir. Eiðar er áfangastaður rétt fyrir utan Egilsstaði sem vert er að fylgjast með. Þar er stefnt að því að umturna gömlum byggingum á svæðinu í lúxus hótel, setja upp golfvöll og reisa fallega sumarhúsabyggð. Að lokum verður að minnast náttúrulaugarnar Vök við Urriðavatn hjá Egilsstöðum og litlu rauðu gistihúsin á Mjóeyri með útsýni yfir Eskifjörð. Þessi uppbygging í ferðaþjónustu í fjórðungnum blæs atvinnulífinu byr undir báða vængi. Lífsgæði á svæðinu aukast með tilkomu veitingastaða, kaffihúsa, afþreyinga og menningarlífs. Þessi auknu lífsgæði gera ungu fólki kleift að snúa aftur í heimabyggð að námi loknu sem styður við uppbyggingu á öðrum sviðum svo sem matvælaframleiðslu, iðnaði, menningu og listum. Ljóst er að með öllum þessum fjárfestingum, sem eru enn sem komið er að miklu leyti á herðum heimamanna, verða innviðir að vera til staðar. Margt hefur gengið vel en betur má ef duga skal. Ríki og sveitarfélög verða að koma að borðinu með meiri krafti til þess að heildarmyndin gangi upp. Frumkvöðlar á borð við þau sem nefnd eru hér að ofan hafa unnið hörðum höndum að því að byggja upp faglega og metnaðarfulla þjónustu og gestir verða að geta nálgast þá þjónustu allan ársins hring. Traustir innviðir tryggja einnig að ágangur ferðamanna á samfélagið og náttúruna verði ekki of mikill m.a. með reglulegu aðgengi að snyrtingu, merktum gönguleiðum og öruggum útsýnispöllum. Ferðaþjónustan þrífst ekki nema í sátt við nærsamfélögin sem eiga mikið undir því að ungt fólk hafi aðgengi að fjölbreyttum störfum í lifandi samfélagi. Höfundur er framkvæmdastjóri sölu, þjónustu og markaðsmála hjá Arctic Adventures.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun