Jókerinn er ekkert að grínast: Þrenna og sigur í fyrsta úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2023 07:01 Nikola Jokic var frábær í öruggum sigir Denver Nuggets á Miami Heat í úrslitaeinvígi NBA í nótt. AP/Jack Dempsey Nikola Jokic fór á kostum þegar Denver Nuggets vann í nótt fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu á móti um meistaratitilinn í NBA deildinni í körfubolta. Þetta var ekki aðeins fyrsti leikurinn í þessu úrslitaeinvígi heldur einnig fyrsti leikur Denver Nuggets í lokaúrslitum í 47 ára sögu félagsins og fyrsti leikur Jokic á stærsta sviðinu. Denver vann leikinn örugglega 104-93 en skyttur Miami voru ískaldar í leiknum og hittu aðeins úr 41 prósent skota sinna í leiknum. Nikola Jokic records a triple-double in his 1st ever Finals game as Denver takes Game 1!27 PTS14 AST10 REBWGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/ilmwGaflED— NBA (@NBA) June 2, 2023 Hinn magnaði Jóker var með 27 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum en hann tók bara tólf skot utan af velli og hitti úr átta þeirra. Jokic varð aðeins annar leikmaðurinn á síðustu 25 árum sem nær að gefa tíu stoðsendingar í fyrri hálfleik í lokaúrslitaleik en hinn var LeBron James árið 2017. Jamal Murray skoraði 26 stig og Aaron Gordon bætti við 16 stigum. Michael Porter Jr. skoraði 14 stig en Denver var aðeins undir í 34 sekúndur í leiknum og náði mest 24 stiga forkosti. Nuggets vann fyrsta leikhluta með níu stigum (29-20) og var síðan komið sautján stigum yfir í hálfleik, 59-42. Eftir þriðja leikhlutann var munurinn kominn yfir tuttugu stig en Miami lagaði stöðuna aðeins í lokin. Nikola Jokic becomes the 2nd player to record a triple-double in their Finals debut, joining Jason Kidd.Kidd: 23 PTS, 10 REB, 10 AST on 6/5/2002Jokic: 27 PTS, 14 AST, 10 REB in Game 1 pic.twitter.com/ZqqsfmKtoQ— NBA History (@NBAHistory) June 2, 2023 Bam Adebayo skoraði 26 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami Heat, Gabe Vincent var með 19 stig og Haywood Highsmith skoraði 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Hetja liðsins, Jimmy Butler, var hins vegar aðeins með þrettán stig og hitti bara úr 6 af 14 skotum sínum. Annar leikurinn fer líka fram í Denver eins og þessi og verður hann á sunnudaginn. GAME 1 FINAL SCORE Nikola Jokic SHOWS OUT as the @nuggets take Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Murray: 26 PTS, 10 AST, 6 REBMPJ: 14 PTS, 13 REB, 2 BLKGordon: 16 PTS, 7-10 FGBam: 26 PTS, 13 REB, 5 ASTGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/icgK8N22WB— NBA (@NBA) June 2, 2023 NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Þetta var ekki aðeins fyrsti leikurinn í þessu úrslitaeinvígi heldur einnig fyrsti leikur Denver Nuggets í lokaúrslitum í 47 ára sögu félagsins og fyrsti leikur Jokic á stærsta sviðinu. Denver vann leikinn örugglega 104-93 en skyttur Miami voru ískaldar í leiknum og hittu aðeins úr 41 prósent skota sinna í leiknum. Nikola Jokic records a triple-double in his 1st ever Finals game as Denver takes Game 1!27 PTS14 AST10 REBWGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/ilmwGaflED— NBA (@NBA) June 2, 2023 Hinn magnaði Jóker var með 27 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst í leiknum en hann tók bara tólf skot utan af velli og hitti úr átta þeirra. Jokic varð aðeins annar leikmaðurinn á síðustu 25 árum sem nær að gefa tíu stoðsendingar í fyrri hálfleik í lokaúrslitaleik en hinn var LeBron James árið 2017. Jamal Murray skoraði 26 stig og Aaron Gordon bætti við 16 stigum. Michael Porter Jr. skoraði 14 stig en Denver var aðeins undir í 34 sekúndur í leiknum og náði mest 24 stiga forkosti. Nuggets vann fyrsta leikhluta með níu stigum (29-20) og var síðan komið sautján stigum yfir í hálfleik, 59-42. Eftir þriðja leikhlutann var munurinn kominn yfir tuttugu stig en Miami lagaði stöðuna aðeins í lokin. Nikola Jokic becomes the 2nd player to record a triple-double in their Finals debut, joining Jason Kidd.Kidd: 23 PTS, 10 REB, 10 AST on 6/5/2002Jokic: 27 PTS, 14 AST, 10 REB in Game 1 pic.twitter.com/ZqqsfmKtoQ— NBA History (@NBAHistory) June 2, 2023 Bam Adebayo skoraði 26 stig og tók 13 fráköst fyrir Miami Heat, Gabe Vincent var með 19 stig og Haywood Highsmith skoraði 18 stig á 23 mínútum af bekknum. Hetja liðsins, Jimmy Butler, var hins vegar aðeins með þrettán stig og hitti bara úr 6 af 14 skotum sínum. Annar leikurinn fer líka fram í Denver eins og þessi og verður hann á sunnudaginn. GAME 1 FINAL SCORE Nikola Jokic SHOWS OUT as the @nuggets take Game 1 of the #NBAFinals presented by @YouTubeTV!Murray: 26 PTS, 10 AST, 6 REBMPJ: 14 PTS, 13 REB, 2 BLKGordon: 16 PTS, 7-10 FGBam: 26 PTS, 13 REB, 5 ASTGame 2: Sunday, 8pm/et on ABC pic.twitter.com/icgK8N22WB— NBA (@NBA) June 2, 2023
NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira