Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2023 06:38 Chuck Schumer er leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings. Hann var ánægður að atkvæðagreiðslu lokinni. AP Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 63 þingmenn öldungadeildarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 36 gegn. Alls þurftu sextíu þingmenn að greiða atkvæði með frumvarpinu til að það yrði samþykkt, en demókratar eru með nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. 44 þingmenn demókrata greiddu atkvæði með frumvarpinu og sautján repúblikanar, en í hópi þingmanna demókrata sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu voru Bernie Sanders, John Fetterman og Elizabeth Warren. Breytingartillögur felldar Í atkvæðagreiðslunni í nótt lögðu hinir ýmsu öldungadeildarþingmenn fyrst fram ellefu breytingartillögur en þær voru allar felldar í atkvæðagreiðslum. Hefði ekki nema ein þeirra verið samþykkt hefði þurft að vísa frumvarpinu aftur til fulltrúadeildarinnar, sem hefði leitt til þess að mjög skammur tími hefði verið til að forða bandaríska ríkinu frá greiðslufalli sem hefði að óbreyttu gerst á mánudaginn. Myndi það genga eftir myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bæði Bandaríkin fjölmörg önnur ríki. Þannig myndu lánamöguleikar bandaríska ríkisins takmarkast mjög, auk þess að málið hefði mikil áhrif á bæði verðlag og vaxtakjör í öðrum ríkjum. Frumvarpið sem samþykkt var í nótt, og sem Biden forseti mun nú staðfesta, felur í sér að skuldaþaki bandaríska ríkisins – þær takmarkanir sem þingið setur á heildarlán sem bandaríska ríkið getur tekið – er aflétt fram að ársbyrjun 2025. 31,5 billjónir dala Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið aðfararnótt gærdagsins þar sem 314 þingmenn greiddu atkvæði með en 117 gegn. Repúblikanar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni og tókst að ná frumvarpinu í gegn eftir viðræður demókratans Bidens forseta og repúblikanans Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar. Skuldir bandaríska ríkisins nema nú um 31,5 billjónum bandaríkjadala. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
63 þingmenn öldungadeildarinnar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 36 gegn. Alls þurftu sextíu þingmenn að greiða atkvæði með frumvarpinu til að það yrði samþykkt, en demókratar eru með nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. 44 þingmenn demókrata greiddu atkvæði með frumvarpinu og sautján repúblikanar, en í hópi þingmanna demókrata sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu voru Bernie Sanders, John Fetterman og Elizabeth Warren. Breytingartillögur felldar Í atkvæðagreiðslunni í nótt lögðu hinir ýmsu öldungadeildarþingmenn fyrst fram ellefu breytingartillögur en þær voru allar felldar í atkvæðagreiðslum. Hefði ekki nema ein þeirra verið samþykkt hefði þurft að vísa frumvarpinu aftur til fulltrúadeildarinnar, sem hefði leitt til þess að mjög skammur tími hefði verið til að forða bandaríska ríkinu frá greiðslufalli sem hefði að óbreyttu gerst á mánudaginn. Myndi það genga eftir myndi það hafa mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir bæði Bandaríkin fjölmörg önnur ríki. Þannig myndu lánamöguleikar bandaríska ríkisins takmarkast mjög, auk þess að málið hefði mikil áhrif á bæði verðlag og vaxtakjör í öðrum ríkjum. Frumvarpið sem samþykkt var í nótt, og sem Biden forseti mun nú staðfesta, felur í sér að skuldaþaki bandaríska ríkisins – þær takmarkanir sem þingið setur á heildarlán sem bandaríska ríkið getur tekið – er aflétt fram að ársbyrjun 2025. 31,5 billjónir dala Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarpið aðfararnótt gærdagsins þar sem 314 þingmenn greiddu atkvæði með en 117 gegn. Repúblikanar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni og tókst að ná frumvarpinu í gegn eftir viðræður demókratans Bidens forseta og repúblikanans Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildarinnar. Skuldir bandaríska ríkisins nema nú um 31,5 billjónum bandaríkjadala.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40
McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, stendur frammi fyrir mótmælum frá hægri sinnuðustu þingmönnum í þingflokki hans vegna samkomulags sem hann hefur gert við Joe Biden, forseta, um skuldaþakið svokallaða. Þingmönnunum þykir hann ekki hafa gengið nógu hart fram gegn Biden og náð fram þeim niðurskurði sem þeir vilja. 30. maí 2023 22:36