Þögull sem gröfin í skugga þrálátra sögusagna Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 07:01 Ange Postecoglou með skoska bikarmeistaratitilinn í höndunum Vísir/Getty Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri skoska liðsins Celtic sem í gær tryggði sér þrennuna í Skotlandi, var þögull sem gröfin er hann var spurður út í framtíð sína hjá félaginu. Postecoglou er ítrekað orðaður við stjórastöðuna hjá Tottenham. Sigur Celtic á Inverness í úrslitaleik skoska bikarsins sá til þess að félagið gulltryggði sér þrennuna í Skotlandi og er nú handhafi þriggja stærstu titla landsins. Árangri fylgir umtal og undir stjórn Postelcoglou hefur Celtic enn á ný gert sig gildandi í skoskri knattspyrnu. Það hefur vakið athygli hjá forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham sem er í stjóraleit eftir mikil vonbrigði á nýafstöðnu tímabili. Margir bjuggust við því að Postecoglou myndi tjá sig um framtíð sína eftir lokaleik tímabilsins í dag en hann gaf lítið upp. „Ég verðskulda það að njóta þessarar stundar núna líkt og allir aðrir hjá félaginu. Ég hef lagt hart að mér til þess að ná þessu,“ sagði Postecoglou í viðtali við BBC eftir að bikarmeistaratitilinn var í höfn hjá Celtic. „Ég skulda vinum mínum og fjölskyldu það að njóta þessarar stundar. Ég skil af hverju þú ert að spyrja mig að þessu en frá mínu sjónarhorni verðskulda ég það að njóta stundarinnar.“ Sá tímapunktur muni koma að spurningum um framtíð hans verði svarað. „Við höfum ritað okkur á spjöld sögunnar og ég ætla ekki að láta aðra hluti draga athygli mína frá þeirri staðreynd.“ Postecocglou kom sem fremur lítt þekktur þjálfari til Skotlands er hann tók við stjórastöðunni hjá Celtic árið 2021. Hann er fæddur í Grikklandi en alinn upp í Ástralíu og hefur þjálfað lið í báðum þessum löndum en auk þess var hann landsliðsþjálfari Ástralíu á árunum 2013-2017 og nú síðast þjálfari Yokohama í Japan. Undir stjórn Postecoglou hefur Celtic í tvígang orðið skoskur meistari tvö tímabil í röð og það sama gildir um árangur liðsins í skoska deildarbikarnum. Þá varð liðið í dag skoskur bikarmeistari í fyrsta skipti undir stjórn Postacoglou. Enski boltinn Skoski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Sigur Celtic á Inverness í úrslitaleik skoska bikarsins sá til þess að félagið gulltryggði sér þrennuna í Skotlandi og er nú handhafi þriggja stærstu titla landsins. Árangri fylgir umtal og undir stjórn Postelcoglou hefur Celtic enn á ný gert sig gildandi í skoskri knattspyrnu. Það hefur vakið athygli hjá forráðamönnum enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham sem er í stjóraleit eftir mikil vonbrigði á nýafstöðnu tímabili. Margir bjuggust við því að Postecoglou myndi tjá sig um framtíð sína eftir lokaleik tímabilsins í dag en hann gaf lítið upp. „Ég verðskulda það að njóta þessarar stundar núna líkt og allir aðrir hjá félaginu. Ég hef lagt hart að mér til þess að ná þessu,“ sagði Postecoglou í viðtali við BBC eftir að bikarmeistaratitilinn var í höfn hjá Celtic. „Ég skulda vinum mínum og fjölskyldu það að njóta þessarar stundar. Ég skil af hverju þú ert að spyrja mig að þessu en frá mínu sjónarhorni verðskulda ég það að njóta stundarinnar.“ Sá tímapunktur muni koma að spurningum um framtíð hans verði svarað. „Við höfum ritað okkur á spjöld sögunnar og ég ætla ekki að láta aðra hluti draga athygli mína frá þeirri staðreynd.“ Postecocglou kom sem fremur lítt þekktur þjálfari til Skotlands er hann tók við stjórastöðunni hjá Celtic árið 2021. Hann er fæddur í Grikklandi en alinn upp í Ástralíu og hefur þjálfað lið í báðum þessum löndum en auk þess var hann landsliðsþjálfari Ástralíu á árunum 2013-2017 og nú síðast þjálfari Yokohama í Japan. Undir stjórn Postecoglou hefur Celtic í tvígang orðið skoskur meistari tvö tímabil í röð og það sama gildir um árangur liðsins í skoska deildarbikarnum. Þá varð liðið í dag skoskur bikarmeistari í fyrsta skipti undir stjórn Postacoglou.
Enski boltinn Skoski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira