Annie mögnuð í sjöttu grein: Sara upplifði afar erfiða stund Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 09:23 Upplifun Ragnheiðar Söru og Anniear af sjöttu grein undanúrslitamótsins var gjörólík Vísir/Samsett mynd Annie Mist Þórisdóttir byrjaði daginn af krafti á undanúrslitamóti CrossFit í Berlín fyrir heimsleikana sem fara fram í ágúst. Annie endaði í 2. sæti í sjöttu grein mótsins og stendur afar vel að vígi fyrir lokagrein dagsins Annie hóf daginn í 2. sæti í heildarstigakeppni mótsins og í grein dagsins kom hún aðeins á eftir efstu konu á styrkleikalista CrossFit, hinni ungversku Laura Horvath. Árangur Anniear í sjöttu greininni færði henni alls 97 stig í heildarstigakeppninni og er hún áfram í 2. sæti mótsins, sextán stigum á eftir Gabriela Migala sem leiðir mótið fyrir lokagrein þess síðar í dag. Þuríður Erla Helgadóttir stóð sig frábærlega í sjöttu greininni og endaði í sjötta sæti. Hún vinnur sig upp um þrjú sæti milli greina. Þá gerði Sólveig Sigurðardóttir einnig vel í sjöttu greininni og endaði í 17. Sæti. Hún er sem stendur í 21. sæti mótsins. Sárt að horfa á Söru Á meðan að Annie og Þuríður áttu afar góðu gengi að fagna í sjöttu grein undanúrslitamótsins átti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir erfitt uppdráttar. Hún féll á tíma í sjöttu greininni eftir að hafa átt í erfiðleikum með einn hluta hennar, klifur upp og niður kaðal þar sem ekki mátti nota fæturna sér til stuðnings. Heyra mátti á lýsendum í beinni útsendingu á mótinu hversu mikið þeir fundu til með Söru á þessum tímapunkti. Íslenska valkyrjan sýndi þó styrk og þrautseigju með því að gefast ekki upp og halda áfram, aftur og aftur, að reyna klára greinina. Sara er sem stendur í 18. sæti undanúrslitamótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Annie hóf daginn í 2. sæti í heildarstigakeppni mótsins og í grein dagsins kom hún aðeins á eftir efstu konu á styrkleikalista CrossFit, hinni ungversku Laura Horvath. Árangur Anniear í sjöttu greininni færði henni alls 97 stig í heildarstigakeppninni og er hún áfram í 2. sæti mótsins, sextán stigum á eftir Gabriela Migala sem leiðir mótið fyrir lokagrein þess síðar í dag. Þuríður Erla Helgadóttir stóð sig frábærlega í sjöttu greininni og endaði í sjötta sæti. Hún vinnur sig upp um þrjú sæti milli greina. Þá gerði Sólveig Sigurðardóttir einnig vel í sjöttu greininni og endaði í 17. Sæti. Hún er sem stendur í 21. sæti mótsins. Sárt að horfa á Söru Á meðan að Annie og Þuríður áttu afar góðu gengi að fagna í sjöttu grein undanúrslitamótsins átti Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir erfitt uppdráttar. Hún féll á tíma í sjöttu greininni eftir að hafa átt í erfiðleikum með einn hluta hennar, klifur upp og niður kaðal þar sem ekki mátti nota fæturna sér til stuðnings. Heyra mátti á lýsendum í beinni útsendingu á mótinu hversu mikið þeir fundu til með Söru á þessum tímapunkti. Íslenska valkyrjan sýndi þó styrk og þrautseigju með því að gefast ekki upp og halda áfram, aftur og aftur, að reyna klára greinina. Sara er sem stendur í 18. sæti undanúrslitamótsins en ellefu efstu keppendurnir í kvennaflokki tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira