Nýtur náttúran verndar í Reykjavík? Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2023 08:00 Áform meirihlutans í Reykjavík um Nýja Skerjafjörð hafa verið til umræðu að undanförnu en það er stefna vinstri meirihlutans í borginni að eyða óraskaðri fjöru í Skerjafirði þvert á varnaðarorð ýmissa aðila s.s. Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Ljóst er að hér er í uppsiglingu eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Líffræðileg fjölbreytni, leirur og fjörulíf verða fyrir óafturkræfum skaða og ljóst að náttúran er ekki látin njóta vafans. Græn svæði víkja í Reykjavík Helsta kosningamál Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosningum fyrir hartnær 50 árum var Græna byltingin þar sem lofað var grænum svæðum innan borgarinnar og blárri byltingu til að vernda lax og silungaveiði. Sem betur fer hefur borgin haldið í flest þessi svæði en á síðari árum hefur orðið sú stefnubreyting hjá borgaryfirvöldum að grænu svæðin eiga að víkja fyrir byggð. Þar má nefna Elliðaárdalinn, Laugardalinn, áætlanir í Grafarvogi og áform um stórfellt byggingarmagn og landfyllingu í Skerjafirði. Viljum við höfuðstöðvar Landssímans og bíó í Laugardalinn? Ég veit að þetta hljómar fáránlega. En það var hér vinstri meirihluti í borginni sem ætlaði í alvöru að gera nákvæmlega það. Nánar tiltekið árið 1999. Eftir mikil mótmæli sáu borgaryfirvöld að sér og hættu við að byggja 37.000 fm. byggingar í Laugardal og fórna þar með einu mikilvægasta græna svæðinu í borginni. Það var vel gert að skipta um skoðun þá. Hvað gerir vinstri meirihlutinn núna? Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Áform meirihlutans í Reykjavík um Nýja Skerjafjörð hafa verið til umræðu að undanförnu en það er stefna vinstri meirihlutans í borginni að eyða óraskaðri fjöru í Skerjafirði þvert á varnaðarorð ýmissa aðila s.s. Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Ljóst er að hér er í uppsiglingu eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Líffræðileg fjölbreytni, leirur og fjörulíf verða fyrir óafturkræfum skaða og ljóst að náttúran er ekki látin njóta vafans. Græn svæði víkja í Reykjavík Helsta kosningamál Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosningum fyrir hartnær 50 árum var Græna byltingin þar sem lofað var grænum svæðum innan borgarinnar og blárri byltingu til að vernda lax og silungaveiði. Sem betur fer hefur borgin haldið í flest þessi svæði en á síðari árum hefur orðið sú stefnubreyting hjá borgaryfirvöldum að grænu svæðin eiga að víkja fyrir byggð. Þar má nefna Elliðaárdalinn, Laugardalinn, áætlanir í Grafarvogi og áform um stórfellt byggingarmagn og landfyllingu í Skerjafirði. Viljum við höfuðstöðvar Landssímans og bíó í Laugardalinn? Ég veit að þetta hljómar fáránlega. En það var hér vinstri meirihluti í borginni sem ætlaði í alvöru að gera nákvæmlega það. Nánar tiltekið árið 1999. Eftir mikil mótmæli sáu borgaryfirvöld að sér og hættu við að byggja 37.000 fm. byggingar í Laugardal og fórna þar með einu mikilvægasta græna svæðinu í borginni. Það var vel gert að skipta um skoðun þá. Hvað gerir vinstri meirihlutinn núna? Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar