Arnar sér ekki eftir ummælum sínum: „Bara nokkuð sáttur“ Valur Páll Eiríksson og Aron Guðmundsson skrifa 5. júní 2023 13:00 Arnar á hliðarlínunni gegn Breiðabliki Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta, sér ekki eftir ummælum sínum í hitaviðtali sem hann fór í á Stöð 2 Sport strax eftir baráttuleik gegn Breiðabliki á dögunum þar sem að sauð upp úr. Arnar var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli á dögunum og nú, þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá leik liðanna, hefur Arnari tekist að melta það sem þar gekk á. „Þetta var hörku leikur þar sem tekist var á, það er mín skoðun á þessu,“segir Arnar í samtali við Vísi. „Það hefur ekkert upp á sig að vera endalaust að ræða um það hver átti hverja sök, hver gerði hvað. Fólk getur bara dæmt um það sjálft.“ Hann er búinn að horfa á umrætt viðtal við sig á Stöð 2 Sport og sér ekki eftir ummælum sínum þar. „Ég viðurkenni það alveg að ég kveið fyrir því að horfa á viðtalið eftir leik. En svo þegar að ég gerði það þá var ég bara nokkuð sáttur. Það voru auðvitað þarna nokkur orð sem voru kannski aðeins of hörð en skilaboðin voru bara nokkuð góð. Ég hef alveg oft tekið það á mig þegar að ég hef sagt einhverja þvælu en mögulega voru einhver orð þarna aðeins of hörð.“ Hann telur hins vegar að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, sjái eftir einhverjum ummælum í sínum viðtölum. Óskar sagði Víkinga meðal annars hafa hagað sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Þeir hafi verið árásargjarnir, öskrandi á allt. „Ég sá viðtölin, bæði við þjálfara sem og fyrirliða Breiðabliks og ég held að menn hafi bara sagt ýmislegt í hita leiksins sem þeir sjá eftir. Menn geta verið að tala um dómarann og sagt ákveðna hluti í hita leiksins. En það er til quote er snýr sérstaklega að meisturum sem er í þá átt að þú virðir andstæðinginn og talar vel um hann. Ég held að bæði Óskar Hrafn og Höskuldur sjái eftir ummælum sínum í viðtölunum eftir leik.“ Höskuldur sagði Víkinga hafa sýnt af sér ófagmennsku þeir væru eins og „litlir hundar sem gelta hátt.“ „Ég veit að Höskuldur er toppdrengur og ég held að hann sjái eftir þessu,“ segir Arnar um ummæli Höskuldar. „Það er bara nægileg refsing. Þetta er sagt í hita leiksins og er ólíkt hans karakter, ég fyrirgef honum.“ Aganefnd KSÍ kemur saman til fundar á morgun og verða eftirmálar leiks Víkings og Breiðabliks á dagskrá. Arnar á von á því að tekið verði á málum þar. „Ég á klárlega von á því bara út frá skýrslu dómarans að það verði tekið á málum Sölva og Loga, þeir náttúrulega fengu rauð spjöld. Við fáum tækifæri til þess að svara fyrir okkur og munum gera það af krafti. Það eru ýmsar upptökur til sem koma ekkert vel út fyrir ákveðna aðila og við munum klárlega verja okkar menn. Við sjáum til hvað gerist.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Arnar var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli á dögunum og nú, þegar að nokkrir dagar eru liðnir frá leik liðanna, hefur Arnari tekist að melta það sem þar gekk á. „Þetta var hörku leikur þar sem tekist var á, það er mín skoðun á þessu,“segir Arnar í samtali við Vísi. „Það hefur ekkert upp á sig að vera endalaust að ræða um það hver átti hverja sök, hver gerði hvað. Fólk getur bara dæmt um það sjálft.“ Hann er búinn að horfa á umrætt viðtal við sig á Stöð 2 Sport og sér ekki eftir ummælum sínum þar. „Ég viðurkenni það alveg að ég kveið fyrir því að horfa á viðtalið eftir leik. En svo þegar að ég gerði það þá var ég bara nokkuð sáttur. Það voru auðvitað þarna nokkur orð sem voru kannski aðeins of hörð en skilaboðin voru bara nokkuð góð. Ég hef alveg oft tekið það á mig þegar að ég hef sagt einhverja þvælu en mögulega voru einhver orð þarna aðeins of hörð.“ Hann telur hins vegar að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, sjái eftir einhverjum ummælum í sínum viðtölum. Óskar sagði Víkinga meðal annars hafa hagað sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Þeir hafi verið árásargjarnir, öskrandi á allt. „Ég sá viðtölin, bæði við þjálfara sem og fyrirliða Breiðabliks og ég held að menn hafi bara sagt ýmislegt í hita leiksins sem þeir sjá eftir. Menn geta verið að tala um dómarann og sagt ákveðna hluti í hita leiksins. En það er til quote er snýr sérstaklega að meisturum sem er í þá átt að þú virðir andstæðinginn og talar vel um hann. Ég held að bæði Óskar Hrafn og Höskuldur sjái eftir ummælum sínum í viðtölunum eftir leik.“ Höskuldur sagði Víkinga hafa sýnt af sér ófagmennsku þeir væru eins og „litlir hundar sem gelta hátt.“ „Ég veit að Höskuldur er toppdrengur og ég held að hann sjái eftir þessu,“ segir Arnar um ummæli Höskuldar. „Það er bara nægileg refsing. Þetta er sagt í hita leiksins og er ólíkt hans karakter, ég fyrirgef honum.“ Aganefnd KSÍ kemur saman til fundar á morgun og verða eftirmálar leiks Víkings og Breiðabliks á dagskrá. Arnar á von á því að tekið verði á málum þar. „Ég á klárlega von á því bara út frá skýrslu dómarans að það verði tekið á málum Sölva og Loga, þeir náttúrulega fengu rauð spjöld. Við fáum tækifæri til þess að svara fyrir okkur og munum gera það af krafti. Það eru ýmsar upptökur til sem koma ekkert vel út fyrir ákveðna aðila og við munum klárlega verja okkar menn. Við sjáum til hvað gerist.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira