Er verið að færa menntun kennara hálfa öld aftur í tímann? Atli Harðarson skrifar 6. júní 2023 09:31 Fyrir rúmlega hálfri öld færðist nám grunnskólakennara á háskólastig. Það var áður fjögurra og þar áður þriggja ára nám á framhaldsskólastigi. Á tímabili gátu nemendur sem luku því bætt við sig ársnámi til að útskrifast með stúdentspróf. Á sama tíma var þorri framhaldsskólakennara með háskólagráðu í kennslugrein sinni en enga sérstaka menntun í kennslufræði. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar reyndu yfirvöld menntamála að auka fagmenntun kennarastéttarinnar. Með lögum um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum (nr. 48/1986) var þess til að mynda krafist að framhaldsskólakennarar hefðu árs nám í kennslufræði til viðbótar við bakkalárpróf (þ.e. BA eða BS) í bóklegri kennslugrein eða meistararéttindi í iðngrein. Sérstök ákvæði voru um réttindi til kennslu í listum og íþróttum en meginreglan var að kennarar skyldu hafa töluverða formlega menntun á háskólastigi. Á fyrsta áratug þessarar aldar var enn bætt við kröfurnar og með lögum nr. 87 frá 2008 var kveðið á um að kennarar í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum skyldu hafa lokið fimm ára háskólanámi. Undantekning voru kennarar í iðngreinum sem skyldu hafa meistararéttindi í iðn sinni auk eins árs diplómunáms í kennslufræði á háskólastigi. Þetta eins árs diplómunám fyrir iðnmeistara var og er opið nemendum óháð því hvort þeir hafa stúdentspróf. Fljótlega eftir að lögin frá 2008 tóku gildi dró úr aðsókn í að minnsta kosti sumt kennaranám. Mest var fækkun útskrifaðra nemenda úr leikskólakennaranámi. Menn spurðu sig því hvort fimm ár í háskóla væru of mikið, hvort yfirvöld hefðu híft um of og þörf væri að slaka. Ef til vill er þriðja og nýjasta lagasetningin um starfsréttindi kennara (nr. 95/2019) einhvers konar svar við þessum spurningum. Með henni er skilgreint eitt starfsheiti fyrir kennara á skólastigunum þremur. Enn er sumt óljóst um framkvæmd laganna frá 2019 þótt liðin séu fjögur ár frá setningu þeirra. Séu þau skilin bókstaflega er ekki látið duga að slaka ofurlítið. Það er farið meira en hálfa öld aftur í tímann þar sem nú virðist hægt að fá kennsluréttindi og leyfi til að nota lögverndað starfsheiti eftir nám sem er aðeins fjögur ár umfram skyldunám í grunnskóla. Áður gátu fáir nema iðnmeistarar fengið kennsluréttindi í framhaldsskóla án háskólagráðu í grein. Sérstaða þeirra var töluverð enda búa hefðbundnar iðngreinar að sterkum menntahefðum og brekkan sem þarf að klífa til að verða iðnmeistari er viðbót við þriggja eða fjögurra ára nám til sveinsprófs. Með lögunum frá 2019 er hins vegar opnað fyrir það (í 9. gr.) að fólk sem lokið hefur hvers kyns „löggiltu starfsréttindaprófi úr framhaldsskóla“ og eins árs námi í kennslufræði á háskólastigi geti fengið kennararéttindi. Margt nám sem fellur undir þetta er samtals aðeins fjögur ár eftir skyldunám og nemendur sem ljúka því eiga í flestum tilvikum spottakorn eftir í stúdent og drjúgan spöl í að ljúka námi til stúdentsprófs eins og það var áður en ríkið tók að setja framhaldsskólum reglur um innihald þess undir lok síðustu aldar. En sagan af því hvað orðið er um stúdentsprófið er efni í aðra grein. Hér læt ég duga að spyrja hvort fólkið sem skrifaði gildandi lög um kennaramenntun ætlaði í raun og veru að slaka svona mikið, fara meira en hálfa öld aftur í tímann, eða hvort þetta voru einhvers konar mistök. Til viðbótar við að opna á kennsluréttindi eftir fremur stutta skólagöngu draga lögin frá 2019 úr kröfum um sérhæfingu framhaldsskólakennara í kennslugrein. Hún getur nú verið miklu minni en hefðbundið bakkalárpróf og þar með minni en það sem yfirleitt var farið fram á þegar kennarar voru ráðnir til starfa í framhaldsskólum áður en starfsheiti þeirra var fyrst lögverndað árið 1986. Þetta átti sér dálítinn aðdraganda. Í aðalnámskrá frá 2011 opinberaði ráðuneyti menntamála furðuverk mikið sem er þrepaskipting náms. Hún dregur dám af viðmiðum frá UNESCO sem kallast ISCED (International Standard Classification of Education) og er tölusetning á skólastigum þar sem leikskóli er á hæfniþrepi númer 0; barnaskóli (eða yngsta stig og miðstig grunnskóla) númer 1; gagnfræðaskóli (eða unglingastig grunnskóla) númer 2; framhaldsskóli númer 3 og svo framvegis upp í doktorsnám á háskólastigi. En íslenska furðuverkið er ekki tölusetning á skólastigum því samkvæmt því raðast nám í framhaldsskóla á fjögur mismunandi hæfniþrep, númer 1 til 4. Mér vitanlega hafa yfirvöld menntamála hér á landi aldrei útskýrt hvers vegna þeim datt í hug að innleiða alþjóðlegan kvarða sem er notaður til að bera saman nám í ólíkum löndum og gerbreyta honum svo að tölurnar hér eru ekki sambærilegar við neitt sem þekkist annars staðar á byggðu bóli. Framan af héldu líklega flestir að þrepafurðuverkið skipti litlu máli en með lögum um menntun kennara nr. 95 frá 2019 tók það að hafa afleiðingar. Lögin segja (í 5. gr.) að til að kenna á fyrsta hæfniþrepi dugi að hafa eins og hálfs árs háskólanám í kennslugrein (eins og til dæmis líffræði eða sagnfræði). Þetta er helmingur af þriggja ára bakkalárnámi. Samkvæmt gildandi aðalnámskrá er drjúgur hluti (á að giska um fjórðungur) af kennslu í framhaldsskólum landsins á þessu sama þrepi og nám ungra barna. Víða annars staðar í Evrópu, þar sem unglingastig grunnskóla er á öðru þrepi og framhaldsskólinn á því þriðja, þarf talsvert meiri menntun í kennslugrein til að kenna á þeim tveimur skólastigum heldur en krafist er af þeim sem kenna börnum á fyrstu árum skyldunáms. Hér er þessu snúið á haus og sérhæfing í kennslugrein sem býr fólk undir að kenna ungum börnum látin duga til að kenna unglingum í framhaldsskóla. Það er vægast sagt mjög undarlegt að lögvernda starf, leyfa sumum að gegna því en öðrum ekki, nema tryggja að þeir sem fá starfsréttindin hafi upp til hópa forsendur til að vinna talsvert betur en þorri þeirra sem ekki hafa slík réttindi. Sé ætlunin að fara aftur í tímann er sennilega betra að hafa þetta bara eins og fyrir gildistöku laganna frá 1986. Hver umsækjandi þurfti þá að sannfæra skólastjóra um menntun sína og hæfni án þess að veifa neinu leyfisbréfi frá yfirvöldum. Ég held að flestir sem þá sóttust eftir kennarastöðum við framhaldsskóla hafi gert það með skírteini upp á meiri menntun í kennslugrein en nú virðist duga til að öðlast lögverndað starfsheiti kennara. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmlega hálfri öld færðist nám grunnskólakennara á háskólastig. Það var áður fjögurra og þar áður þriggja ára nám á framhaldsskólastigi. Á tímabili gátu nemendur sem luku því bætt við sig ársnámi til að útskrifast með stúdentspróf. Á sama tíma var þorri framhaldsskólakennara með háskólagráðu í kennslugrein sinni en enga sérstaka menntun í kennslufræði. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar reyndu yfirvöld menntamála að auka fagmenntun kennarastéttarinnar. Með lögum um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum (nr. 48/1986) var þess til að mynda krafist að framhaldsskólakennarar hefðu árs nám í kennslufræði til viðbótar við bakkalárpróf (þ.e. BA eða BS) í bóklegri kennslugrein eða meistararéttindi í iðngrein. Sérstök ákvæði voru um réttindi til kennslu í listum og íþróttum en meginreglan var að kennarar skyldu hafa töluverða formlega menntun á háskólastigi. Á fyrsta áratug þessarar aldar var enn bætt við kröfurnar og með lögum nr. 87 frá 2008 var kveðið á um að kennarar í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum skyldu hafa lokið fimm ára háskólanámi. Undantekning voru kennarar í iðngreinum sem skyldu hafa meistararéttindi í iðn sinni auk eins árs diplómunáms í kennslufræði á háskólastigi. Þetta eins árs diplómunám fyrir iðnmeistara var og er opið nemendum óháð því hvort þeir hafa stúdentspróf. Fljótlega eftir að lögin frá 2008 tóku gildi dró úr aðsókn í að minnsta kosti sumt kennaranám. Mest var fækkun útskrifaðra nemenda úr leikskólakennaranámi. Menn spurðu sig því hvort fimm ár í háskóla væru of mikið, hvort yfirvöld hefðu híft um of og þörf væri að slaka. Ef til vill er þriðja og nýjasta lagasetningin um starfsréttindi kennara (nr. 95/2019) einhvers konar svar við þessum spurningum. Með henni er skilgreint eitt starfsheiti fyrir kennara á skólastigunum þremur. Enn er sumt óljóst um framkvæmd laganna frá 2019 þótt liðin séu fjögur ár frá setningu þeirra. Séu þau skilin bókstaflega er ekki látið duga að slaka ofurlítið. Það er farið meira en hálfa öld aftur í tímann þar sem nú virðist hægt að fá kennsluréttindi og leyfi til að nota lögverndað starfsheiti eftir nám sem er aðeins fjögur ár umfram skyldunám í grunnskóla. Áður gátu fáir nema iðnmeistarar fengið kennsluréttindi í framhaldsskóla án háskólagráðu í grein. Sérstaða þeirra var töluverð enda búa hefðbundnar iðngreinar að sterkum menntahefðum og brekkan sem þarf að klífa til að verða iðnmeistari er viðbót við þriggja eða fjögurra ára nám til sveinsprófs. Með lögunum frá 2019 er hins vegar opnað fyrir það (í 9. gr.) að fólk sem lokið hefur hvers kyns „löggiltu starfsréttindaprófi úr framhaldsskóla“ og eins árs námi í kennslufræði á háskólastigi geti fengið kennararéttindi. Margt nám sem fellur undir þetta er samtals aðeins fjögur ár eftir skyldunám og nemendur sem ljúka því eiga í flestum tilvikum spottakorn eftir í stúdent og drjúgan spöl í að ljúka námi til stúdentsprófs eins og það var áður en ríkið tók að setja framhaldsskólum reglur um innihald þess undir lok síðustu aldar. En sagan af því hvað orðið er um stúdentsprófið er efni í aðra grein. Hér læt ég duga að spyrja hvort fólkið sem skrifaði gildandi lög um kennaramenntun ætlaði í raun og veru að slaka svona mikið, fara meira en hálfa öld aftur í tímann, eða hvort þetta voru einhvers konar mistök. Til viðbótar við að opna á kennsluréttindi eftir fremur stutta skólagöngu draga lögin frá 2019 úr kröfum um sérhæfingu framhaldsskólakennara í kennslugrein. Hún getur nú verið miklu minni en hefðbundið bakkalárpróf og þar með minni en það sem yfirleitt var farið fram á þegar kennarar voru ráðnir til starfa í framhaldsskólum áður en starfsheiti þeirra var fyrst lögverndað árið 1986. Þetta átti sér dálítinn aðdraganda. Í aðalnámskrá frá 2011 opinberaði ráðuneyti menntamála furðuverk mikið sem er þrepaskipting náms. Hún dregur dám af viðmiðum frá UNESCO sem kallast ISCED (International Standard Classification of Education) og er tölusetning á skólastigum þar sem leikskóli er á hæfniþrepi númer 0; barnaskóli (eða yngsta stig og miðstig grunnskóla) númer 1; gagnfræðaskóli (eða unglingastig grunnskóla) númer 2; framhaldsskóli númer 3 og svo framvegis upp í doktorsnám á háskólastigi. En íslenska furðuverkið er ekki tölusetning á skólastigum því samkvæmt því raðast nám í framhaldsskóla á fjögur mismunandi hæfniþrep, númer 1 til 4. Mér vitanlega hafa yfirvöld menntamála hér á landi aldrei útskýrt hvers vegna þeim datt í hug að innleiða alþjóðlegan kvarða sem er notaður til að bera saman nám í ólíkum löndum og gerbreyta honum svo að tölurnar hér eru ekki sambærilegar við neitt sem þekkist annars staðar á byggðu bóli. Framan af héldu líklega flestir að þrepafurðuverkið skipti litlu máli en með lögum um menntun kennara nr. 95 frá 2019 tók það að hafa afleiðingar. Lögin segja (í 5. gr.) að til að kenna á fyrsta hæfniþrepi dugi að hafa eins og hálfs árs háskólanám í kennslugrein (eins og til dæmis líffræði eða sagnfræði). Þetta er helmingur af þriggja ára bakkalárnámi. Samkvæmt gildandi aðalnámskrá er drjúgur hluti (á að giska um fjórðungur) af kennslu í framhaldsskólum landsins á þessu sama þrepi og nám ungra barna. Víða annars staðar í Evrópu, þar sem unglingastig grunnskóla er á öðru þrepi og framhaldsskólinn á því þriðja, þarf talsvert meiri menntun í kennslugrein til að kenna á þeim tveimur skólastigum heldur en krafist er af þeim sem kenna börnum á fyrstu árum skyldunáms. Hér er þessu snúið á haus og sérhæfing í kennslugrein sem býr fólk undir að kenna ungum börnum látin duga til að kenna unglingum í framhaldsskóla. Það er vægast sagt mjög undarlegt að lögvernda starf, leyfa sumum að gegna því en öðrum ekki, nema tryggja að þeir sem fá starfsréttindin hafi upp til hópa forsendur til að vinna talsvert betur en þorri þeirra sem ekki hafa slík réttindi. Sé ætlunin að fara aftur í tímann er sennilega betra að hafa þetta bara eins og fyrir gildistöku laganna frá 1986. Hver umsækjandi þurfti þá að sannfæra skólastjóra um menntun sína og hæfni án þess að veifa neinu leyfisbréfi frá yfirvöldum. Ég held að flestir sem þá sóttust eftir kennarastöðum við framhaldsskóla hafi gert það með skírteini upp á meiri menntun í kennslugrein en nú virðist duga til að öðlast lögverndað starfsheiti kennara. Höfundur er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun