Hveitibrauðsdagar Hareide: „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2023 08:00 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Arnar Åge Hareide, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, kynnti í gær leikmannahóp liðsins fyrir hans fyrsta verkefni þar sem Ísland mætir Slóvakíu og Portúgal. Hann tók við liðinu um miðjan apríl og segir fyrstu mánuði í starfi hafa verið ánægjulega. Uppselt varð á innan við klukkustund á leikinn við Portúgal en á blaðamannafundi gærdagsins sagðist Hareide hlakka til að hefna sín á stjörnunni Cristiano Ronaldo. „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo því ég man að í Malmö, þegar við spiluðum á móti þeim í Meistaradeildinni, þá átti hann ekki skot á mark í 44 mínútur en svo skoraði hann. Hann hreyfði sig ekkert, hann stóð bara þarna og svo féll boltinn fyrir fætur hans og hann skoraði,“ „Þetta er það sem menn segja, allir vita að hann skorar mörk. En það mikilvægasta gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo, við þurfum að einbeita okkur að eigin leik, okkar liði og leggja okkur fram,“ „Vonandi verður svo stormur af norðvestri, eða vestri, það gæti líka hentað. Því ég held að honum líki ekki loftslagið. Hann er vanari loftslaginu í Sádi-Arabíu, svo vonandi ...“ sagði Hareide á fundinum. Líst afar vel á starfið Fyrri leikur verkefnisins er við Slóvakíu sem er Íslandi afar mikilvægur. Hareide tók við liðinu um miðjan apríl og hefur nýtt tímann til að móta byrjunarlið fyrir þann leik. Hann kveðst þá njóta sín vel í starfi og talar vel um land og þjóð. „Þetta hafa verið eins og hveitibrauðsdagar því þetta hefur verið áhugavert. Ég hef talað við leikmennina, séð þá spila á Íslandi þrisvar á tímabilinu og mér þykir þetta áhugavert,“ sagði Hareide í viðtali við Stöð 2. „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina og þeir vilja spila fyrir Ísland. Fólkið sem vinnur hjá KSÍ er harðduglegt fólk og þeir íslensku leikmenn sem ég hef þjálfað í gegnum tíðina hafa verið harðduglegir leikmenn og það er auðvelt að vinna með þeim. Þeir vilja spila fótbolta og vonandi gerum við það þann 17. júní,“ segir hann jafnframt. Með klárt byrjunarlið í huga Aðspurður um hvort hann hafi byrjunarlið í huga fyrir fyrsta leik segir Hareide: „Já, ég hef það. Ég er með skýra hugmynd í hausnum og vonandi verða allir heilir svo við getum notað þá þann 17.“ segir Hareide. Um Albert Guðmundsson „Nei ég hef ekki gert það enn en ég mun tala við hann í dag þegar hann mætir á æfingu. Ég er ánægður með að hann er heill heilsu og sé snúinn aftur í hópinn,“ sagði þjálfarinn um Albert Guðmundsson, framherja Genoa á Ítalíu, en hann hafði verið út í kuldanum hjá Arnari Þór Viðarssyni, forvera Hareide. „Hann hefur spilað vel með Genoa og skoraði frábært mark í síðasta leik tímabilsins. Hann hefur staðið sig vel með þeim og ég veit að önnur lið eru að skoða hann svo við sjáum til hvaða tilboð hann fær í framtíðinni.“ Aðspurður hvort Albert væri hluti af framtíðarplönum þjálfarans sagði Hareida: „Algjörlega. Ég tel hann vera frábæran leikmann og við þurfum bara að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Hann getur ollið andstæðingnum vandræðum, það er mikilvægast í þessu öllu saman.“ Mark Ronaldo og ummæli Hareide af fundinum má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá viðtalið við hann í heild. Klippa: Viðtal við Åge Hareide Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira
Uppselt varð á innan við klukkustund á leikinn við Portúgal en á blaðamannafundi gærdagsins sagðist Hareide hlakka til að hefna sín á stjörnunni Cristiano Ronaldo. „Ég þarf að hefna mín á Cristiano Ronaldo því ég man að í Malmö, þegar við spiluðum á móti þeim í Meistaradeildinni, þá átti hann ekki skot á mark í 44 mínútur en svo skoraði hann. Hann hreyfði sig ekkert, hann stóð bara þarna og svo féll boltinn fyrir fætur hans og hann skoraði,“ „Þetta er það sem menn segja, allir vita að hann skorar mörk. En það mikilvægasta gegn Portúgal er að tala ekki um Cristiano Ronaldo, við þurfum að einbeita okkur að eigin leik, okkar liði og leggja okkur fram,“ „Vonandi verður svo stormur af norðvestri, eða vestri, það gæti líka hentað. Því ég held að honum líki ekki loftslagið. Hann er vanari loftslaginu í Sádi-Arabíu, svo vonandi ...“ sagði Hareide á fundinum. Líst afar vel á starfið Fyrri leikur verkefnisins er við Slóvakíu sem er Íslandi afar mikilvægur. Hareide tók við liðinu um miðjan apríl og hefur nýtt tímann til að móta byrjunarlið fyrir þann leik. Hann kveðst þá njóta sín vel í starfi og talar vel um land og þjóð. „Þetta hafa verið eins og hveitibrauðsdagar því þetta hefur verið áhugavert. Ég hef talað við leikmennina, séð þá spila á Íslandi þrisvar á tímabilinu og mér þykir þetta áhugavert,“ sagði Hareide í viðtali við Stöð 2. „Leikmönnum þykir mjög vænt um þjóðina og þeir vilja spila fyrir Ísland. Fólkið sem vinnur hjá KSÍ er harðduglegt fólk og þeir íslensku leikmenn sem ég hef þjálfað í gegnum tíðina hafa verið harðduglegir leikmenn og það er auðvelt að vinna með þeim. Þeir vilja spila fótbolta og vonandi gerum við það þann 17. júní,“ segir hann jafnframt. Með klárt byrjunarlið í huga Aðspurður um hvort hann hafi byrjunarlið í huga fyrir fyrsta leik segir Hareide: „Já, ég hef það. Ég er með skýra hugmynd í hausnum og vonandi verða allir heilir svo við getum notað þá þann 17.“ segir Hareide. Um Albert Guðmundsson „Nei ég hef ekki gert það enn en ég mun tala við hann í dag þegar hann mætir á æfingu. Ég er ánægður með að hann er heill heilsu og sé snúinn aftur í hópinn,“ sagði þjálfarinn um Albert Guðmundsson, framherja Genoa á Ítalíu, en hann hafði verið út í kuldanum hjá Arnari Þór Viðarssyni, forvera Hareide. „Hann hefur spilað vel með Genoa og skoraði frábært mark í síðasta leik tímabilsins. Hann hefur staðið sig vel með þeim og ég veit að önnur lið eru að skoða hann svo við sjáum til hvaða tilboð hann fær í framtíðinni.“ Aðspurður hvort Albert væri hluti af framtíðarplönum þjálfarans sagði Hareida: „Algjörlega. Ég tel hann vera frábæran leikmann og við þurfum bara að finna gott hlutverk fyrir hann í liðinu. Hann getur ollið andstæðingnum vandræðum, það er mikilvægast í þessu öllu saman.“ Mark Ronaldo og ummæli Hareide af fundinum má sjá í spilaranum að ofan. Að neðan má sjá viðtalið við hann í heild. Klippa: Viðtal við Åge Hareide
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Sjá meira