Varð döpur þegar hún sá kynningu ríkisstjórnarinnar Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 21:26 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Stöð 2/Arnar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði á þingfundi í dag að hún hefði orðið döpur þegar hún kynnti sér boðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í baráttunni við verðbólgudrauginn. „Já, það er bara raunsönn lýsing. Ég fór upp í pontu strax að loknum fundi í fjárlaganefnd og að hafa hlustað á fréttir, bara eins og þjóðin öll held ég, í gær þar sem við sáum að það var verið að boða eitthvað. Það voru auðvitað stórkostleg vonbrigði að sjá síðan að það var heldur lítið og nánast ekkert á bak við þau orð,“ sagði Þorbjörg Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ríkisstjórnin var gagnrýnd harðlega á Alþingi í dag fyrir verðbólguaðgerðir sem hún kynnti í gær. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um blekkingar og sagði að meginhluti aðgerðanna væru gamlar aðgerðir í nýjum búningi. „Fyrir okkur sem sitjum í fjárlaganefnd og erum búin að hlusta á umsagnaraðila kalla eftir virkari aðgerðum, virkari þátttöku, að ríkisstjórnin sé með í því að berjast gegn verðbólgunni, er ofboðslega erfitt að sjá að skrefin eru mjög fá. Sem mun held ég skila því að við verðum lengur að glíma við verðbólgu og heimilin og fyrirtækin í landinu munu áfram fá á sig þessar vaxtahækkanir,“ segir Þorbjörg Sigríður um aðgerðapakkann. Gamalt stef stjórnarandstöðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir gagnrýni á aðgerðirnar. „Þetta er kunnuglegur málflutningur, eigum við ekki að orða það þannig, hjá stjórnarandstöðunni. Ekkert ósvipaður og til dæmis í Covid þegar aðgerðirnar voru ekki nægar eða of miklar eða hvað það nú er, og lítið gekk eftir að því. Við erum sannarlega hér með aðgerðir sem koma til með að skipta máli. Ekki gleyma því að það er níutíu milljarða viðsnúningur frá fjárlögum, sem voru samþykkt desember. Við erum að tala um 36 milljarða króna afkomubata á næsta ári um leið og við verðum að verja velferðina,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina.Vísir/Vilhelm Þá segir hún að ríkisstjórnin sé að styrkja húsnæðismarkað og fara að tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðs um að færa fjármálareglurnar framar. Það skipti allt máli og verðbólgan muni sannarlega fara niður á við. „Síðan erum við líka með aðgerðir á þessu ári, bæði varðandi húsnæðismálin, varðandi almannatryggingakerfið og svo framvegis, til að mæta stöðunni núna eins og kallað hefur verið eftir. Þannig að ég er algerlega ósammála þessum málflutningi og það hefur komið fram að það er hægt að ráðstafa þessu innan ríkisfjármálaáætlun sem við lögðum fram í vor, enda er hún góð,“ segir Bjarkey að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Já, það er bara raunsönn lýsing. Ég fór upp í pontu strax að loknum fundi í fjárlaganefnd og að hafa hlustað á fréttir, bara eins og þjóðin öll held ég, í gær þar sem við sáum að það var verið að boða eitthvað. Það voru auðvitað stórkostleg vonbrigði að sjá síðan að það var heldur lítið og nánast ekkert á bak við þau orð,“ sagði Þorbjörg Sigríður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ríkisstjórnin var gagnrýnd harðlega á Alþingi í dag fyrir verðbólguaðgerðir sem hún kynnti í gær. Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um blekkingar og sagði að meginhluti aðgerðanna væru gamlar aðgerðir í nýjum búningi. „Fyrir okkur sem sitjum í fjárlaganefnd og erum búin að hlusta á umsagnaraðila kalla eftir virkari aðgerðum, virkari þátttöku, að ríkisstjórnin sé með í því að berjast gegn verðbólgunni, er ofboðslega erfitt að sjá að skrefin eru mjög fá. Sem mun held ég skila því að við verðum lengur að glíma við verðbólgu og heimilin og fyrirtækin í landinu munu áfram fá á sig þessar vaxtahækkanir,“ segir Þorbjörg Sigríður um aðgerðapakkann. Gamalt stef stjórnarandstöðunnar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir gagnrýni á aðgerðirnar. „Þetta er kunnuglegur málflutningur, eigum við ekki að orða það þannig, hjá stjórnarandstöðunni. Ekkert ósvipaður og til dæmis í Covid þegar aðgerðirnar voru ekki nægar eða of miklar eða hvað það nú er, og lítið gekk eftir að því. Við erum sannarlega hér með aðgerðir sem koma til með að skipta máli. Ekki gleyma því að það er níutíu milljarða viðsnúningur frá fjárlögum, sem voru samþykkt desember. Við erum að tala um 36 milljarða króna afkomubata á næsta ári um leið og við verðum að verja velferðina,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur upp hanskann fyrir ríkisstjórnina.Vísir/Vilhelm Þá segir hún að ríkisstjórnin sé að styrkja húsnæðismarkað og fara að tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðs um að færa fjármálareglurnar framar. Það skipti allt máli og verðbólgan muni sannarlega fara niður á við. „Síðan erum við líka með aðgerðir á þessu ári, bæði varðandi húsnæðismálin, varðandi almannatryggingakerfið og svo framvegis, til að mæta stöðunni núna eins og kallað hefur verið eftir. Þannig að ég er algerlega ósammála þessum málflutningi og það hefur komið fram að það er hægt að ráðstafa þessu innan ríkisfjármálaáætlun sem við lögðum fram í vor, enda er hún góð,“ segir Bjarkey að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira