„Þú ert 27 ára gamall. Þú ert ekkert rekinn heim“ Sverrir Mar Smárason skrifar 7. júní 2023 12:00 Alexander Aron Davorsson er í dag þjálfari kvennaliðs Adtureldingar. Vísir/Tjörvi Týr Alexander Aron Davorsson, knattspyrnumaður og þjálfari, sem í dag er þekktur sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Aftureldingu, á að baki magnaðan feril sem leikmaður í neðri deildum Íslands. Alexander er uppalinn á Kjalarnesi en er í dag Mosfellingur með 320 leiki og 107 mörk skráð á KSÍ. Þar af eru 174 leikir og 48 mörk í Ástríðunni, 2.- og 3. deild karla. Alexander Aron fór á dögunum yfir feril sinn í hlaðvarpinu Ástríðan: Hetjur neðri deildanna. Þar fór hann meðal annars yfir það hve oft Afturelding spilaði úrslitaleiki undir lok tímabilsins í 2. deild um það að fara upp í 1. deildina. Í nokkur skipti urðu þeir undir í þeirri baráttu og þurftu að sætta sig við þá súru staðreynd að sitja eftir í 2. deildinni. Alexander fór frá Aftureldingu árið 2017 og spilaði með Þrótti í Vogum í 3. deild þar sem hann fór upp með liðinu í 2. deild. Þá ákvað hann að snúa aftur heim í Aftureldingu þar sem liðið var að fá spennandi leikmenn upp og átti möguleika á því að fara loksins upp í 1. deild. Alexander Aron Davorsson í leik með Aftureldingu á sínum tíma.Twitter „Ég fékk tilboð um að vera áfram í Vogunum en það kom nýr þjálfari inn og það er bara erfitt að fara alltaf þangað. Ég veit þarna að Afturelding verði hliðina á mér í 2. deildinni. Minn helsti draumur í þessum fótbolta á Íslandi var að fara upp með uppeldisfélaginu. Það var ekkert annað sem ég vildi en að fara upp með Aftureldingu, mínu bæjarfélagi, mínu félagi,“ sagði Alexander. Arnar Hallsson var ráðinn sem aðalþjálfari Aftureldingar haustið 2017 og Alexander var fljótur að hafa samband við hann þegar hann hafði verið kynntur til leiks. Þeirra samband átti eftir að verða stormasamt. „Þegar Arnar er tilkynntur þá hringi ég í hann. Það kom ekkert annað til greina en að fara í Aftureldingu. Arnar átti að vera þjálfarinn minn þegar ég var tvítugur. Hann hefur allt sem þjálfari og er góður í öllu, nema stundum mannlegum samskiptum. Við vorum í mesta „love/hate relationship“ sem hefur sést.“ „Ég hringdi þarna í hann og sagði að nú færum við bara upp saman kallarnir. Hann segir að það sé ekki til neinn peningur fyrir mig og ég sagði bara ekkert mál. Formaðurinn á þeim tíma býr til samning fyrir mig um að ég verði aðstoðarþjálfari í 3. flokki karla og spilaði líka. Ég kem fyrir áramót og við áttum æfingaleik. Þar lendum við fyrst illa saman. Við áttum að spila æfingaleik en hann dettur út og Arnar og Magnús Már finna gamlar kempur til þess að við náum leik. Arnar er dómari leiksins. Við lendum upp á kannt þar, förum andlit í andlit og ég öskra á hann að þetta sé bara bull. Hann segir mér að drulla mér heim. Rekur mig bara heim, það eru 25 strákar á æfingunni og það er bara þögn á meðan ég labba frá miðjunni og út af,“ sagði Alexander um hans fyrstu kynni við Arnar Hallsson. Arnar Hallsson var þjálfari Alexanders hjá Aftureldingu.Afturelding Alexander kom svo heim eftir æfinguna og þurfti að útskýra hvað hafði gerst. „Ég kem heim og er þarna alveg 27 ára. Konan mín spyr af hverju ég sé kominn. Ég segist hafa verið rekinn heim. Hún segir: „Alexander, rekinn heim? Þú ert 27 ára gamall. Þú ert ekkert rekinn heim,““ sagði Alexander og hló. Alexander og Arnar sættust svo nokkrum mánuðum síðar þegar Alexander hringir aftur í Arnar. Hann vildi taka þátt í verkefninu. „Við náum að grafa þarna öxina og ég spila fyrir hann. Auðvitað komu nokkur atvik inn á milli en svo endar þetta 2018 tímabil bara í geðbiluðu tímabili. Ég man eftir því að ég spila flesta leiki þarna. Allir leikir sem ég var á skýrslu eða í liðinu unnum við. Við spilum á Vilhjálmsvelli lokaleikinn. Það var alveg bilað. Ég horfði á Wentzel og Magga inni í klefa og ég man ég sagði „jæja þá er þetta loksins komið. Við erum komnir með dolluna, erum að fara heim og erum búnir að koma þessu félagi upp.“ Þannig endaði þetta,” sagði Alexander Aron að lokum um tímabilið 2018. Ástríðan - Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Alexander er uppalinn á Kjalarnesi en er í dag Mosfellingur með 320 leiki og 107 mörk skráð á KSÍ. Þar af eru 174 leikir og 48 mörk í Ástríðunni, 2.- og 3. deild karla. Alexander Aron fór á dögunum yfir feril sinn í hlaðvarpinu Ástríðan: Hetjur neðri deildanna. Þar fór hann meðal annars yfir það hve oft Afturelding spilaði úrslitaleiki undir lok tímabilsins í 2. deild um það að fara upp í 1. deildina. Í nokkur skipti urðu þeir undir í þeirri baráttu og þurftu að sætta sig við þá súru staðreynd að sitja eftir í 2. deildinni. Alexander fór frá Aftureldingu árið 2017 og spilaði með Þrótti í Vogum í 3. deild þar sem hann fór upp með liðinu í 2. deild. Þá ákvað hann að snúa aftur heim í Aftureldingu þar sem liðið var að fá spennandi leikmenn upp og átti möguleika á því að fara loksins upp í 1. deild. Alexander Aron Davorsson í leik með Aftureldingu á sínum tíma.Twitter „Ég fékk tilboð um að vera áfram í Vogunum en það kom nýr þjálfari inn og það er bara erfitt að fara alltaf þangað. Ég veit þarna að Afturelding verði hliðina á mér í 2. deildinni. Minn helsti draumur í þessum fótbolta á Íslandi var að fara upp með uppeldisfélaginu. Það var ekkert annað sem ég vildi en að fara upp með Aftureldingu, mínu bæjarfélagi, mínu félagi,“ sagði Alexander. Arnar Hallsson var ráðinn sem aðalþjálfari Aftureldingar haustið 2017 og Alexander var fljótur að hafa samband við hann þegar hann hafði verið kynntur til leiks. Þeirra samband átti eftir að verða stormasamt. „Þegar Arnar er tilkynntur þá hringi ég í hann. Það kom ekkert annað til greina en að fara í Aftureldingu. Arnar átti að vera þjálfarinn minn þegar ég var tvítugur. Hann hefur allt sem þjálfari og er góður í öllu, nema stundum mannlegum samskiptum. Við vorum í mesta „love/hate relationship“ sem hefur sést.“ „Ég hringdi þarna í hann og sagði að nú færum við bara upp saman kallarnir. Hann segir að það sé ekki til neinn peningur fyrir mig og ég sagði bara ekkert mál. Formaðurinn á þeim tíma býr til samning fyrir mig um að ég verði aðstoðarþjálfari í 3. flokki karla og spilaði líka. Ég kem fyrir áramót og við áttum æfingaleik. Þar lendum við fyrst illa saman. Við áttum að spila æfingaleik en hann dettur út og Arnar og Magnús Már finna gamlar kempur til þess að við náum leik. Arnar er dómari leiksins. Við lendum upp á kannt þar, förum andlit í andlit og ég öskra á hann að þetta sé bara bull. Hann segir mér að drulla mér heim. Rekur mig bara heim, það eru 25 strákar á æfingunni og það er bara þögn á meðan ég labba frá miðjunni og út af,“ sagði Alexander um hans fyrstu kynni við Arnar Hallsson. Arnar Hallsson var þjálfari Alexanders hjá Aftureldingu.Afturelding Alexander kom svo heim eftir æfinguna og þurfti að útskýra hvað hafði gerst. „Ég kem heim og er þarna alveg 27 ára. Konan mín spyr af hverju ég sé kominn. Ég segist hafa verið rekinn heim. Hún segir: „Alexander, rekinn heim? Þú ert 27 ára gamall. Þú ert ekkert rekinn heim,““ sagði Alexander og hló. Alexander og Arnar sættust svo nokkrum mánuðum síðar þegar Alexander hringir aftur í Arnar. Hann vildi taka þátt í verkefninu. „Við náum að grafa þarna öxina og ég spila fyrir hann. Auðvitað komu nokkur atvik inn á milli en svo endar þetta 2018 tímabil bara í geðbiluðu tímabili. Ég man eftir því að ég spila flesta leiki þarna. Allir leikir sem ég var á skýrslu eða í liðinu unnum við. Við spilum á Vilhjálmsvelli lokaleikinn. Það var alveg bilað. Ég horfði á Wentzel og Magga inni í klefa og ég man ég sagði „jæja þá er þetta loksins komið. Við erum komnir með dolluna, erum að fara heim og erum búnir að koma þessu félagi upp.“ Þannig endaði þetta,” sagði Alexander Aron að lokum um tímabilið 2018. Ástríðan - Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira