„Geðveikir“ starfsmenn Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar 8. júní 2023 10:59 Geðheilbrigðismálin eiga alltaf að vera í brennidepli því þau varða okkur öll og eru undirstaða velsældar þjóðar. Geðheilbrigðismál eru ekki klippt og skorin og orsakaþættir margvíslegir. Bataleiðir eru því mismunandi. Nýafstaðin ráðstefna sem Geðhjálp hélt fyrir stuttu Þörf fyrir samfélags breytingar – nýjar leiðir til að hugsa um geðheilbrigðismál undirstrikaði mikilvægi þess að stokka verður upp í þeirri hugmyndafræði sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugi í þjónustunni. Allir fyrirlestrarnir sem haldnir voru eru nú aðgengilegir á Facebook og Youtube. Það vill enginn lenda í því að eiga við geðræn veikindi að stríða og finna sig hvorki í námi né vinnu. En því miður er það veruleiki alltof margra. Hagsmunasamtök, fagfólk og ráðamenn þurfa að vinna saman þrátt fyrir ólíkar áherslur og skoðanir. Sama hvaða heilbrigðisstétt við tilheyrum eða samtökum þá viljum við öll virkja fólk til samfélagsþátttöku, finna þeim tilverurétt, lífsgæði og hlutverk. Landsamtökin Geðhjálp beina kröftum sínum af því að fyrirbyggja geðheilsubrest og bæta hag þeirra sem orðið hafa undir sökum hans. Þau veita aðhald og leggja valdhöfum lið, leggja sitt af mörkum í geðrækt og úr smiðju þeirra koma góðar hugmyndir að lausnum til að bæta geðheilbrigðiskerfið. Eitt dæmi sem kynnt var á fyrrnefndri ráðstefnu er ráðning starfsmanna með reynslu af að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda, svokallaðir jafningjastarfsmenn. Starfsfólk með þennan bakgrunn hefur haslað sér völl víða um heim og þykir nú ómissandi hluti af mannauði félags- og geðheilbrigðisþjónustunnar. Jafningjastarfsmenn búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Þrátt fyrir yfirburðarþekkingu fræðimanna á ytri þáttum og aðgengi þeirra að fullkomnum tækjum og tólum þá þekkir engin betur umhverfið en sá sem hefur alist upp á staðnum. Jafningjatengsl verða önnur en fagleg tengsl. Jafningjar eru ekki viðgerðarmenn, þeir hvorki greina né meta eða gera meðferðaráætlanir. Að nýta lífsreynslu í starfi þannig að það geti nýst öðrum er kúnst og ekki öllum gefið. Þróuð hafa verið námskeið og frekari menntun af fólki með reynslu af geðrænum áskorunum. Dregið er fram með skipulegum hætti hvað það er sem skiptir einstaklinga máli, t.d. í tengslamyndun, áherslum og hvernig fólki er mætt í lífskrísum. Eins hvað greinir jafningjastarfsmenn frá öðrum hefðbundnum starfsmönnum. Í fyrsta skipti á Íslandi er í boði fimm daga námskeið fyrir jafningjastarfsmenn. Félagasamtökin Traustur kjarni hefur haldið utan um þessi námskeið á Íslandi sem Intentional Peer Support samtökin halda. Styrktarsjóður geðheilbrigðis sem Geðhjálp setti á laggirnar styrkti þessi fyrstu námskeið með myndarlegum hætti. Nú þegar hefur31 einstaklingur útskrifast. Af útskrift lokinni hittast nemendurnir reglulega m.a. til að viðhalda jafningjahugmyndafræðinni og koma í veg fyrir sjúkdómsvæðingu tilfinninga. Handleiðsla er veitt í gegnum netið af reynslumiklu fólki sem búsett er víða um heim. Stjórnendur geðsviðs Landspítala og Geðheilsuteymi heilsugæslunnar hafa ráðið til sín jafningjastarfsmenn og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar verður þar engin eftirbátur. Félagsmálaráðuneytið er nú í átaki að efla hag fatlaðra og þeirra sem eiga við geðrænar áskoranir að stríða til menntunar og atvinnuþátttöku. Að auka veg og vanda jafningjastarfsmanna passar eins og flís við rass í viðleitni ráðuneytisins til að virkja sem flesta og eyða hindrunum í mennta- og atvinnuþátttöku. Nordplus styrkir nú fulltrúa frá Norðurlöndunum og Balkanlöndunum til að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna. Síðasti fundur þessara fulltrúa var haldin í Pärnu, Eistlandi fyrir stuttu. Greint var frá stöðu jafningjastarfsmanna í hverju landi, hvernig menntun þeirra er háttað, hvaða rannsóknir fyrirfinnast og atvinnutækifæri. Markmiðið er síðan að aðstoða þau lönd sem styttra eru komin til að efla þau enn frekar og hvetja til dáða. Þjóðirnar geta aðstoðað hvor aðra með námskrár, rannsóknir, skipst á fyrirlesurum og útfærslum. Svíar hafa t.d. rannsakað mest gildi jafningastarfsmanna og geta deilt þeirri þekkingu, Norðmenn eru komnir lengst varðandi námsframboð og bjóða nú upp á eins árs diplómanám á háskólastigi. Með tilkomu þessa náms hefur þurft að koma á móts við hóp fólks með brotna náms- og vinnusögu. Þeir hafa því breytt námsfyrirkomulagi sem aðrar menntastofnanir ættu að taka sér til eftirbreytni. Fólk sem hefur fallið úr skóla og/eða af vinnumarkaði eygir nú von að þeirra lífreynsla hafi gildi og geti nýst öðrum til góðs. Geðheilsuvandi sé ekki lengur gat í ferliskránni sem valdi skömm. Líta skal á hann sem verðmæti sem hægt er að nýta í námi og starfi. Mikilvægu starfi sem fylgir virðing, er metið til launa og það sé eftirsóknarvert að vera góður „geðveikur” jafningjastarfsmaður. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismálin eiga alltaf að vera í brennidepli því þau varða okkur öll og eru undirstaða velsældar þjóðar. Geðheilbrigðismál eru ekki klippt og skorin og orsakaþættir margvíslegir. Bataleiðir eru því mismunandi. Nýafstaðin ráðstefna sem Geðhjálp hélt fyrir stuttu Þörf fyrir samfélags breytingar – nýjar leiðir til að hugsa um geðheilbrigðismál undirstrikaði mikilvægi þess að stokka verður upp í þeirri hugmyndafræði sem ráðið hefur ríkjum síðustu áratugi í þjónustunni. Allir fyrirlestrarnir sem haldnir voru eru nú aðgengilegir á Facebook og Youtube. Það vill enginn lenda í því að eiga við geðræn veikindi að stríða og finna sig hvorki í námi né vinnu. En því miður er það veruleiki alltof margra. Hagsmunasamtök, fagfólk og ráðamenn þurfa að vinna saman þrátt fyrir ólíkar áherslur og skoðanir. Sama hvaða heilbrigðisstétt við tilheyrum eða samtökum þá viljum við öll virkja fólk til samfélagsþátttöku, finna þeim tilverurétt, lífsgæði og hlutverk. Landsamtökin Geðhjálp beina kröftum sínum af því að fyrirbyggja geðheilsubrest og bæta hag þeirra sem orðið hafa undir sökum hans. Þau veita aðhald og leggja valdhöfum lið, leggja sitt af mörkum í geðrækt og úr smiðju þeirra koma góðar hugmyndir að lausnum til að bæta geðheilbrigðiskerfið. Eitt dæmi sem kynnt var á fyrrnefndri ráðstefnu er ráðning starfsmanna með reynslu af að hafa veikst og þurft á geðheilbrigðiskerfinu að halda, svokallaðir jafningjastarfsmenn. Starfsfólk með þennan bakgrunn hefur haslað sér völl víða um heim og þykir nú ómissandi hluti af mannauði félags- og geðheilbrigðisþjónustunnar. Jafningjastarfsmenn búa yfir sértækri reynslu sem líkja má við þekkingu frumbyggja á eigin staðháttum. Þrátt fyrir yfirburðarþekkingu fræðimanna á ytri þáttum og aðgengi þeirra að fullkomnum tækjum og tólum þá þekkir engin betur umhverfið en sá sem hefur alist upp á staðnum. Jafningjatengsl verða önnur en fagleg tengsl. Jafningjar eru ekki viðgerðarmenn, þeir hvorki greina né meta eða gera meðferðaráætlanir. Að nýta lífsreynslu í starfi þannig að það geti nýst öðrum er kúnst og ekki öllum gefið. Þróuð hafa verið námskeið og frekari menntun af fólki með reynslu af geðrænum áskorunum. Dregið er fram með skipulegum hætti hvað það er sem skiptir einstaklinga máli, t.d. í tengslamyndun, áherslum og hvernig fólki er mætt í lífskrísum. Eins hvað greinir jafningjastarfsmenn frá öðrum hefðbundnum starfsmönnum. Í fyrsta skipti á Íslandi er í boði fimm daga námskeið fyrir jafningjastarfsmenn. Félagasamtökin Traustur kjarni hefur haldið utan um þessi námskeið á Íslandi sem Intentional Peer Support samtökin halda. Styrktarsjóður geðheilbrigðis sem Geðhjálp setti á laggirnar styrkti þessi fyrstu námskeið með myndarlegum hætti. Nú þegar hefur31 einstaklingur útskrifast. Af útskrift lokinni hittast nemendurnir reglulega m.a. til að viðhalda jafningjahugmyndafræðinni og koma í veg fyrir sjúkdómsvæðingu tilfinninga. Handleiðsla er veitt í gegnum netið af reynslumiklu fólki sem búsett er víða um heim. Stjórnendur geðsviðs Landspítala og Geðheilsuteymi heilsugæslunnar hafa ráðið til sín jafningjastarfsmenn og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar verður þar engin eftirbátur. Félagsmálaráðuneytið er nú í átaki að efla hag fatlaðra og þeirra sem eiga við geðrænar áskoranir að stríða til menntunar og atvinnuþátttöku. Að auka veg og vanda jafningjastarfsmanna passar eins og flís við rass í viðleitni ráðuneytisins til að virkja sem flesta og eyða hindrunum í mennta- og atvinnuþátttöku. Nordplus styrkir nú fulltrúa frá Norðurlöndunum og Balkanlöndunum til að efla veg og vanda jafningjastarfsmanna. Síðasti fundur þessara fulltrúa var haldin í Pärnu, Eistlandi fyrir stuttu. Greint var frá stöðu jafningjastarfsmanna í hverju landi, hvernig menntun þeirra er háttað, hvaða rannsóknir fyrirfinnast og atvinnutækifæri. Markmiðið er síðan að aðstoða þau lönd sem styttra eru komin til að efla þau enn frekar og hvetja til dáða. Þjóðirnar geta aðstoðað hvor aðra með námskrár, rannsóknir, skipst á fyrirlesurum og útfærslum. Svíar hafa t.d. rannsakað mest gildi jafningastarfsmanna og geta deilt þeirri þekkingu, Norðmenn eru komnir lengst varðandi námsframboð og bjóða nú upp á eins árs diplómanám á háskólastigi. Með tilkomu þessa náms hefur þurft að koma á móts við hóp fólks með brotna náms- og vinnusögu. Þeir hafa því breytt námsfyrirkomulagi sem aðrar menntastofnanir ættu að taka sér til eftirbreytni. Fólk sem hefur fallið úr skóla og/eða af vinnumarkaði eygir nú von að þeirra lífreynsla hafi gildi og geti nýst öðrum til góðs. Geðheilsuvandi sé ekki lengur gat í ferliskránni sem valdi skömm. Líta skal á hann sem verðmæti sem hægt er að nýta í námi og starfi. Mikilvægu starfi sem fylgir virðing, er metið til launa og það sé eftirsóknarvert að vera góður „geðveikur” jafningjastarfsmaður. Höfundur er iðjuþjálfi og varaformaður Geðhjálpar.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun