Inter Miami reynir einnig fá Di María og Busquets Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2023 15:31 Inter Miami vill fá þá Ángel Di María og Sergio Busquets til liðs við sig. Hér mætast þeir félagar í El Clasico árið 2011. Jasper Juinen/Getty Images Inter Miami ætlar sér greinilega stóra hluti í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu á komandi mánuðum. Lionel Messi er á leið til félagsins og nú berast fréttir af því að liðið ætli sér einnig að klófesta þá Ángel Di María og Sergio Busquets. Bæði Di María og Busquets þekkja það vel að spila með Messi. Di María á að baki 131 leik fyrir argentínska landsliðið og gera má ráð fyrir því að flestir þeirra hafi verið með Messi og Busquets hefur leikið með Barcelona frá árinu 2008 þar sem hann var liðsfélagi argentínska töframannsins til ársins 2021. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá áhuga Inter Miami á því að fá þá Di María og Busquets til liðs við sig. Inter Miami are considering a move for Ángel Di Maria as free agent, as called by @CLMerlo — understand they are informed on conditions of the deal. 🇺🇸🇦🇷 #MLSEurope remains the priority, Benfica are on it. Meanwhile, Inter Miami are still insisting to sign Sergio Busquets. pic.twitter.com/kSMnIzsZRp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2023 Þrátt fyrir áhuga Inter Miami greinir Romano þó frá því að Di María vilji helst halda kyrru fyrir í Evrópu. Bæði Di María og Busquets eru samningslausir og geta því ákveðið framtíð sína sjálfir. Ákveði þeir félagar að ganga til liðs við Inter Miami er ekki beint hægt að segja að liðið sé að safna í ungan og efnilegan leikmannahóp. Di María og Busquets verða báðir 35 ára gamlir á árinu og Messi er árinu eldri. Inter Miami situr í neðsta sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar með 15 stig eftir 16 leiki, átta stigum á eftir Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í DC United sem sitja í sjöunda og seinasta örugga úrslitakeppnissætinu. Það er því ljós að liðið hefur verk að vinna. Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. 7. júní 2023 20:27 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Bæði Di María og Busquets þekkja það vel að spila með Messi. Di María á að baki 131 leik fyrir argentínska landsliðið og gera má ráð fyrir því að flestir þeirra hafi verið með Messi og Busquets hefur leikið með Barcelona frá árinu 2008 þar sem hann var liðsfélagi argentínska töframannsins til ársins 2021. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá áhuga Inter Miami á því að fá þá Di María og Busquets til liðs við sig. Inter Miami are considering a move for Ángel Di Maria as free agent, as called by @CLMerlo — understand they are informed on conditions of the deal. 🇺🇸🇦🇷 #MLSEurope remains the priority, Benfica are on it. Meanwhile, Inter Miami are still insisting to sign Sergio Busquets. pic.twitter.com/kSMnIzsZRp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2023 Þrátt fyrir áhuga Inter Miami greinir Romano þó frá því að Di María vilji helst halda kyrru fyrir í Evrópu. Bæði Di María og Busquets eru samningslausir og geta því ákveðið framtíð sína sjálfir. Ákveði þeir félagar að ganga til liðs við Inter Miami er ekki beint hægt að segja að liðið sé að safna í ungan og efnilegan leikmannahóp. Di María og Busquets verða báðir 35 ára gamlir á árinu og Messi er árinu eldri. Inter Miami situr í neðsta sæti Austurdeildar MLS-deildarinnar með 15 stig eftir 16 leiki, átta stigum á eftir Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum í DC United sem sitja í sjöunda og seinasta örugga úrslitakeppnissætinu. Það er því ljós að liðið hefur verk að vinna.
Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. 7. júní 2023 20:27 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Messi staðfestir skiptin til Inter Miami Lionel Messi hefur nú staðfest að hann sé orðinn leikmaður Inter Miami. Bandaríska liðið hefur sömuleiðis staðfest komu Messi á Twitter. 7. júní 2023 20:27