Hrefna Björk og Arnar Þór voru gestir í Bítinu á mánudag. Þau auglýsa eftir neysluglöðum pörum sem eru tilbúin að horfast í augu við fjármálin sín og taka þau í gegn í sjónvarpsþáttunum.
Í Viltu finna milljón verður leitast við að skoða óskynsama fjármálahegðun og vinna úr henni með ýmsum áskorunum tengdum fjármálum.
Fylgst verður með nokkrum pörum og í lok þáttanna mun eitt þeirra standa uppi sem sigurvegarar og hljóta eina milljón króna í verðlaun.
„Sigurvegarinn fær milljón en í ferlinu munu keppendur vera að taka fjármálin sín í gegn þannig að við gerum ráð fyrir því að þau sem taka þátt munu jafnvel finna milljón í ferlinu,“ segir Hrefna.
Áhugasamir mega senda inn umsókn hér eða á stod2.is/vfm.