UEFA aftur gagnrýnt vegna miðamála og aðstæðna í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2023 07:01 Þessir áhorfendur virðast hafa skemmt sér vel en það átti ekki við um alla. Brendan Moran/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sætir nú gagnrýni vegna hvernig staðið var að málum í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu karla megin. Er þetta annað árið í röð sem það gerist. Manchester City varð um helgina Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó. Leikurinn fór fram á Atatürk-Ólympíuvellinum í Istanbúl í Tyrklandi. Á leikdegi fóru að berast fregnir af því að stuðningsfólk væri strandað á leið sinni á leikinn, að fólk kæmist ekki inn á völlinn þrátt fyrir að vera með gildan miða og því um líkt. Sama var upp á teningnum þegar Liverpool og Real Madríd mættust í París. Þá greip lögreglan til þeirra ráða að skjóta táragasi á fólk og hlaut hún mikla gagnrýni fyrir sem og UEFA. The Independent greinir frá því að UEFA sæti nú mikilli gagnrýni þar sem „hættulegt kaos“ myndaðist í aðdraganda leiksins. Stuðningfólk beggja liða segir að aðstæðurnar hafi ekki verið eins og best verði á kosið og öryggi þeirra hafi ekki verið tryggt. Stuðningsfólk þurfti að ferðast í smárútu í allt að þrjá tíma án vatns og án þess að komast á klósettið. Lítil sem engin aðstoð eftir leik fyrir eldra fólk eða fólk í hjólastól. Enduðu flest á að þurfa að taka leigubíla sem rukkuðu 30 þúsund íslenskar krónur. Aðeins tveir sölubásar fyrir heila stúku af áhorfendum. Fólk beið í allt að tvo tíma eftir að geta keypt vatn. Minna en 20 klósett á sérstöku áhorfendasvæði þar sem allt að 20 þúsund manns voru. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir að halda leik sem þennan á leikvangi sem er jafn illa í stakk búinn við slíkum fjölda eins og raun bar vitni. Völlurinn er staðsettur rúmlega 20 kílómetra frá miðbæ Istanbúl. Situation in Istanbul. 4+ hours until kick-off #UCLFinal pic.twitter.com/DowVOjIEOu— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) June 10, 2023 Það var snemma ljóst að mikill flöskuháls myndi myndast þar sem aðeins eru í raun tvær götur sem liggja að vellinum. Báðar leiðir fylltust heilum sex tímum fyrir leik og skildi það fólk eftir strandað á götunni. Þá er lestarkerfi svæðisins í nýrra lagi og í engan veginn undir það búið að þjóna slíkum fjölda og mætti á leikinn. UEFA hefur verið gagnrýnt fyrir að skoða aðstæður ekki betur þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar átti að fara fram í Istanbúl bæði 2020 og svo 2021 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu karla megin á næstu leiktíð fer fram á Wembley í Lundúnum þann 1. júní. Það er ljóst að pressan verður mikil á UEFA að sá leikur fari fram án allra vandræða. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Manchester City varð um helgina Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir 1-0 sigur á Inter frá Mílanó. Leikurinn fór fram á Atatürk-Ólympíuvellinum í Istanbúl í Tyrklandi. Á leikdegi fóru að berast fregnir af því að stuðningsfólk væri strandað á leið sinni á leikinn, að fólk kæmist ekki inn á völlinn þrátt fyrir að vera með gildan miða og því um líkt. Sama var upp á teningnum þegar Liverpool og Real Madríd mættust í París. Þá greip lögreglan til þeirra ráða að skjóta táragasi á fólk og hlaut hún mikla gagnrýni fyrir sem og UEFA. The Independent greinir frá því að UEFA sæti nú mikilli gagnrýni þar sem „hættulegt kaos“ myndaðist í aðdraganda leiksins. Stuðningfólk beggja liða segir að aðstæðurnar hafi ekki verið eins og best verði á kosið og öryggi þeirra hafi ekki verið tryggt. Stuðningsfólk þurfti að ferðast í smárútu í allt að þrjá tíma án vatns og án þess að komast á klósettið. Lítil sem engin aðstoð eftir leik fyrir eldra fólk eða fólk í hjólastól. Enduðu flest á að þurfa að taka leigubíla sem rukkuðu 30 þúsund íslenskar krónur. Aðeins tveir sölubásar fyrir heila stúku af áhorfendum. Fólk beið í allt að tvo tíma eftir að geta keypt vatn. Minna en 20 klósett á sérstöku áhorfendasvæði þar sem allt að 20 þúsund manns voru. Skipuleggjendur hafa verið gagnrýndir fyrir að halda leik sem þennan á leikvangi sem er jafn illa í stakk búinn við slíkum fjölda eins og raun bar vitni. Völlurinn er staðsettur rúmlega 20 kílómetra frá miðbæ Istanbúl. Situation in Istanbul. 4+ hours until kick-off #UCLFinal pic.twitter.com/DowVOjIEOu— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) June 10, 2023 Það var snemma ljóst að mikill flöskuháls myndi myndast þar sem aðeins eru í raun tvær götur sem liggja að vellinum. Báðar leiðir fylltust heilum sex tímum fyrir leik og skildi það fólk eftir strandað á götunni. Þá er lestarkerfi svæðisins í nýrra lagi og í engan veginn undir það búið að þjóna slíkum fjölda og mætti á leikinn. UEFA hefur verið gagnrýnt fyrir að skoða aðstæður ekki betur þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar átti að fara fram í Istanbúl bæði 2020 og svo 2021 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu karla megin á næstu leiktíð fer fram á Wembley í Lundúnum þann 1. júní. Það er ljóst að pressan verður mikil á UEFA að sá leikur fari fram án allra vandræða.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira