Setja á fót mannréttindastofnun eftir ítrekuð tilmæli Árni Sæberg skrifar 12. júní 2023 18:44 Forsætisráðherra fagnar frumvarpinu. Stöð 2/Arnar Frumvarp um að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma slíkri stofnun á fót. Í samráðsgáttinni segir að stofnunin muni uppfylla viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið. Hlutverk Mannréttindastofnunar Íslands verði að efla og vernda mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. „Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma sjálfstæðri mannréttindastofnun á fót og í kjölfar allsherjarúttekta á stöðu mannréttinda sem fram fóru á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2016 og 2022 samþykkti íslenska ríkið fjölmörg tilmæli þess efnis. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016, leggur jafnframt þá skyldu á íslenska ríkið að mannréttindastofnun sé til staðar hér á landi, sbr. 2. mgr. 33. gr. samningsins. Er tilvist slíkrar stofnunar forsenda þess að hægt sé að lögfesta samninginn hér á landi,“ segir í gáttinni. Forsætisráðherra fagnar frumvarpinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á Facebook að það gleðji sig að tilkynna að drög að frumvapinu hafi verið birt. Frumvarpið sé mikilvægur liður í að lögfesta Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og sambærilegar stofnanir séu nú þegar starfandi víða, meðal annars á hinum Norðurlöndunum. Frumvarpið byggir á grænbók Í Samráðsgáttinni segir að frumvarpið byggi meðal annars á niðurstöðum grænbókar um mannréttindi sem var birt á vef forsætisráðuneytisins 10. mars 2023 og haft var víðtækt samráð um við almenning, félagasamtök, stofnanir og aðra hagsmunaaðila um. Með grænbókinni hafi fylgt fylgirit um sjálfstæðar innlendar mannréttindastofnanir þar sem meðal annars er að finna umfjöllun um mismunandi gerðir mannréttindastofnana, mannréttindastofnanir á Norðurlöndum og alþjóðlega þróun mannréttindaeftirlits. Þá segir að sjálfstæðar innlendar mannréttindastofnanir þurfi að uppfylla Parísarviðmiðin, en þau séu meðal annars eftirfarandi: Kveðið skal á um hlutverk stofnunarinnar í almennum lögum eða stjórnskipunarlögum. Fjárhagslegt og stofnanabundið sjálfstæði stofnunarinnar skal vera tryggt og skal hún m.a. hafa eigið starfslið og starfsstöð. Stofnunin skal hafa víðtækt umboð til að vinna að eflingu og vernd mannréttinda. Stofnunin skal hafa víðtækan rétt til upplýsinga sem varða mannréttindi. Almenningur þarf að geta leitað til stofnunarinnar til þess að fá leiðbeiningar eða ráðgjöf. Áhersla er lögð á fjölræði þ.e. dreifingu valds og að þau sem komi að ákvarðanatöku endurspegli borgaralegt samfélag. Verður í sambærilegri stöðu og umboðsmaður og ríkisendurskoðandi Í frumvarpsdrögum segir að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindastofnunar Íslands sé lagt til að hún heyri undir Alþingi. Stofnunin muni að þessu leyti hafa sambærilega stöðu og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Í samræmi við skilyrðið um dreifingu valds er lagt til að sérstök stjórn beri ábyrgð á rekstri stofnunarinnar en að framkvæmdastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri hennar. Auk þess er gert ráð fyrir að á vegum stofnunarinnar starfi sérstök ráðgjafarnefnd hagsmunaaðila. „Með frumvarpinu er Mannréttindastofnun Íslands falin víðtæk verkefni sem miða að því að efla og vernda mannréttindi á Íslandi. Henni er ætlað að vinna að því að opinberir aðilar jafnt sem einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í frumvarpinu er kveðið nánar á um það hvernig stofnunin mun sinna þessu hlutverki, en meginverkefni stofnunarinnar eru einkum mannréttindaeftirlit; ráðgjöf, rannsóknir og fræðsla; og aðstoð og leiðbeiningar til almennings,“ segir í samráðsgáttinni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Stjórnsýsla Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Í samráðsgáttinni segir að stofnunin muni uppfylla viðmiðunarreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluð Parísarviðmið. Hlutverk Mannréttindastofnunar Íslands verði að efla og vernda mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. „Ísland hefur ítrekað fengið tilmæli og athugasemdir frá alþjóðlegum eftirlitsaðilum um að koma sjálfstæðri mannréttindastofnun á fót og í kjölfar allsherjarúttekta á stöðu mannréttinda sem fram fóru á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna árin 2016 og 2022 samþykkti íslenska ríkið fjölmörg tilmæli þess efnis. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016, leggur jafnframt þá skyldu á íslenska ríkið að mannréttindastofnun sé til staðar hér á landi, sbr. 2. mgr. 33. gr. samningsins. Er tilvist slíkrar stofnunar forsenda þess að hægt sé að lögfesta samninginn hér á landi,“ segir í gáttinni. Forsætisráðherra fagnar frumvarpinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á Facebook að það gleðji sig að tilkynna að drög að frumvapinu hafi verið birt. Frumvarpið sé mikilvægur liður í að lögfesta Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og sambærilegar stofnanir séu nú þegar starfandi víða, meðal annars á hinum Norðurlöndunum. Frumvarpið byggir á grænbók Í Samráðsgáttinni segir að frumvarpið byggi meðal annars á niðurstöðum grænbókar um mannréttindi sem var birt á vef forsætisráðuneytisins 10. mars 2023 og haft var víðtækt samráð um við almenning, félagasamtök, stofnanir og aðra hagsmunaaðila um. Með grænbókinni hafi fylgt fylgirit um sjálfstæðar innlendar mannréttindastofnanir þar sem meðal annars er að finna umfjöllun um mismunandi gerðir mannréttindastofnana, mannréttindastofnanir á Norðurlöndum og alþjóðlega þróun mannréttindaeftirlits. Þá segir að sjálfstæðar innlendar mannréttindastofnanir þurfi að uppfylla Parísarviðmiðin, en þau séu meðal annars eftirfarandi: Kveðið skal á um hlutverk stofnunarinnar í almennum lögum eða stjórnskipunarlögum. Fjárhagslegt og stofnanabundið sjálfstæði stofnunarinnar skal vera tryggt og skal hún m.a. hafa eigið starfslið og starfsstöð. Stofnunin skal hafa víðtækt umboð til að vinna að eflingu og vernd mannréttinda. Stofnunin skal hafa víðtækan rétt til upplýsinga sem varða mannréttindi. Almenningur þarf að geta leitað til stofnunarinnar til þess að fá leiðbeiningar eða ráðgjöf. Áhersla er lögð á fjölræði þ.e. dreifingu valds og að þau sem komi að ákvarðanatöku endurspegli borgaralegt samfélag. Verður í sambærilegri stöðu og umboðsmaður og ríkisendurskoðandi Í frumvarpsdrögum segir að til þess að tryggja sjálfstæði Mannréttindastofnunar Íslands sé lagt til að hún heyri undir Alþingi. Stofnunin muni að þessu leyti hafa sambærilega stöðu og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Í samræmi við skilyrðið um dreifingu valds er lagt til að sérstök stjórn beri ábyrgð á rekstri stofnunarinnar en að framkvæmdastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri hennar. Auk þess er gert ráð fyrir að á vegum stofnunarinnar starfi sérstök ráðgjafarnefnd hagsmunaaðila. „Með frumvarpinu er Mannréttindastofnun Íslands falin víðtæk verkefni sem miða að því að efla og vernda mannréttindi á Íslandi. Henni er ætlað að vinna að því að opinberir aðilar jafnt sem einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins. Í frumvarpinu er kveðið nánar á um það hvernig stofnunin mun sinna þessu hlutverki, en meginverkefni stofnunarinnar eru einkum mannréttindaeftirlit; ráðgjöf, rannsóknir og fræðsla; og aðstoð og leiðbeiningar til almennings,“ segir í samráðsgáttinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Stjórnsýsla Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira