Milduðu dóm yfir manni sem nauðgaði öðrum á salerni skemmtistaðar Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 07:10 Landsréttur taldi sannað að Faisal Mohed Freer hafi þvingað brotaþola til munnmaka á salerni skemmtistaðar í ágúst 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir Faisal Mohed Freer vegna nauðgunar inni á salerni skemmtistaðar í tveggja ára fangelsi. Maðurinn hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl á síðasta ári og var dómnum í kjölfarið áfrýjað. Freer var ákærður fyrir að hafa aðfararnótt 8. ágúst 2021 ruðst inn á salerni skemmtistaðar þar sem brotaþoli var staddur og reynt að hafa við hann endaþarms- og munnmök án hans samþykkis. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa sama kvöld og á sama skemmtistað, farið aftur á eftir brotaþola inn á salerni og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis sem og þvingað hann til að hafa við sig munnmök og ekki hætt þótt maðurinn hafi ítrekað beðið hann um það. Landsréttur sýknaði manninn af þeim hluta ákærunnar sem snýr að endaþarmsmökum sem leiddi til þess að hæfileg refsing var metin tveggja ára fangelsi, auk þess að greiða brotaþola tvær milljónir króna í miskabætur. Stöðugur framburður brotaþola Í dómi Landsréttar kemur fram að Freer og brotaþoli hafi verið einir til frásagnar frásagnar um hvað hafi gerst inni á salerninu. Framburður brotaþola um að hann hafi þvingað hann til munnmaka hafi frá upphafi verið stöðugur og fengi sömuleiðis stoð í framburði vitna sem hafi lýst því að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi eftir að hafa hraðað sér út af salerninu og öskrað. Vitnið sagði brotaþola hafa verið grátandi, mjög taugaveiklaðan og í uppnámi og sagt að Freer hefði nauðgað sér. Hann hafi annars átt erfitt með að útskýra það sem hafi gerst og vitnið kallað á öryggisverði sem héldu ákærða þar til að lögregla kom á staðinn. Þá var framburður Freer um að hann myndi ekki eftir atburðum kvöldsins vegna áfengisdrykkju ekki talinn trúverðugur þar sem það stangist á við gögn málsins. Sömuleiðis hafi framburður ákærða um að hann hefði ekki áhuga á karlmönnum þótt ótrúverðugur. Dómur mildaður Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Freer hafi þvingað manninn til munnmaka, en féllst þó ekki þá niðurstöðu héraðsdóms að fullnægjandi sönnun lægi fyrir um að Freer hafi haft endaþarmsmök við manninn án hans samþykkis. Hæfileg refsing var því talin tveggja ára fangelsi, en Freer var einnig sakfelldur fyrir að hafa verið með falsað ökuskírteini og kennivottorð frá Belgíu við handtöku. Til frádráttar kemur fjögurra daga gæsluvarðhald sem hann sætti, en hann var handtekinn sama kvöld eftir að hafa verið haldið af öryggisvörðum skemmtistaðarins. Freer var sömuleiðis gert að greiða tvo þriðjuhluta af áfrýjunarkostnaði málsins ásamt sama hlutfalls málsvarnarlauna veranda og þóknunar réttargæslumanns. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Freer var ákærður fyrir að hafa aðfararnótt 8. ágúst 2021 ruðst inn á salerni skemmtistaðar þar sem brotaþoli var staddur og reynt að hafa við hann endaþarms- og munnmök án hans samþykkis. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa sama kvöld og á sama skemmtistað, farið aftur á eftir brotaþola inn á salerni og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis sem og þvingað hann til að hafa við sig munnmök og ekki hætt þótt maðurinn hafi ítrekað beðið hann um það. Landsréttur sýknaði manninn af þeim hluta ákærunnar sem snýr að endaþarmsmökum sem leiddi til þess að hæfileg refsing var metin tveggja ára fangelsi, auk þess að greiða brotaþola tvær milljónir króna í miskabætur. Stöðugur framburður brotaþola Í dómi Landsréttar kemur fram að Freer og brotaþoli hafi verið einir til frásagnar frásagnar um hvað hafi gerst inni á salerninu. Framburður brotaþola um að hann hafi þvingað hann til munnmaka hafi frá upphafi verið stöðugur og fengi sömuleiðis stoð í framburði vitna sem hafi lýst því að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi eftir að hafa hraðað sér út af salerninu og öskrað. Vitnið sagði brotaþola hafa verið grátandi, mjög taugaveiklaðan og í uppnámi og sagt að Freer hefði nauðgað sér. Hann hafi annars átt erfitt með að útskýra það sem hafi gerst og vitnið kallað á öryggisverði sem héldu ákærða þar til að lögregla kom á staðinn. Þá var framburður Freer um að hann myndi ekki eftir atburðum kvöldsins vegna áfengisdrykkju ekki talinn trúverðugur þar sem það stangist á við gögn málsins. Sömuleiðis hafi framburður ákærða um að hann hefði ekki áhuga á karlmönnum þótt ótrúverðugur. Dómur mildaður Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Freer hafi þvingað manninn til munnmaka, en féllst þó ekki þá niðurstöðu héraðsdóms að fullnægjandi sönnun lægi fyrir um að Freer hafi haft endaþarmsmök við manninn án hans samþykkis. Hæfileg refsing var því talin tveggja ára fangelsi, en Freer var einnig sakfelldur fyrir að hafa verið með falsað ökuskírteini og kennivottorð frá Belgíu við handtöku. Til frádráttar kemur fjögurra daga gæsluvarðhald sem hann sætti, en hann var handtekinn sama kvöld eftir að hafa verið haldið af öryggisvörðum skemmtistaðarins. Freer var sömuleiðis gert að greiða tvo þriðjuhluta af áfrýjunarkostnaði málsins ásamt sama hlutfalls málsvarnarlauna veranda og þóknunar réttargæslumanns.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent