Reuters hefur þetta eftir upplýsingafulltrúa Hvíta hússins.
„Forsetinn hefur það bara fínt og hann mun örugglega vinna í bústaðnum síðdegis í dag,“ sagði Karine Jean Pierre upplýsingafulltrúi að lokinni fyrri aðgerðinni.
Biden kvartaði undan tannpínu á sunnudag, var sendur í röntgenmyndatöku og í framhaldinu í aðgerð á Walter Reed sjúkrahúsinu og framseldi vald sitt til varaforseta Kamölu Harris.
„Aðgerðin fór vel,“ skrifaði læknirinn Kevin O'Connor um meðferðina. „Það voru engir fylgikvillar.“
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, lætur af embætti í september eftir níu ára starf. Leitin að arftaka hans stendur enn yfir en Biden hefur ekki lýst yfir stuðingi við nokkurn kandídat.