Hve mikil orka fer í bitcoin, Hörður? Snæbjörn Guðmundsson skrifar 14. júní 2023 08:00 Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun. Í viðtalinu fullyrðir Hörður að orkan úr væntanlegri Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til bitcoinvinnslu. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst að verði Hvammsvirkjun að veruleika mun raforkan þaðan að sjálfsögðu streyma um kerfið í heild sinni, og þar með til þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun og grafa eftir bitcoin. Eða ætlar Hörður kannski að sortera raforkuna úr Hvammsvirkjun frá í línunum og passa að hún fari ekki til þessara viðskiptavina Landsvirkjunar, sem hann vill helst sem allra minnst kannast við núna? Hvernig ætlar hann sér að standa við þessa fullyrðingu gagnvart landsmönnum, einkum íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra sem er ætlað í dag að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun og fórna þar landi og náttúru í raforkuhít Landsvirkjunar? Hvort Landsvirkjun selji forgangs- eða afgangsorku í bitcoingröft er fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Hvernig sölusamningur vegna bitcoinvinnslu lítur út á pappírum Landsvirkjunar breytir engu um að það er óverjandi að fórna náttúruauðæfum Íslands til að grafa eftir slíkum sýndarverðmætum, sem kemur auk þess sífellt betur í ljós að er gróðrarstía blekkinga og fjársvika. Þökk sé orkufyrirtækjum landsins tekur Ísland nú þátt í þeim leik af miklum móð. Landsvirkjun hefur í næstum tvö ár sagt að verið sé að „fasa út“ raforkusölu í bitcoingröft en það virðist ganga hægt. Í viðtali gærdagsins hafnar Hörður hvorki né staðfestir tölur hins norska greinanda Jaran Mellerud sem telur um 120 MW vera notuð í bitcoingröft á Íslandi. Sé sú tala rétt fer meiri raforka í bitcoingröft heldur en samanlagt til allra íslenskra heimila. Nú þegar Hörður er búinn að hefja samtalið þarf bara eitt heiðarlegt svar frá honum: Hversu mikla raforku hefur Landsvirkjun selt í bitcoingröft síðustu tólf mánuði? Þá tölu þarf ekki að greina niður eftir stökum gagnaverum, hér þarf bara heildarraforkumagn sem Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins í almannaeigu, selur til bitcoinvinnslu. Raforkunotkun allra atvinnuvega á Íslandi kemur fram í opinberum gögnum – við vitum nákvæmlega hve mikil orka fer í ylrækt, mjólkuriðnað og steinullargerð, svo dæmi séu tekin. Af hverju þykir það ekki sjálfsagt mál að allir Íslendingar fái að vita hve mikil orka fer í bitcoingröft? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Landsvirkjun Rafmyntir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í viðtali á Vísi sem birtist í gær fer Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, undan í flæmingi þegar hann er spurður út í bitcoingröft þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun. Í viðtalinu fullyrðir Hörður að orkan úr væntanlegri Hvammsvirkjun verði ekki nýtt til bitcoinvinnslu. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst að verði Hvammsvirkjun að veruleika mun raforkan þaðan að sjálfsögðu streyma um kerfið í heild sinni, og þar með til þeirra gagnavera sem kaupa raforku af Landsvirkjun og grafa eftir bitcoin. Eða ætlar Hörður kannski að sortera raforkuna úr Hvammsvirkjun frá í línunum og passa að hún fari ekki til þessara viðskiptavina Landsvirkjunar, sem hann vill helst sem allra minnst kannast við núna? Hvernig ætlar hann sér að standa við þessa fullyrðingu gagnvart landsmönnum, einkum íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra sem er ætlað í dag að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun og fórna þar landi og náttúru í raforkuhít Landsvirkjunar? Hvort Landsvirkjun selji forgangs- eða afgangsorku í bitcoingröft er fyrirsláttur til að afvegaleiða umræðuna. Hvernig sölusamningur vegna bitcoinvinnslu lítur út á pappírum Landsvirkjunar breytir engu um að það er óverjandi að fórna náttúruauðæfum Íslands til að grafa eftir slíkum sýndarverðmætum, sem kemur auk þess sífellt betur í ljós að er gróðrarstía blekkinga og fjársvika. Þökk sé orkufyrirtækjum landsins tekur Ísland nú þátt í þeim leik af miklum móð. Landsvirkjun hefur í næstum tvö ár sagt að verið sé að „fasa út“ raforkusölu í bitcoingröft en það virðist ganga hægt. Í viðtali gærdagsins hafnar Hörður hvorki né staðfestir tölur hins norska greinanda Jaran Mellerud sem telur um 120 MW vera notuð í bitcoingröft á Íslandi. Sé sú tala rétt fer meiri raforka í bitcoingröft heldur en samanlagt til allra íslenskra heimila. Nú þegar Hörður er búinn að hefja samtalið þarf bara eitt heiðarlegt svar frá honum: Hversu mikla raforku hefur Landsvirkjun selt í bitcoingröft síðustu tólf mánuði? Þá tölu þarf ekki að greina niður eftir stökum gagnaverum, hér þarf bara heildarraforkumagn sem Landsvirkjun, stærsta orkufyrirtæki landsins í almannaeigu, selur til bitcoinvinnslu. Raforkunotkun allra atvinnuvega á Íslandi kemur fram í opinberum gögnum – við vitum nákvæmlega hve mikil orka fer í ylrækt, mjólkuriðnað og steinullargerð, svo dæmi séu tekin. Af hverju þykir það ekki sjálfsagt mál að allir Íslendingar fái að vita hve mikil orka fer í bitcoingröft? Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar