Hefur meiri áhyggjur af mismunun en útrýmingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 08:22 Vestager segir hættuna á mismunun verulega. epa/Olivier Hoslet Margarethe Vestager, sem fer fyrir málefnum er varða stafræna framþróun og samkeppni hjá Evrópusambandinu, segir mismunun meira áhyggjuefni þegar kemur að gervigreind en möguleg endalok mannkynsins. Hún segir nauðsynlegt að setja reglur um notkun gervigreindar, ekki síst þar sem gervigreindin er og verður notuð til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks, til dæmis þegar fólk er að sækja um lán. Evrópuþingið mun í dag greiða atkvæði um reglur um gervigreind en þær eru ekki taldar munu taka gildi fyrr en árið 2025. Sumir sérfræðingar hafa varað við því að ofurgreind gæti leitt til útrýmingar mannkynsins en Vestager segir að jafnvel þótt mögulega sé einhver hætta á því séu líkurnar litlar. Hún segir mun líklegra að fólk gæti orðið fyrir mismunun af hálfu gervigreindar sem hefur tekið yfir störf sem manneskjur sinntu áður. „Ef þetta er banki sem er að nota hana til að ákveða hvort ég get fengið lán eða ekki, eða félagsþjónustan í hverfinu þínu, þá verðum við að vera viss um að það sé ekki verið að mismuna þér á grundvelli kyns eða litarhafts eða póstnúmers,“ segir Vestager í samtali við BBC. Hún segir að setja þurfi regluverk um gervigreind á heimsvísu en að forgangsraða ætti samvinnu svipað þenkjandi þjóða áður en þess verður freistað að fá aðra að borðinu, til að mynda Kína. Hefja ætti vinnu við regluverk á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en einnig stíga strax þau skref sem hægt væri að stíga. Vestager segir ekki raunhæft að segja vinnu við gervigreind á bið. Hins vegar ættu þeir sem vinna að þróun hennar að reyna að komast að samkomulagi um reglur til að takmarka áhættu af völdum hennar. Hún segir verulega hættu á að gervigreind verði notuð til að hafa áhrif á kosningar. „Ef það er hægt að skanna samfélagsmiðlana þína til að fá heildarmynd af þér þá er hættan á misnotkun stórkostleg og ef við endum uppi með ástand þar sem við trúum engu er gjörsamlega búið að grafa undan samfélaginu.“ Evrópusambandið Gervigreind Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Hún segir nauðsynlegt að setja reglur um notkun gervigreindar, ekki síst þar sem gervigreindin er og verður notuð til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks, til dæmis þegar fólk er að sækja um lán. Evrópuþingið mun í dag greiða atkvæði um reglur um gervigreind en þær eru ekki taldar munu taka gildi fyrr en árið 2025. Sumir sérfræðingar hafa varað við því að ofurgreind gæti leitt til útrýmingar mannkynsins en Vestager segir að jafnvel þótt mögulega sé einhver hætta á því séu líkurnar litlar. Hún segir mun líklegra að fólk gæti orðið fyrir mismunun af hálfu gervigreindar sem hefur tekið yfir störf sem manneskjur sinntu áður. „Ef þetta er banki sem er að nota hana til að ákveða hvort ég get fengið lán eða ekki, eða félagsþjónustan í hverfinu þínu, þá verðum við að vera viss um að það sé ekki verið að mismuna þér á grundvelli kyns eða litarhafts eða póstnúmers,“ segir Vestager í samtali við BBC. Hún segir að setja þurfi regluverk um gervigreind á heimsvísu en að forgangsraða ætti samvinnu svipað þenkjandi þjóða áður en þess verður freistað að fá aðra að borðinu, til að mynda Kína. Hefja ætti vinnu við regluverk á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en einnig stíga strax þau skref sem hægt væri að stíga. Vestager segir ekki raunhæft að segja vinnu við gervigreind á bið. Hins vegar ættu þeir sem vinna að þróun hennar að reyna að komast að samkomulagi um reglur til að takmarka áhættu af völdum hennar. Hún segir verulega hættu á að gervigreind verði notuð til að hafa áhrif á kosningar. „Ef það er hægt að skanna samfélagsmiðlana þína til að fá heildarmynd af þér þá er hættan á misnotkun stórkostleg og ef við endum uppi með ástand þar sem við trúum engu er gjörsamlega búið að grafa undan samfélaginu.“
Evrópusambandið Gervigreind Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“