Fyrirframákveðið gjald og stjörnugjöf í nýju leigubílaforriti Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 21:17 Smáforritið segir notanda nákvæmlega hvað ferðin mun kosta hann. Stöð 2 Samkeppni á leigubílamarkaði höfuðborgarsvæðisins jókst í dag þegar Hopp leigubílar hófu starfsemi. Fyrirtækið ætlar sér meðal annars að mæta mikilli eftirspurn eftir leigubílum í miðborginni um helgar. Hopp-leigubílana er einungis hægt að panta með smáforriti þeirra og fá notendur uppgefið verð og hversu langt er í að bíllinn mæti. Að taka venjulegan leigubíl frá Suðurlandsbraut að Efstaleiti kostaði fréttamann 2.190 krónur. Hins vegar kostaði ferðin með Hopp-leigubílnum til baka 1.850 krónur. 340 krónum ódýrari ferð. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þrátt fyrir að félagið reyni alltaf að vera ódýrara, líkt og raunin var í dag, sé tæknin á bak við fyrirkomulag Hopp-leigubíla það sem ætti að heilla fólk hvað mest. „Það er sérstaklega þjónustan og tæknin því það skilar nýtni. Það er hvers vegna kostaði bílinn þetta þig þessa leið og af hverju kostar hann annað hina leiðina. Það er eftir því hvar bíllinn er staðsettur, það er besti bíllinn að sækja besta notandann. Það er tæknin sem er þarna að hjálpa okkur,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubíla.Stöð 2 Sæunn segir að eigi að komast jafnvægi á markaðinn með komu Hopp þurfi fleiri leigubílstjórar að skrá sig þar. Þá geta þeir orðið stjörnur innan Hopp en eftir að ferð í leigubíl er lokið gefa notendur bílstjóranum sínum einkunn fyrir ferðina og öfugt. Því er einnig um að gera að vera stilltur aftur í. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ segir Sæunn. Leigubílar Tækni Samgöngur Neytendur Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Hopp-leigubílana er einungis hægt að panta með smáforriti þeirra og fá notendur uppgefið verð og hversu langt er í að bíllinn mæti. Að taka venjulegan leigubíl frá Suðurlandsbraut að Efstaleiti kostaði fréttamann 2.190 krónur. Hins vegar kostaði ferðin með Hopp-leigubílnum til baka 1.850 krónur. 340 krónum ódýrari ferð. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þrátt fyrir að félagið reyni alltaf að vera ódýrara, líkt og raunin var í dag, sé tæknin á bak við fyrirkomulag Hopp-leigubíla það sem ætti að heilla fólk hvað mest. „Það er sérstaklega þjónustan og tæknin því það skilar nýtni. Það er hvers vegna kostaði bílinn þetta þig þessa leið og af hverju kostar hann annað hina leiðina. Það er eftir því hvar bíllinn er staðsettur, það er besti bíllinn að sækja besta notandann. Það er tæknin sem er þarna að hjálpa okkur,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubíla.Stöð 2 Sæunn segir að eigi að komast jafnvægi á markaðinn með komu Hopp þurfi fleiri leigubílstjórar að skrá sig þar. Þá geta þeir orðið stjörnur innan Hopp en eftir að ferð í leigubíl er lokið gefa notendur bílstjóranum sínum einkunn fyrir ferðina og öfugt. Því er einnig um að gera að vera stilltur aftur í. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ segir Sæunn.
Leigubílar Tækni Samgöngur Neytendur Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira