Enn ein áætlunin í skúffuna Grímur Atlason skrifar 16. júní 2023 11:01 Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi fjármálaáætlun ríkisfjármála til næstu fjögurra ára. Nokkrum dögum áður hafði sama þing samþykkt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og var kostnaður við hana áætlaður í kringum þrjá milljarða. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætluninni. Það sorglega er að allir vissu að nær engir peningar yrðu settir í þessa áætlun. Bara hrein og tær sýndarmennska. Þetta er auðvitað afleitt en sýnir forgangsröðunina svart á hvítu: Geðheilbrigðismál eru því miður afgangsstærð og hafa verið um langt árabil - það þarf ekki annað en að horfa til aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum 2016 til 2020 til að finna sambærilegar vanefndir. Áætlanir í geðheilbrigðismálum virðast fyrst og fremst vera tímasóun og vanvirðing við okkur öll og ekki síst þau sem þurfa að takast á við geðrænar áskoranir. Afleiðingar geðrænna áskoranna eru allt um kring í samfélaginu: Fíkn, örorka, vanvirkni, skólaforðun, atvinnuleysi, fordómar, sambandsslit, brottfall úr skólum, fátækt, einangrun, jaðarsetning, ofbeldi, sjálfsskaði, ótímabær dauðsföll og svo mætti lengi telja. Nær öll okkar orka og fjármagn í geðheilbrigðismálum fer því miður í að kljást við þessar afleiðingar en nær ekkert er sett í orsakirnar. Aðgerðaáætlunin, sem samþykkt var í þinginu í síðustu viku, var skref í þá átt að vinna meira með orsakaþætti en áður hefur verið gert. Það eru því enn meiri vonbrigði að enn og aftur samþykki Alþingi ófjármagnaðar aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Fyrir nokkrum vikum var bent á nöturlegar staðreyndir í tengslum við ótímabær dauðaföll vegna sjálfskaða. Voru dauðsföll barna og ungs fólks vegna sjálfsvíga og ofskömmtunar lyfja alveg sérstaklega sláandi. Tugir einstaklinga hafa fallið fyrir eigin hendi eða vegna ofskömmtunar lyfja það sem af er ári. Til samanburðar hefur á sama tíma einn einstaklingur látist í bílslysi. Aðrar staðreyndir sem benda til þess að við séum á rangri leið er geðlyfjanotkun. Hér eru nokkur dæmi um þá uppgjöf og ráðaleysi sem virðist einkenna geðheilbrigðismálin á Íslandi: 15,7% þjóðarinnar tekur þunglyndislyf. 47% fleiri en í Svíþjóð og 127% fleiri en í Noregi. 3,5% barna á aldrinum 0 til 14 ára tekur þunglyndislyf en það er 1740% fleiri en í Danmörku og 2400% fleiri en í Noregi. 16,2% ungmenna á aldrinum 15 til 24 ára tekur þunglyndislyf en það er 318% fleiri en í Noregi og 305% fleiri en í Danmörku. Árið 2013 tóku 0,95% barna á aldrinum 6 til 17 ára svefn og róandi lyf, árið 2022 var hlutfallið 6,2%. Það er aukning upp á 551%. Árið 2013 tóku 2,5% barna á aldrinum 6 til 17 ára þunglyndislyf, árið 2022 var hlutfallið 5,3%. Það er aukning upp á 110%. Það er kominn tími á að geðheilbrigðismál verði raunverulega sett á oddinn. Að ríkisstjórn, Alþingi og sveitarstjórnir færi málaflokkinn úr afgangsflokki í forgangsflokk. Afleiðingar þess að gera ekkert og slá hlutunum endalaust á frest eru svo sannarlega farnar að bíta fast. Við verðum að bregðast við! Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku samþykkti Alþingi fjármálaáætlun ríkisfjármála til næstu fjögurra ára. Nokkrum dögum áður hafði sama þing samþykkt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til næstu fjögurra ára og var kostnaður við hana áætlaður í kringum þrjá milljarða. Ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætluninni. Það sorglega er að allir vissu að nær engir peningar yrðu settir í þessa áætlun. Bara hrein og tær sýndarmennska. Þetta er auðvitað afleitt en sýnir forgangsröðunina svart á hvítu: Geðheilbrigðismál eru því miður afgangsstærð og hafa verið um langt árabil - það þarf ekki annað en að horfa til aðgerðaáætlunar í geðheilbrigðismálum 2016 til 2020 til að finna sambærilegar vanefndir. Áætlanir í geðheilbrigðismálum virðast fyrst og fremst vera tímasóun og vanvirðing við okkur öll og ekki síst þau sem þurfa að takast á við geðrænar áskoranir. Afleiðingar geðrænna áskoranna eru allt um kring í samfélaginu: Fíkn, örorka, vanvirkni, skólaforðun, atvinnuleysi, fordómar, sambandsslit, brottfall úr skólum, fátækt, einangrun, jaðarsetning, ofbeldi, sjálfsskaði, ótímabær dauðsföll og svo mætti lengi telja. Nær öll okkar orka og fjármagn í geðheilbrigðismálum fer því miður í að kljást við þessar afleiðingar en nær ekkert er sett í orsakirnar. Aðgerðaáætlunin, sem samþykkt var í þinginu í síðustu viku, var skref í þá átt að vinna meira með orsakaþætti en áður hefur verið gert. Það eru því enn meiri vonbrigði að enn og aftur samþykki Alþingi ófjármagnaðar aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Fyrir nokkrum vikum var bent á nöturlegar staðreyndir í tengslum við ótímabær dauðaföll vegna sjálfskaða. Voru dauðsföll barna og ungs fólks vegna sjálfsvíga og ofskömmtunar lyfja alveg sérstaklega sláandi. Tugir einstaklinga hafa fallið fyrir eigin hendi eða vegna ofskömmtunar lyfja það sem af er ári. Til samanburðar hefur á sama tíma einn einstaklingur látist í bílslysi. Aðrar staðreyndir sem benda til þess að við séum á rangri leið er geðlyfjanotkun. Hér eru nokkur dæmi um þá uppgjöf og ráðaleysi sem virðist einkenna geðheilbrigðismálin á Íslandi: 15,7% þjóðarinnar tekur þunglyndislyf. 47% fleiri en í Svíþjóð og 127% fleiri en í Noregi. 3,5% barna á aldrinum 0 til 14 ára tekur þunglyndislyf en það er 1740% fleiri en í Danmörku og 2400% fleiri en í Noregi. 16,2% ungmenna á aldrinum 15 til 24 ára tekur þunglyndislyf en það er 318% fleiri en í Noregi og 305% fleiri en í Danmörku. Árið 2013 tóku 0,95% barna á aldrinum 6 til 17 ára svefn og róandi lyf, árið 2022 var hlutfallið 6,2%. Það er aukning upp á 551%. Árið 2013 tóku 2,5% barna á aldrinum 6 til 17 ára þunglyndislyf, árið 2022 var hlutfallið 5,3%. Það er aukning upp á 110%. Það er kominn tími á að geðheilbrigðismál verði raunverulega sett á oddinn. Að ríkisstjórn, Alþingi og sveitarstjórnir færi málaflokkinn úr afgangsflokki í forgangsflokk. Afleiðingar þess að gera ekkert og slá hlutunum endalaust á frest eru svo sannarlega farnar að bíta fast. Við verðum að bregðast við! Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun