How to kill your product – eða af hverju amma skar alltaf steikina í tvennt? Anna Maria Hedman skrifar 16. júní 2023 12:01 Aðalréttur ömmu Ingeborg var sunnudagssteikin. Þið þekkið safaríku nautasteikina sem var hægelduð í potti, skorin í þunnar sneiðar og borin fram með soðnum kartöflum, brúnni rjómasósu, grænum og gulum baunum og sultu. Amma Ingeborg fæddist árið 1909 í Svíþjóð og því miður fékk ég aldrei að upplifa matreiðsluhæfileika hennar í raunheimi. Sem betur fer gekk uppskriftin og einstök klókindi hennar að nota kaffi í soðið í gegnum kynslóðirnar. Í öll þessi ár hef ég velt því fyrir mér hvers vegna hún skar steikina í tvennt áður en hún eldaði? Hvers vegna gerði hún það? Er þá auðveldara að elda steikina? Batnar bragðupplifunin ef steikinni er skipt í tvo hluta fyrir matreiðslu? Þá kemur í ljós að hin raunverulega ástæða þess að Ingeborg amma skar steikina í tvennt hafði ekkert með smekk eða aðferð að gera heldur þá staðreynd að hún var ekki með nógu stóran pott! Og það er einmitt það sem er áhugavert fyrir vöruþróun. Að hafa það sem kjörorð að endurskoða, einfalda, nýta nútímatæknina og bæta vöruna okkar fyrir notandann ætti að vera markmið allrar hugbúnaðarþróunar. Og þó „við höfum alltaf gert það svona“ þarf það ekki að þýða að við gerum það að eilífu, ekki satt? Roadmap Edward Deming, einn af stofnendum ISO, sagði einu sinni: Það er ekki nóg að gera þitt besta, þú verður að vita hvað þú átt að gera og gera svo þitt besta. Og enn þann dag í dag er ansi margt til í þeirri kenningu. Mikilvægi þess að hafa vel starfhæft Roadmap spilar stærra hlutverk fyrir liðið en ætla mætti. Stóra myndin verður leiðarstjarnan í þróuninni og skammtíma- og langtímaáætlunin hjálpar teyminu að einbeita sér að réttu beiðnunum hverju sinni. Einnig er mikilvægt að Roadmap samanstandi af mismunandi lögum svo það geti veitt réttum aðilum réttar upplýsingar. Innri hagsmunaaðilar á stjórnunarstigi hafa sjaldan áhuga á smáatriðum. Þessi tegund af Roadmap er oft kölluð onepager og gefur stuttar upplýsingar um hvað / hvernig / hvenær og stutt yfirlit yfir framtíðarsýn þróunar. Ítarlegra Roadmap, stóra myndin, er fyrir liðið. Það er mikilvægt að allir séu sammála um Rodamap og að það sé reglulega endurskoðað. Design Thinking Roadmap er mikilvægur hluti af þróunarferlinu sjálfu en ef þróunin fylgir ekki óskum og þörfum notenda í kerfinu er ekkert verðmæti í því. „Design Thinking“ snýst um að skilja annars vegar hverjir notendurnir eru og hins vegar mismunandi þarfir og óskir hvers og eins. Þú býrð einfaldlega til persónur, byggðar á greiningu á notendum, gefur þeim nöfn og hefur helst vel valda mynd sem er lýsandi fyrir viðkomandi týpu af notanda. Til að komast þangað er hópur notenda boðaður á vinnufund þar sem þeir eru beðnir um að svara spurningum. Svörin hjálpa til við að kortleggja notendur (persónur) og veitir hugmynd um hvernig þeir nota kerfið. Spurningarnar eru flokkaðar í : Hvaða eiginleikar eru nauðsynlegir fyrir þig? Hver eru tækifærin fyrir mig? Hvaða virkni væri gott að hafa? Hver væri draumaheimurinn? Við höfum líka prófað Loop11 próf, þ.e.a.s. þú tekur upp á skjá notanda á meðan hann fær verkefni til að framkvæma í kerfinu. Markmiðið er að sjá hreyfingar músa, hvað notanda finnst eðlilegt og hvað er erfitt að skilja. Þetta er tekið saman í skýrslu sem kynnt er fyrir hönnuði sem gerir frumgerð í hönnunarforriti eins og Figma. Notendahópnum er síðan boðið aftur til að gera annað Loop11 próf í Figma-skjalinu þar sem notandinn hefur tækifæri til að koma með athugasemdir. Þannig þróast kerfið í takt við óskir notenda og úrræði teymisins nýtast á sem bestan hátt. Persónurnar sem búnar voru til lifa með vörunni í daglegu starfi þar sem hver beiðni í þróunarferlinu vísar í notendasögu. Það er að segja að við tölum fyrir hönd persónu sem vill geta „þetta“ til að „leysa hitt“ því vinnustaðurinn krefst þess að við getum „þetta“. Ef notenda-persónan fær „þetta“ leysir það vandamálið. Kill your product Það var yfirskrift fyrirlesturs sem Stephanie Musat, vörustjóri hjá Warner Bros hélt á Industry Product Management ráðstefnu í New York í maí sl. Það kann að hljóma svolítið róttækt, en er í raun mjög gagnlegur hluti af áframhaldandi hugbúnaðarþróun. Það er einfaldlega þannig að ef við bætum aðeins nýjungum og endurbótum við en fjarlægjum ekki neitt getur varan endað sem risa skrímsli sem verður flókið í notkun. Að fjarlægja eiginleika er eðlilegur hluti af þróunarferlinu sjálfu. Gott er að hafa í huga að ef eitthvað hefur ekki heppnast eru það ekki banvæn mistök. Það er nefnilega ekkert annað en tækifæri til að finna nýja og enn betri leið í þróuninni sjálfri. Ekki vera hrædd við að taka heilt kerfi úr notkun því það opnar einfaldlega tækifæri fyrir nýjungar. Stöðugar umbætur Bragðupplifunin sem amma Ingeborg galdraði í eldhúsinu er enn sláandi góð en tækni og aðferðir þróast stöðugt áfram. Eldri kynslóðir hugbúnaðar voru þá með byltingarkenndar aðgerðir sem í dag eru eðlileg virkni sem enginn veltir fyrir sér. Nútímatækni gerir þær körfur að hugbúnaðurinn lagar sig að notandanum en notandinn þarf ekki að breyta sér til þess að laga sig að þörfum kerfisins. Áður voru aðeins tvær persónur sem hugbúnaðurinn var þróaður fyrir en í dag tekur hann mið að minnsta kosti fimm persónum. Það munu fæðast nýjar persónur, virkni og tækni í vöruþróun framtíðarinnar og sumt mun hverfa ef það er ekki þörf fyrir það lengur. Við verðum að læra hvenær er réttast að hætta að skera steikina í tvennt og hvenær við eigum að henda gamla pottinum. Höfundur er vörustjóri hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Aðalréttur ömmu Ingeborg var sunnudagssteikin. Þið þekkið safaríku nautasteikina sem var hægelduð í potti, skorin í þunnar sneiðar og borin fram með soðnum kartöflum, brúnni rjómasósu, grænum og gulum baunum og sultu. Amma Ingeborg fæddist árið 1909 í Svíþjóð og því miður fékk ég aldrei að upplifa matreiðsluhæfileika hennar í raunheimi. Sem betur fer gekk uppskriftin og einstök klókindi hennar að nota kaffi í soðið í gegnum kynslóðirnar. Í öll þessi ár hef ég velt því fyrir mér hvers vegna hún skar steikina í tvennt áður en hún eldaði? Hvers vegna gerði hún það? Er þá auðveldara að elda steikina? Batnar bragðupplifunin ef steikinni er skipt í tvo hluta fyrir matreiðslu? Þá kemur í ljós að hin raunverulega ástæða þess að Ingeborg amma skar steikina í tvennt hafði ekkert með smekk eða aðferð að gera heldur þá staðreynd að hún var ekki með nógu stóran pott! Og það er einmitt það sem er áhugavert fyrir vöruþróun. Að hafa það sem kjörorð að endurskoða, einfalda, nýta nútímatæknina og bæta vöruna okkar fyrir notandann ætti að vera markmið allrar hugbúnaðarþróunar. Og þó „við höfum alltaf gert það svona“ þarf það ekki að þýða að við gerum það að eilífu, ekki satt? Roadmap Edward Deming, einn af stofnendum ISO, sagði einu sinni: Það er ekki nóg að gera þitt besta, þú verður að vita hvað þú átt að gera og gera svo þitt besta. Og enn þann dag í dag er ansi margt til í þeirri kenningu. Mikilvægi þess að hafa vel starfhæft Roadmap spilar stærra hlutverk fyrir liðið en ætla mætti. Stóra myndin verður leiðarstjarnan í þróuninni og skammtíma- og langtímaáætlunin hjálpar teyminu að einbeita sér að réttu beiðnunum hverju sinni. Einnig er mikilvægt að Roadmap samanstandi af mismunandi lögum svo það geti veitt réttum aðilum réttar upplýsingar. Innri hagsmunaaðilar á stjórnunarstigi hafa sjaldan áhuga á smáatriðum. Þessi tegund af Roadmap er oft kölluð onepager og gefur stuttar upplýsingar um hvað / hvernig / hvenær og stutt yfirlit yfir framtíðarsýn þróunar. Ítarlegra Roadmap, stóra myndin, er fyrir liðið. Það er mikilvægt að allir séu sammála um Rodamap og að það sé reglulega endurskoðað. Design Thinking Roadmap er mikilvægur hluti af þróunarferlinu sjálfu en ef þróunin fylgir ekki óskum og þörfum notenda í kerfinu er ekkert verðmæti í því. „Design Thinking“ snýst um að skilja annars vegar hverjir notendurnir eru og hins vegar mismunandi þarfir og óskir hvers og eins. Þú býrð einfaldlega til persónur, byggðar á greiningu á notendum, gefur þeim nöfn og hefur helst vel valda mynd sem er lýsandi fyrir viðkomandi týpu af notanda. Til að komast þangað er hópur notenda boðaður á vinnufund þar sem þeir eru beðnir um að svara spurningum. Svörin hjálpa til við að kortleggja notendur (persónur) og veitir hugmynd um hvernig þeir nota kerfið. Spurningarnar eru flokkaðar í : Hvaða eiginleikar eru nauðsynlegir fyrir þig? Hver eru tækifærin fyrir mig? Hvaða virkni væri gott að hafa? Hver væri draumaheimurinn? Við höfum líka prófað Loop11 próf, þ.e.a.s. þú tekur upp á skjá notanda á meðan hann fær verkefni til að framkvæma í kerfinu. Markmiðið er að sjá hreyfingar músa, hvað notanda finnst eðlilegt og hvað er erfitt að skilja. Þetta er tekið saman í skýrslu sem kynnt er fyrir hönnuði sem gerir frumgerð í hönnunarforriti eins og Figma. Notendahópnum er síðan boðið aftur til að gera annað Loop11 próf í Figma-skjalinu þar sem notandinn hefur tækifæri til að koma með athugasemdir. Þannig þróast kerfið í takt við óskir notenda og úrræði teymisins nýtast á sem bestan hátt. Persónurnar sem búnar voru til lifa með vörunni í daglegu starfi þar sem hver beiðni í þróunarferlinu vísar í notendasögu. Það er að segja að við tölum fyrir hönd persónu sem vill geta „þetta“ til að „leysa hitt“ því vinnustaðurinn krefst þess að við getum „þetta“. Ef notenda-persónan fær „þetta“ leysir það vandamálið. Kill your product Það var yfirskrift fyrirlesturs sem Stephanie Musat, vörustjóri hjá Warner Bros hélt á Industry Product Management ráðstefnu í New York í maí sl. Það kann að hljóma svolítið róttækt, en er í raun mjög gagnlegur hluti af áframhaldandi hugbúnaðarþróun. Það er einfaldlega þannig að ef við bætum aðeins nýjungum og endurbótum við en fjarlægjum ekki neitt getur varan endað sem risa skrímsli sem verður flókið í notkun. Að fjarlægja eiginleika er eðlilegur hluti af þróunarferlinu sjálfu. Gott er að hafa í huga að ef eitthvað hefur ekki heppnast eru það ekki banvæn mistök. Það er nefnilega ekkert annað en tækifæri til að finna nýja og enn betri leið í þróuninni sjálfri. Ekki vera hrædd við að taka heilt kerfi úr notkun því það opnar einfaldlega tækifæri fyrir nýjungar. Stöðugar umbætur Bragðupplifunin sem amma Ingeborg galdraði í eldhúsinu er enn sláandi góð en tækni og aðferðir þróast stöðugt áfram. Eldri kynslóðir hugbúnaðar voru þá með byltingarkenndar aðgerðir sem í dag eru eðlileg virkni sem enginn veltir fyrir sér. Nútímatækni gerir þær körfur að hugbúnaðurinn lagar sig að notandanum en notandinn þarf ekki að breyta sér til þess að laga sig að þörfum kerfisins. Áður voru aðeins tvær persónur sem hugbúnaðurinn var þróaður fyrir en í dag tekur hann mið að minnsta kosti fimm persónum. Það munu fæðast nýjar persónur, virkni og tækni í vöruþróun framtíðarinnar og sumt mun hverfa ef það er ekki þörf fyrir það lengur. Við verðum að læra hvenær er réttast að hætta að skera steikina í tvennt og hvenær við eigum að henda gamla pottinum. Höfundur er vörustjóri hjá Origo.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun