Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar 17. desember 2025 09:00 Þorsteinn Þorkelsson hjá Landsbjörgu og Ingvar Örn Ingvarsson hjá Rauða krossi Íslands skrifuðu nýverið sameiginlega grein í Morgunblaðið í nafni Íslandsspila. Í stað þess að fjalla um ábyrgð sína á þeim spilakössum sem Íslandsspil eiga og reka, beina þeir athyglinni að einum fyrrverandi ráðherra málaflokks fjárhættuspila. Skrif þeirra eru augljóslega tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Í stað þess að horfast í augu við eigin þátt í innleiðingu og útbreiðslu spilakassa og þeim samfélagslega skaða sem þeir valda, ráðast þeir á þann ráðherra sem einn hefur haft kjark til að andæfa þeim og reynt að vernda þá sem verst standa og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér – gegn þessum sömu mannúðarsamtökum sem lýsa sér svo. Umræddur ráðherra, Ögmundur Jónasson, hefur svarað fyrir sig eins og við var að búast og skýrt frá samskiptum sínum við rekstraraðila spilakassa og tilraunum til þess að koma skikk á þennan rekstur. Sjá grein sem birtist í Morgunblaðið þann 28.11 á vef Ögmundar Íslandsspilum svarað Tvímenningarnir láta ósagt að hvergi í lögum um spilakassa Íslandsspila er þeim gert skylt að halda þessum rekstri áfram. Hann er ekki lagaskylda, heldur val - og það er val sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Grein þeirra afhjúpar þannig ákvæðna kaldhæðni. Svokölluð mannúðarsamtök sem njóta góðs af kerfisbundnu arðráni á viðkvæmum hópi – spilafíklum – geta nefnilega seint talist mannúðarsamtök. Á skrifstofum Rauða krossins og Landsbjargar virðist vera litið svo á að velferð fólks, brotnar fjölskyldur, atvinnumissir, andlegt og líkamlegt þrot og jafnvel sjálfsvíg séu ásættanlegur fórnarkostnaður svo lengi sem spilakassarnir eru opnir og skila tekjum. Það stenst aftur á móti enga siðferðilega skoðun að mannúðarsamtök verndi tekjulind sína af meiri hörku en þau huga að fólki í neyð; með gjörðum sínum segja þau meira en nokkur blaðaskrif geta falið. Það er einfaldlega ekki hægt að predika mannúð og björgun þegar peningastreymið sprettur af fíkn og örvæntingu. Það sem höfundarnir skauta jafnframt algjörlega fram hjá er vilji almennings. Samkvæmt könnunum Samtaka áhugafólks um spilafíkn vilja 86% þjóðarinnar að spilakössum verði lokað til frambúðar og rúmlega 70% landsmanna eru neikvæð gagnvart því að Rauði krossinn og Landsbjörg fjármagni starfsemi sína með spilakössum. Afstaða meirihluta þjóðarinnar er því afgerandi Viðhorf til spilakassa á Íslandi. Þegar fulltrúar þessara svokölluðu almannaheillasamtaka líta framhjá svo einarðri niðurstöðu er ekki lengur hægt að ímynda sér að um vanþekkingu sé að ræða. Hér er greinilega á ferðinni djúpstæð afneitun lítils hóps innanbúðarmanna gagnvart óþægilegum sannleika sem aðrir sjá en þeir ekki. Í þessu máli snýst umræðan ekki um flokkspólitík eða persónur, þvert á það sem Þorsteinn og Ingvar gefa í skyn. Hún snýst um þá grundvallarspurningu hvort ásættanlegt sé að fjármagna málefni og verkefni í almannaþágu með svo skaðlegum hætti að lífi einstaklinga og fjölskyldna er beinlínis rústað. Svarið við þeirri spurningu liggur í augum uppi í samfélagi sem vill kenna sig við mannúð – almenningur vill loka spilakössunum – en hjá samtökum sem auglýsa sig undir slíkum formerkjum er engin svör að fá. Ef Rauði krossinn og Landsbjörg vilja standa undir nafni, þurfa þessi samtök að horfast í augu við staðreyndir og axla ábyrgð. Það gera þau ekki með því að afvegaleiða umræðuna, heldur með því að stuðla að raunverulegum breytingum. Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á Þorstein Þorkelsson og Ingvar Örn Ingvarsson að setja fram skýra og opinbera greinargerð þar sem útskýrt er hvernig rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra samtaka sem þeir tala fyrir, með hvaða hætti þeir réttlæta þann samfélagslega kostnað sem honum fylgir og hvers vegna Rauði krossinn á Íslandi og Landsbjörg velja að fjármagna starfsemi sína með þessum hætti. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þorsteinn Þorkelsson hjá Landsbjörgu og Ingvar Örn Ingvarsson hjá Rauða krossi Íslands skrifuðu nýverið sameiginlega grein í Morgunblaðið í nafni Íslandsspila. Í stað þess að fjalla um ábyrgð sína á þeim spilakössum sem Íslandsspil eiga og reka, beina þeir athyglinni að einum fyrrverandi ráðherra málaflokks fjárhættuspila. Skrif þeirra eru augljóslega tilraun til að afvegaleiða umræðuna. Í stað þess að horfast í augu við eigin þátt í innleiðingu og útbreiðslu spilakassa og þeim samfélagslega skaða sem þeir valda, ráðast þeir á þann ráðherra sem einn hefur haft kjark til að andæfa þeim og reynt að vernda þá sem verst standa og geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér – gegn þessum sömu mannúðarsamtökum sem lýsa sér svo. Umræddur ráðherra, Ögmundur Jónasson, hefur svarað fyrir sig eins og við var að búast og skýrt frá samskiptum sínum við rekstraraðila spilakassa og tilraunum til þess að koma skikk á þennan rekstur. Sjá grein sem birtist í Morgunblaðið þann 28.11 á vef Ögmundar Íslandsspilum svarað Tvímenningarnir láta ósagt að hvergi í lögum um spilakassa Íslandsspila er þeim gert skylt að halda þessum rekstri áfram. Hann er ekki lagaskylda, heldur val - og það er val sem þeir bera sjálfir ábyrgð á. Grein þeirra afhjúpar þannig ákvæðna kaldhæðni. Svokölluð mannúðarsamtök sem njóta góðs af kerfisbundnu arðráni á viðkvæmum hópi – spilafíklum – geta nefnilega seint talist mannúðarsamtök. Á skrifstofum Rauða krossins og Landsbjargar virðist vera litið svo á að velferð fólks, brotnar fjölskyldur, atvinnumissir, andlegt og líkamlegt þrot og jafnvel sjálfsvíg séu ásættanlegur fórnarkostnaður svo lengi sem spilakassarnir eru opnir og skila tekjum. Það stenst aftur á móti enga siðferðilega skoðun að mannúðarsamtök verndi tekjulind sína af meiri hörku en þau huga að fólki í neyð; með gjörðum sínum segja þau meira en nokkur blaðaskrif geta falið. Það er einfaldlega ekki hægt að predika mannúð og björgun þegar peningastreymið sprettur af fíkn og örvæntingu. Það sem höfundarnir skauta jafnframt algjörlega fram hjá er vilji almennings. Samkvæmt könnunum Samtaka áhugafólks um spilafíkn vilja 86% þjóðarinnar að spilakössum verði lokað til frambúðar og rúmlega 70% landsmanna eru neikvæð gagnvart því að Rauði krossinn og Landsbjörg fjármagni starfsemi sína með spilakössum. Afstaða meirihluta þjóðarinnar er því afgerandi Viðhorf til spilakassa á Íslandi. Þegar fulltrúar þessara svokölluðu almannaheillasamtaka líta framhjá svo einarðri niðurstöðu er ekki lengur hægt að ímynda sér að um vanþekkingu sé að ræða. Hér er greinilega á ferðinni djúpstæð afneitun lítils hóps innanbúðarmanna gagnvart óþægilegum sannleika sem aðrir sjá en þeir ekki. Í þessu máli snýst umræðan ekki um flokkspólitík eða persónur, þvert á það sem Þorsteinn og Ingvar gefa í skyn. Hún snýst um þá grundvallarspurningu hvort ásættanlegt sé að fjármagna málefni og verkefni í almannaþágu með svo skaðlegum hætti að lífi einstaklinga og fjölskyldna er beinlínis rústað. Svarið við þeirri spurningu liggur í augum uppi í samfélagi sem vill kenna sig við mannúð – almenningur vill loka spilakössunum – en hjá samtökum sem auglýsa sig undir slíkum formerkjum er engin svör að fá. Ef Rauði krossinn og Landsbjörg vilja standa undir nafni, þurfa þessi samtök að horfast í augu við staðreyndir og axla ábyrgð. Það gera þau ekki með því að afvegaleiða umræðuna, heldur með því að stuðla að raunverulegum breytingum. Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á Þorstein Þorkelsson og Ingvar Örn Ingvarsson að setja fram skýra og opinbera greinargerð þar sem útskýrt er hvernig rekstur spilakassa samræmist gildum þeirra samtaka sem þeir tala fyrir, með hvaða hætti þeir réttlæta þann samfélagslega kostnað sem honum fylgir og hvers vegna Rauði krossinn á Íslandi og Landsbjörg velja að fjármagna starfsemi sína með þessum hætti. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar