Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið Alexandra Briem skrifar 16. júní 2023 15:00 Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu. Þetta hlaðborð er liður í því að gera gögn borgarinnar aðgengilegri og auka þannig gagnsæi og möguleika íbúa á að taka þátt í umræðunni og kynna sér málefni borgarinnar. En því er auðvitað líka ætlað að gefa lifandi upplýsingar um það sem er að gerast. Til dæmis er hægt að fylgjast með því í gegnum Gagnahlaðborðið hversu margir gestir eru í sundlaugum hverju sinni, hvað er langt í næsta kjörstað, eða hver sé íbúafjöldinn í mismunandi hverfum. Með þessu er verið að skapa mikilvægt virði fyrir íbúa og einfalda fólki lífið um leið. Þetta er líka stuðningur við lýðræðislegt eftirlitshlutverk fjölmiðla. Þarna er líka hægt að sjá opin fjármál borgarinnar og setja í samhengi, t.d. er hægt að bera saman hvaða sundlaugar skili mestum sölutekjum, hversu mikið fé fari í greiðslur vegna fjárhagsstuðning til framfærslu milli ára eða bera saman kolefnislosun í borginni milli ára. Píratar leggja alla áherslu á lýðræði og gagnsæi og undanfarin ár hefur borgin verið á þeirri vegferð að gera gögn borgarinnar aðgengilegri, skiljanlegri og uppflettanleg.Gagnahlaðborðið er stór partur af þeirri vegferð. Til þess hefur verið lyft grettistaki í uppfærslu stafrænna innviða og kerfa í sviðum borgarinnar og þeim verið gert kleift að tala saman og lesa gögn hvers annars. Það er líka mikilvægt að í þessu kerfi er hægt að sækja gögnin og nýta þau, til dæmis við rannsóknir eða nýsköpun. Upplýsingagjöf til almennings er lykilatriði í upplýstu samtali og virku lýðræði. Það er einn af meginþáttum lýðræðisstefnu borgarinnar. Gagnahlaðborðið er ekki lokapunktur, en það er sannarlega bæði stórt og mikilvægt skref, og hér er hægt að skoða það. Höfundur er formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Borgarstjórn Reykjavík Stafræn þróun Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Gagnahlaðborð Reykjavíkur er komið í loftið. Þar er að finna öll opin gögn borgarinnar á einum stað, frá fjármálum til sundstaða, sett fram á lifandi máta og á læsilegu formi sem krefst þess ekki að lesendur séu sérfræðingar í gagnavinnslu. Þetta hlaðborð er liður í því að gera gögn borgarinnar aðgengilegri og auka þannig gagnsæi og möguleika íbúa á að taka þátt í umræðunni og kynna sér málefni borgarinnar. En því er auðvitað líka ætlað að gefa lifandi upplýsingar um það sem er að gerast. Til dæmis er hægt að fylgjast með því í gegnum Gagnahlaðborðið hversu margir gestir eru í sundlaugum hverju sinni, hvað er langt í næsta kjörstað, eða hver sé íbúafjöldinn í mismunandi hverfum. Með þessu er verið að skapa mikilvægt virði fyrir íbúa og einfalda fólki lífið um leið. Þetta er líka stuðningur við lýðræðislegt eftirlitshlutverk fjölmiðla. Þarna er líka hægt að sjá opin fjármál borgarinnar og setja í samhengi, t.d. er hægt að bera saman hvaða sundlaugar skili mestum sölutekjum, hversu mikið fé fari í greiðslur vegna fjárhagsstuðning til framfærslu milli ára eða bera saman kolefnislosun í borginni milli ára. Píratar leggja alla áherslu á lýðræði og gagnsæi og undanfarin ár hefur borgin verið á þeirri vegferð að gera gögn borgarinnar aðgengilegri, skiljanlegri og uppflettanleg.Gagnahlaðborðið er stór partur af þeirri vegferð. Til þess hefur verið lyft grettistaki í uppfærslu stafrænna innviða og kerfa í sviðum borgarinnar og þeim verið gert kleift að tala saman og lesa gögn hvers annars. Það er líka mikilvægt að í þessu kerfi er hægt að sækja gögnin og nýta þau, til dæmis við rannsóknir eða nýsköpun. Upplýsingagjöf til almennings er lykilatriði í upplýstu samtali og virku lýðræði. Það er einn af meginþáttum lýðræðisstefnu borgarinnar. Gagnahlaðborðið er ekki lokapunktur, en það er sannarlega bæði stórt og mikilvægt skref, og hér er hægt að skoða það. Höfundur er formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar