Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. júní 2023 12:04 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægi rannsóknardeild segir að lögregla hafi lengi haft áhyggjur af auknum vopnaburði, ekki síst þegar kemur að hnífum. Maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið félaga sínum að bana með hníf á laugardaginn. Vísir/Arnar Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. Lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlaus mann á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði snemma á laugardagsmorgun. Þegar lögreglu bar að var maðurinn úrskurðaður látinn og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Öðrum var sleppt úr haldi fljótlega en hinn hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Sá er grunaður um að hafa orðið manninum að bana með hníf. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns í miðlægri rannsóknardeild lögreglu hafa yfirheyrslur yfir manninum gengið vel. „Hann var yfirheyrður á laugardaginn og hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Í gær vorum við svo að vinna með þau gögn sem við öfluðum á laugardaginn og svona til að reyna skýra myndina. Við teljum að þrátt fyrir að ekki sé langt um liðið séum við komnir með nokkuð góða mynd af því hvernig þessi atburður varð.“ Mennirnir bjuggu saman í húsnæðinu við Drangarhraun. Hinn látni er á fimmtugsaldri en sá sem grunaður er um verknaðinn er á fertugsaldri. Þeir eru báðir pólskir ríkisborgarar. Að sögn Gríms er sá grunaði ekki með sakaferil að baki. Þetta er þriðja morðmálið hér á landi á rúmum tveimur mánuðum. Grímur vill ekki tjá sig um það hvort morðvopnið hafi fundist en segir að lögregla hafi miklar áhyggjur af auknum vopnaburði. „Þá sérstaklega hvað varðar hnífa. Það er stutt hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum.” Hvað varðar fjölda manndrápsmála segir Grímur að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir af því þó málin séu nú þrjú á tiltölulega skömmum tíma. Maðurinn fannst látinn á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Sá látni og hinn grunaði bjuggu saman í húsnæðinu. Skjáskot/Já.is Hafnarfjörður Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlaus mann á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði snemma á laugardagsmorgun. Þegar lögreglu bar að var maðurinn úrskurðaður látinn og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Öðrum var sleppt úr haldi fljótlega en hinn hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Sá er grunaður um að hafa orðið manninum að bana með hníf. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns í miðlægri rannsóknardeild lögreglu hafa yfirheyrslur yfir manninum gengið vel. „Hann var yfirheyrður á laugardaginn og hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Í gær vorum við svo að vinna með þau gögn sem við öfluðum á laugardaginn og svona til að reyna skýra myndina. Við teljum að þrátt fyrir að ekki sé langt um liðið séum við komnir með nokkuð góða mynd af því hvernig þessi atburður varð.“ Mennirnir bjuggu saman í húsnæðinu við Drangarhraun. Hinn látni er á fimmtugsaldri en sá sem grunaður er um verknaðinn er á fertugsaldri. Þeir eru báðir pólskir ríkisborgarar. Að sögn Gríms er sá grunaði ekki með sakaferil að baki. Þetta er þriðja morðmálið hér á landi á rúmum tveimur mánuðum. Grímur vill ekki tjá sig um það hvort morðvopnið hafi fundist en segir að lögregla hafi miklar áhyggjur af auknum vopnaburði. „Þá sérstaklega hvað varðar hnífa. Það er stutt hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum.” Hvað varðar fjölda manndrápsmála segir Grímur að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir af því þó málin séu nú þrjú á tiltölulega skömmum tíma. Maðurinn fannst látinn á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Sá látni og hinn grunaði bjuggu saman í húsnæðinu. Skjáskot/Já.is
Hafnarfjörður Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira