Aðeins sjö greiddu atkvæði gegn Partygate-skýrslunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2023 07:26 Segja má að Johnson hafi sætt niðurlægingu á þinginu í gær þegar aðeins sjö greiddu atkvæði gegn skýrslunni þar sem hann er harðlega gagnrýndur og sakaður um óheiðarleika. AP/Matt Dunham Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, mátti þola hálfgerða niðurlægingu í gær þegar skýrsla þverpólitískrar þingnefndar um framgöngu Johnson í svokölluðu „Partygate“-máli var samþykkt með næstum öllum greiddum atkvæðum. Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Johnson hefði komið óheiðarlega fram þegar hann svaraði fyrir teiti sem haldin voru í Downing-stræti á sama tíma og Bretar sættu hörðum sóttvarnaraðgerðum; hunsað sannleikann og freistað þess að túlka reglur til að falla að eigin frásögn. Þrátt fyrir að leiðtogar Íhaldsflokksins hefðu sagt að þingmenn flokksins gengu óbundnir til atkvæðagreiðslunnar og ættu að hlusta á samvisku sína höfðu stuðningsmenn Johnson haft í hótunum um að þeir sem greiddu atkvæði með skýrslunni myndu sæta afleiðingum. Britain's parliament delivered another blow to the political career of former prime minister Boris Johnson when it endorsed a report that concluded that he deliberately lied over rule-breaking parties https://t.co/pLB8GQnosT pic.twitter.com/Ibo40fgJzk— Reuters (@Reuters) June 20, 2023 Hótanirnar virðast ekki hafa haft tilskilin áhrif en 354 þingmenn greiddu atkvæði með skýrslunni og aðeins sjö á móti. Í bili virðist sem Johnson einn verði sá sem þarf að taka afleiðingum gjörða sinna en í refsingarskyni fyrir óheiðarleika sinn verður hann sviptur aðgengi að Westminster. Rishi Sunak forsætisráðherra og aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni þegar atkvæðagreiðslan fór fram og fengu bágt fyrir frá Verkamannaflokknum. Þá voru samflokksmenn Johnson ófeimnir við að segja honum til syndanna án þess þó að nefna hann á nafn en Theresa May, forveri Johnson í embætti, biðlaði til þingmanna um að láta ekki vinskap birgja sér sýn; það væri mikilvægt að sýna að gripið væri til aðgerða þegar menn, hversu háttsettir sem þeir væru, gerðu rangt. Fleiri voru harðorðir en Angela Richardson, þingmaður Íhaldsflokksins, var ekki síst gagnrýnin á þá staðreynd að þeir sem sátu í þingnefndinni hefðu þurft á aukinni öryggisgæslu að halda eftir að Johnson sagði af sér þingmennsku í fússi og gagnrýndi skýrsluhöfunda opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Þingnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Johnson hefði komið óheiðarlega fram þegar hann svaraði fyrir teiti sem haldin voru í Downing-stræti á sama tíma og Bretar sættu hörðum sóttvarnaraðgerðum; hunsað sannleikann og freistað þess að túlka reglur til að falla að eigin frásögn. Þrátt fyrir að leiðtogar Íhaldsflokksins hefðu sagt að þingmenn flokksins gengu óbundnir til atkvæðagreiðslunnar og ættu að hlusta á samvisku sína höfðu stuðningsmenn Johnson haft í hótunum um að þeir sem greiddu atkvæði með skýrslunni myndu sæta afleiðingum. Britain's parliament delivered another blow to the political career of former prime minister Boris Johnson when it endorsed a report that concluded that he deliberately lied over rule-breaking parties https://t.co/pLB8GQnosT pic.twitter.com/Ibo40fgJzk— Reuters (@Reuters) June 20, 2023 Hótanirnar virðast ekki hafa haft tilskilin áhrif en 354 þingmenn greiddu atkvæði með skýrslunni og aðeins sjö á móti. Í bili virðist sem Johnson einn verði sá sem þarf að taka afleiðingum gjörða sinna en í refsingarskyni fyrir óheiðarleika sinn verður hann sviptur aðgengi að Westminster. Rishi Sunak forsætisráðherra og aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni þegar atkvæðagreiðslan fór fram og fengu bágt fyrir frá Verkamannaflokknum. Þá voru samflokksmenn Johnson ófeimnir við að segja honum til syndanna án þess þó að nefna hann á nafn en Theresa May, forveri Johnson í embætti, biðlaði til þingmanna um að láta ekki vinskap birgja sér sýn; það væri mikilvægt að sýna að gripið væri til aðgerða þegar menn, hversu háttsettir sem þeir væru, gerðu rangt. Fleiri voru harðorðir en Angela Richardson, þingmaður Íhaldsflokksins, var ekki síst gagnrýnin á þá staðreynd að þeir sem sátu í þingnefndinni hefðu þurft á aukinni öryggisgæslu að halda eftir að Johnson sagði af sér þingmennsku í fússi og gagnrýndi skýrsluhöfunda opinberlega. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira