Krakkar biðu í ofvæni við hótel Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2023 16:08 Aðdáendur Ronaldo bíða fyrir utan hótel hans Grand Hótel fyrir leik Íslands og Portúgals í undakeppni EM VÍSIR/VILHELM Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis smellti meðfylgjandi myndum af hópnum sem nú bíður spenntur við hótelið, þegar innan við þrjár klukkustundir eru þar til að flautað verður til leiks Íslands og Portúgals á Laugardalsvelli. Þrátt fyrir að leiðin frá Grand Hótel á Laugardalsvöll sé örstutt, eða um 700 metrar, þá mun portúgalska liðið ferðast á milli staða í rútu, í lögreglufylgd, inn fyrir girðinguna á Laugardalsvelli. Það er því ekki nema að Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Diogo Jota og félagar í portúgalska liðinu kjósi það sérstaklega, sem að aðdáendurnir fá að komast í tæri við þá. Cristiano Ronaldo virtist trekkja sérstaklega að, á Grand Hótel í dag.VÍSIR/VILHELM Uppselt varð á leikinn um leið og miðasala hófst, fyrr í þessum mánuði, og hefur síminn hjá KSÍ vart stoppað vegna fólks í leit að miðum sem einfaldlega eru ekki í boði. Stuðningsmenn Íslands eru hvattir til að mæta snemma á leikinn til að forðast biðraðir. Stuðningsmannasvæðið við Laugardalsvöll opnaði klukkan 15 og leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Öryggisverðir gættu þess að aðdáendurnir kæmust ekki inn á hótelið.VÍSIR/VILHELM Stór hópur vonast til þess að fá að hitta Cristiano Ronaldo og félaga í dag og mun færri komast að á leikinn í kvöld en vilja.vísir/vilhelm Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli og verður ítarlega fjallað um hann á Vísi í dag og í kvöld. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis smellti meðfylgjandi myndum af hópnum sem nú bíður spenntur við hótelið, þegar innan við þrjár klukkustundir eru þar til að flautað verður til leiks Íslands og Portúgals á Laugardalsvelli. Þrátt fyrir að leiðin frá Grand Hótel á Laugardalsvöll sé örstutt, eða um 700 metrar, þá mun portúgalska liðið ferðast á milli staða í rútu, í lögreglufylgd, inn fyrir girðinguna á Laugardalsvelli. Það er því ekki nema að Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Diogo Jota og félagar í portúgalska liðinu kjósi það sérstaklega, sem að aðdáendurnir fá að komast í tæri við þá. Cristiano Ronaldo virtist trekkja sérstaklega að, á Grand Hótel í dag.VÍSIR/VILHELM Uppselt varð á leikinn um leið og miðasala hófst, fyrr í þessum mánuði, og hefur síminn hjá KSÍ vart stoppað vegna fólks í leit að miðum sem einfaldlega eru ekki í boði. Stuðningsmenn Íslands eru hvattir til að mæta snemma á leikinn til að forðast biðraðir. Stuðningsmannasvæðið við Laugardalsvöll opnaði klukkan 15 og leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Öryggisverðir gættu þess að aðdáendurnir kæmust ekki inn á hótelið.VÍSIR/VILHELM Stór hópur vonast til þess að fá að hitta Cristiano Ronaldo og félaga í dag og mun færri komast að á leikinn í kvöld en vilja.vísir/vilhelm Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli og verður ítarlega fjallað um hann á Vísi í dag og í kvöld.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira