Krakkar biðu í ofvæni við hótel Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 20. júní 2023 16:08 Aðdáendur Ronaldo bíða fyrir utan hótel hans Grand Hótel fyrir leik Íslands og Portúgals í undakeppni EM VÍSIR/VILHELM Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis smellti meðfylgjandi myndum af hópnum sem nú bíður spenntur við hótelið, þegar innan við þrjár klukkustundir eru þar til að flautað verður til leiks Íslands og Portúgals á Laugardalsvelli. Þrátt fyrir að leiðin frá Grand Hótel á Laugardalsvöll sé örstutt, eða um 700 metrar, þá mun portúgalska liðið ferðast á milli staða í rútu, í lögreglufylgd, inn fyrir girðinguna á Laugardalsvelli. Það er því ekki nema að Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Diogo Jota og félagar í portúgalska liðinu kjósi það sérstaklega, sem að aðdáendurnir fá að komast í tæri við þá. Cristiano Ronaldo virtist trekkja sérstaklega að, á Grand Hótel í dag.VÍSIR/VILHELM Uppselt varð á leikinn um leið og miðasala hófst, fyrr í þessum mánuði, og hefur síminn hjá KSÍ vart stoppað vegna fólks í leit að miðum sem einfaldlega eru ekki í boði. Stuðningsmenn Íslands eru hvattir til að mæta snemma á leikinn til að forðast biðraðir. Stuðningsmannasvæðið við Laugardalsvöll opnaði klukkan 15 og leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Öryggisverðir gættu þess að aðdáendurnir kæmust ekki inn á hótelið.VÍSIR/VILHELM Stór hópur vonast til þess að fá að hitta Cristiano Ronaldo og félaga í dag og mun færri komast að á leikinn í kvöld en vilja.vísir/vilhelm Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli og verður ítarlega fjallað um hann á Vísi í dag og í kvöld. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis smellti meðfylgjandi myndum af hópnum sem nú bíður spenntur við hótelið, þegar innan við þrjár klukkustundir eru þar til að flautað verður til leiks Íslands og Portúgals á Laugardalsvelli. Þrátt fyrir að leiðin frá Grand Hótel á Laugardalsvöll sé örstutt, eða um 700 metrar, þá mun portúgalska liðið ferðast á milli staða í rútu, í lögreglufylgd, inn fyrir girðinguna á Laugardalsvelli. Það er því ekki nema að Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Diogo Jota og félagar í portúgalska liðinu kjósi það sérstaklega, sem að aðdáendurnir fá að komast í tæri við þá. Cristiano Ronaldo virtist trekkja sérstaklega að, á Grand Hótel í dag.VÍSIR/VILHELM Uppselt varð á leikinn um leið og miðasala hófst, fyrr í þessum mánuði, og hefur síminn hjá KSÍ vart stoppað vegna fólks í leit að miðum sem einfaldlega eru ekki í boði. Stuðningsmenn Íslands eru hvattir til að mæta snemma á leikinn til að forðast biðraðir. Stuðningsmannasvæðið við Laugardalsvöll opnaði klukkan 15 og leikurinn sjálfur hefst klukkan 18.45. Öryggisverðir gættu þess að aðdáendurnir kæmust ekki inn á hótelið.VÍSIR/VILHELM Stór hópur vonast til þess að fá að hitta Cristiano Ronaldo og félaga í dag og mun færri komast að á leikinn í kvöld en vilja.vísir/vilhelm Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli og verður ítarlega fjallað um hann á Vísi í dag og í kvöld.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira