Ronaldo fremstur í flokki í gríðarsterku byrjunarliði Portúgala Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júní 2023 17:32 Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Portúgal sem stillir upp afar sterku liði. Vísir/Vilhelm Cristiano Ronaldo er í byrjunarliði Portúgal sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli nú á eftir. Ronaldo leikur þar með sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum. Roberto Martinez, þjálfari Portúgal, hefur opinberað byrjunarlið sitt sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og við var að búast byrjar Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu liðsins. Hann leikur þar með sinn tvöhundruðasta landsleik og er fyrstur allra knattspyrnumanna í sögunni til að ná þeim áfanga. Portúgal stillir upp í leikkerfinu 3-4-3 með Diogo Costa í markinu og þá Ruben Dias, Pepe og Danilo í öftustu varnarlínu. Þar fyrir framan á miðjunni eru síðan þeir Ruben Neves leikmaður Wolves og Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United. Bakvörðurinn frábæri Cancelo er hægra megin á miðjunni og Diogo Dalot til vinstri. Þeir munu líklegast vera í hlutverki vængbakvarða en báðir eru þeir sterkir sóknarlega. Í fremstu víglínu eru síðan engin smá nöfn. Fremstur er vitaskuld fyrirliðinn Cristiano Ronaldo, til hægri hefur hann nýkrýndan Evrópu- og Englandsmeistarann Bernando Silva og vinstra megin Rafael Leao, leikmann AC Milan. Chegou o 11 inicial! #VesteABandeira pic.twitter.com/oQFW7sewcz— Portugal (@selecaoportugal) June 20, 2023 Byrjunarlið Portúgal: Markvörður: Diogo Costa Miðvörður: DaniloMiðvörður: Ruben DiasMiðvörður: Pepe Hægri vængur: CanceloVinstri vængur: Diogo Dalot Miðjumaður: Bruno FernandesMiðjumaður: Ruben Neves Sóknarmaður: Bernardo SilvaSóknarmaður: Cristiano RonaldoSóknarmaður: Rafael Leao Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Krakkar bíða í ofvæni við hótel Ronaldos Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun. 20. júní 2023 16:08 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Roberto Martinez, þjálfari Portúgal, hefur opinberað byrjunarlið sitt sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og við var að búast byrjar Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu liðsins. Hann leikur þar með sinn tvöhundruðasta landsleik og er fyrstur allra knattspyrnumanna í sögunni til að ná þeim áfanga. Portúgal stillir upp í leikkerfinu 3-4-3 með Diogo Costa í markinu og þá Ruben Dias, Pepe og Danilo í öftustu varnarlínu. Þar fyrir framan á miðjunni eru síðan þeir Ruben Neves leikmaður Wolves og Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United. Bakvörðurinn frábæri Cancelo er hægra megin á miðjunni og Diogo Dalot til vinstri. Þeir munu líklegast vera í hlutverki vængbakvarða en báðir eru þeir sterkir sóknarlega. Í fremstu víglínu eru síðan engin smá nöfn. Fremstur er vitaskuld fyrirliðinn Cristiano Ronaldo, til hægri hefur hann nýkrýndan Evrópu- og Englandsmeistarann Bernando Silva og vinstra megin Rafael Leao, leikmann AC Milan. Chegou o 11 inicial! #VesteABandeira pic.twitter.com/oQFW7sewcz— Portugal (@selecaoportugal) June 20, 2023 Byrjunarlið Portúgal: Markvörður: Diogo Costa Miðvörður: DaniloMiðvörður: Ruben DiasMiðvörður: Pepe Hægri vængur: CanceloVinstri vængur: Diogo Dalot Miðjumaður: Bruno FernandesMiðjumaður: Ruben Neves Sóknarmaður: Bernardo SilvaSóknarmaður: Cristiano RonaldoSóknarmaður: Rafael Leao
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Krakkar bíða í ofvæni við hótel Ronaldos Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun. 20. júní 2023 16:08 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Krakkar bíða í ofvæni við hótel Ronaldos Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun. 20. júní 2023 16:08