Eins og áður hefur komið fram er Cristiano Ronaldo að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á Laugardalsvelli í kvöld og er sá fyrsti í knattspyrnusögunni sem nær þeim magnaða áfanga.
Áður en þjóðsöngvarnir voru leiknir í kvöld fékk Ronaldo afhenta viðurkenningu frá forseta portúgalska knattspyrnusambandsins og þá gaf Vanda Sigurgeirsdóttir honum blóm fyrir hönd KSÍ.
200 landsleikir @Cristiano Ronaldo. Alvöru stund á Laugardalsvelli #fotboltinet pic.twitter.com/eliTTHe15N
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 20, 2023
Ronaldo er vitaskuld leikjahæsti landsliðsmaður sögunnar en hann hefur skorað 122 mörk á landsliðsferli sínum.
Mikill fögnuður braust út á Laugardalsvelli þegar Ronaldo kom inn á Laugardalsvöll til að hita upp sem og þegar hann var heiðraður fyrir leik.
![](https://www.visir.is/i/F6A403807DBB7371AD931F289C13050FA48C05567A62B5A9860CECBF96F3AFBA_713x0.jpg)