Fötluð ungmenni og tækifærin Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. júní 2023 11:01 Væntingarnar Undanfarin misseri hefur sannarlega verið tilefni til að fyllast bjartsýni um að okkur ætli að takast að rétta af óréttlætið sem fötluð ungmenni eru beitt endurtekið ár eftir ár. Háskólaráðherra hefur talað hátt og skýrt fyrir bættum tækifærum fatlaðs fólks til menntunar og velsæld er sett í forgang í störfum menntamálaráðherra. Velsæld allra og bætt aðgengi að námi fyrir öll hefur verið mantran sem mörg voru farin að leyfa sér að treysta. Allt er þetta hvetjandi og peppandi fyrir okkur sem störfum við það alla daga að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks. En ekki síður er hið svo kallaða pepp að ná til fötluðu ungmennanna sem eyja von í hjarta um að nú þurfi ekkert að óttast því öll fái loksins tækifæri sem vilja til að velja sér framhaldsskóla eða velja að halda áfram að mennta sig að honum loknum innan Háskóla Íslands sem hingað til hefur verið settar þær skorður að þurfa að velja og hafna úr þó fámennum hópi umsækjenda sem stíga það skref að ætla að sækja sér frekari menntun. Og svo kom vorið og vonbrigðin Í kringum 40 ungmenni voru sett í þá stöðu að fá svarið við skólavist í framhaldsskóla þetta vorið að því miður væri ekki hægt að verða við óskum um val 1 né val 2 um skóla. Því miður var ekki gert ráð fyrir þér innan menntakerfisins okkar sem lögum samkvæmt skal vera fyrir öll. Tugir ungmenna fengu ekkert val og bíða enn úrlausna sinna mála þrátt fyrir að þeim sé gert að sækja um mikið fyrr en önnur ungmenni að maður skyldi ætla til þess að tryggja skólavist í tíma. 16 ungmenni sóttu um starfstengt diplómanám sem Háskóli Ísland býður fötluðum ungmennum með þroskaskerðingar upp á. Allt tal ráðherra háskólanna bauð á endanum upp á tækifæri fyrir 8 ungmenni í það eftirsótta og eina nám sem í boði er á háskólastigi fyrir fatlað fólk með þroskaskerðingar. 8 ungmenni sitja eftir með sárt ennið með brostnar vonir og úrræðaleysi kerfisins í fanginu. Tækifærin þetta árið voru ekki þeirra. Á sama tíma og öll önnur ungmenni hafa valið og endalaus tækifæri til að sækja sér menntun eru skilaboðin til þeirra sem sitja eftir einfaldlega að ekki þótti mikilvægt að fjárfesta, eins og það er kallað, í þeirra framtíð. Höfundur er verkefnastjóri við samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Sjá meira
Væntingarnar Undanfarin misseri hefur sannarlega verið tilefni til að fyllast bjartsýni um að okkur ætli að takast að rétta af óréttlætið sem fötluð ungmenni eru beitt endurtekið ár eftir ár. Háskólaráðherra hefur talað hátt og skýrt fyrir bættum tækifærum fatlaðs fólks til menntunar og velsæld er sett í forgang í störfum menntamálaráðherra. Velsæld allra og bætt aðgengi að námi fyrir öll hefur verið mantran sem mörg voru farin að leyfa sér að treysta. Allt er þetta hvetjandi og peppandi fyrir okkur sem störfum við það alla daga að standa vörð um réttindi fatlaðs fólks. En ekki síður er hið svo kallaða pepp að ná til fötluðu ungmennanna sem eyja von í hjarta um að nú þurfi ekkert að óttast því öll fái loksins tækifæri sem vilja til að velja sér framhaldsskóla eða velja að halda áfram að mennta sig að honum loknum innan Háskóla Íslands sem hingað til hefur verið settar þær skorður að þurfa að velja og hafna úr þó fámennum hópi umsækjenda sem stíga það skref að ætla að sækja sér frekari menntun. Og svo kom vorið og vonbrigðin Í kringum 40 ungmenni voru sett í þá stöðu að fá svarið við skólavist í framhaldsskóla þetta vorið að því miður væri ekki hægt að verða við óskum um val 1 né val 2 um skóla. Því miður var ekki gert ráð fyrir þér innan menntakerfisins okkar sem lögum samkvæmt skal vera fyrir öll. Tugir ungmenna fengu ekkert val og bíða enn úrlausna sinna mála þrátt fyrir að þeim sé gert að sækja um mikið fyrr en önnur ungmenni að maður skyldi ætla til þess að tryggja skólavist í tíma. 16 ungmenni sóttu um starfstengt diplómanám sem Háskóli Ísland býður fötluðum ungmennum með þroskaskerðingar upp á. Allt tal ráðherra háskólanna bauð á endanum upp á tækifæri fyrir 8 ungmenni í það eftirsótta og eina nám sem í boði er á háskólastigi fyrir fatlað fólk með þroskaskerðingar. 8 ungmenni sitja eftir með sárt ennið með brostnar vonir og úrræðaleysi kerfisins í fanginu. Tækifærin þetta árið voru ekki þeirra. Á sama tíma og öll önnur ungmenni hafa valið og endalaus tækifæri til að sækja sér menntun eru skilaboðin til þeirra sem sitja eftir einfaldlega að ekki þótti mikilvægt að fjárfesta, eins og það er kallað, í þeirra framtíð. Höfundur er verkefnastjóri við samhæfingu námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp.
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar