Söguleg endurkoma Moldóvu gegn Póllandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2023 13:30 Moldóva vann vægast sagt óvæntan sigur. Harry Langer/Getty Images Segja má að sigur Moldóvu á Póllandi í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sérstaklega ef horft er til þess að Pólverjar voru 2-0 yfir í hálfleik. Á Chişinău-vellinum í Moldóvu voru 9442 sálir mættar til að sjá heimaliðið taka á móti Póllandi. Moldóva var með tvö stig að loknum þremur leikjum á meðan Pólland var með þrjú að loknum tveimur. Fyrir fram var búist við nokkuð öruggum sigri gestanna enda þeir í 23. sæti heimslista FIFA. Á meðan Moldóva situr í 171. sæti af 211 þjóðum. Sigurinn svo sannarlega sögulegur og hvað þá ef horft er í hvaða þjóðir Moldóva hefur unnið undanfarin misseri og ár. The FIFA rankings of the last five teams Moldova have beaten: Azerbaijan: 124 Andorra: 153 Latvia: 132 Liechenstein: 199 Poland: 23A truly historic night. pic.twitter.com/G8o6TND3Qh— Squawka Live (@Squawka_Live) June 20, 2023 Síðustu sigurleikir liðsins komu í Þjóðadeildinni þar sem Moldóva lagði Liechtenstein tvívegis, Lettland og Andorra. Fara þarf aftur til 8. júní árið 2019 til að finna síðasta sigurleik liðsins í undankeppni EM eða HM. Sá kom gegn Andorra og var eini sigur liðsins í þeirri undankeppni. Fara þarf alla leið aftur til 2013 til að finna sigur í undankeppni sem kom ekki gegn San Marínó eða Andorra. Þá vann Moldóva óvæntan 5-2 útisigur á Svartfjallalandi. Til að gera sigurinn á Póllandi enn sætari þá kom Moldóva til baka eftir að lenda 2-0 undir. Báðir framherjar Póllands, Robert Lewandowski og Arkadiusz Milik, skoruðu í fyrri hálfleik og virtist leiknum einfaldlega lokið. Allt kom fyrir ekki en Ion Nicolaescu skoraði tvívegis og jafnaði þar með metin áður en varnarmaðurinn Vladyslav Baboglo tryggði Moldóvu einn fræknasta sigur í sögu þjóðarinnar. Historic night for Moldova - one of Europe's worst teams with a FIFA rank of 171 - as they come from two down to BEAT 23rd-ranked Poland, 148 places above them in the rankings!!!It is the first time they have come from two goals down to win a competitive game this century!!! pic.twitter.com/G7xXQ1lUub— The Sweeper (@SweeperPod) June 20, 2023 Sigurinn lyfti Moldóvu upp í 3. sæti E-riðils með 5 stig, tveimur meira en Pólland sem á leik til góða. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Á Chişinău-vellinum í Moldóvu voru 9442 sálir mættar til að sjá heimaliðið taka á móti Póllandi. Moldóva var með tvö stig að loknum þremur leikjum á meðan Pólland var með þrjú að loknum tveimur. Fyrir fram var búist við nokkuð öruggum sigri gestanna enda þeir í 23. sæti heimslista FIFA. Á meðan Moldóva situr í 171. sæti af 211 þjóðum. Sigurinn svo sannarlega sögulegur og hvað þá ef horft er í hvaða þjóðir Moldóva hefur unnið undanfarin misseri og ár. The FIFA rankings of the last five teams Moldova have beaten: Azerbaijan: 124 Andorra: 153 Latvia: 132 Liechenstein: 199 Poland: 23A truly historic night. pic.twitter.com/G8o6TND3Qh— Squawka Live (@Squawka_Live) June 20, 2023 Síðustu sigurleikir liðsins komu í Þjóðadeildinni þar sem Moldóva lagði Liechtenstein tvívegis, Lettland og Andorra. Fara þarf aftur til 8. júní árið 2019 til að finna síðasta sigurleik liðsins í undankeppni EM eða HM. Sá kom gegn Andorra og var eini sigur liðsins í þeirri undankeppni. Fara þarf alla leið aftur til 2013 til að finna sigur í undankeppni sem kom ekki gegn San Marínó eða Andorra. Þá vann Moldóva óvæntan 5-2 útisigur á Svartfjallalandi. Til að gera sigurinn á Póllandi enn sætari þá kom Moldóva til baka eftir að lenda 2-0 undir. Báðir framherjar Póllands, Robert Lewandowski og Arkadiusz Milik, skoruðu í fyrri hálfleik og virtist leiknum einfaldlega lokið. Allt kom fyrir ekki en Ion Nicolaescu skoraði tvívegis og jafnaði þar með metin áður en varnarmaðurinn Vladyslav Baboglo tryggði Moldóvu einn fræknasta sigur í sögu þjóðarinnar. Historic night for Moldova - one of Europe's worst teams with a FIFA rank of 171 - as they come from two down to BEAT 23rd-ranked Poland, 148 places above them in the rankings!!!It is the first time they have come from two goals down to win a competitive game this century!!! pic.twitter.com/G7xXQ1lUub— The Sweeper (@SweeperPod) June 20, 2023 Sigurinn lyfti Moldóvu upp í 3. sæti E-riðils með 5 stig, tveimur meira en Pólland sem á leik til góða.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira