Reyna að tæla Indverja frá Rússum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 08:07 Narendra Modi með þeim Jill og Joe Biden við Hvíta húsið í gær. AP Photo/Evan Vucci Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, er nú staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Þar hefur honum verið boðið að kaupa háþróuð vopn, dróna og orrustuþotur, eins og Indverjar hafa lengi reynt að kaupa frá Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hins vegar ekki viljað gera það vegna sambands Indlands og Rússlands og umfangsmikilla vopnakaupa Indverja af Rússum. Bandaríkjamenn vilja hins vegar nú reyna að tæla Indverja frá Rússum og sporna gegn áhrifum Kína. Indverjar hafa lengi átt í góðum samskiptum við Rússa. Það samband hefur þó beðið hnekki vegna aukinna samskipta Rússa við Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman. Washington Post segir heimsókn Modi til Washington DC meðal annars ætlað að senda Kínverjum skilaboð. Yfirvöld á Indlandi hafa hingað til neitað að fordæma innrás Rússa í Úkraínu og hafa neitað að taka þátt í refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal verður kaupsamningurinn opinberaður í dag í heimsókn Modi til Hvíta hússins, þar sem hann mun meðal annars snæða með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Þá segir miðillinn einnig að ráðamenn ríkjanna séu að ræða aukin samskipti milli herja Bandaríkjanna og Indlands. Að bandarískum herskipum yrði oftar siglt til Indlands og heraflar ríkjanna gætu haldið fleiri sameiginlegar æfingar. Fá aðgang að leynilegri tækni Indverjar hafa lengi viljað kaupa MQ-9B Reaper dróna af Bandaríkjamönnum en samkvæmt heimildum WSJ fá þeir nú að kaupa á þriðja tug þeirra fyrir um þrjá milljarða dala. Ráðamennirnir eru einnig sagðir hafa gert samkomulag um sameiginlega framleiðslu á F414 hreyflum fyrir nýjar indverskar herþotur. Það eru leynilegir hreyflar sem Bandaríkjamenn framleiða meðal annars fyrir F-18 orrustuþotur. Það að deila eigi tækninni með Indverjum þykir til marks um aukið traust milli ríkjanna. Bandaríkin Indland Rússland Kína Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa hins vegar ekki viljað gera það vegna sambands Indlands og Rússlands og umfangsmikilla vopnakaupa Indverja af Rússum. Bandaríkjamenn vilja hins vegar nú reyna að tæla Indverja frá Rússum og sporna gegn áhrifum Kína. Indverjar hafa lengi átt í góðum samskiptum við Rússa. Það samband hefur þó beðið hnekki vegna aukinna samskipta Rússa við Kína, samkvæmt AP fréttaveitunni. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman. Washington Post segir heimsókn Modi til Washington DC meðal annars ætlað að senda Kínverjum skilaboð. Yfirvöld á Indlandi hafa hingað til neitað að fordæma innrás Rússa í Úkraínu og hafa neitað að taka þátt í refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal verður kaupsamningurinn opinberaður í dag í heimsókn Modi til Hvíta hússins, þar sem hann mun meðal annars snæða með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Þá segir miðillinn einnig að ráðamenn ríkjanna séu að ræða aukin samskipti milli herja Bandaríkjanna og Indlands. Að bandarískum herskipum yrði oftar siglt til Indlands og heraflar ríkjanna gætu haldið fleiri sameiginlegar æfingar. Fá aðgang að leynilegri tækni Indverjar hafa lengi viljað kaupa MQ-9B Reaper dróna af Bandaríkjamönnum en samkvæmt heimildum WSJ fá þeir nú að kaupa á þriðja tug þeirra fyrir um þrjá milljarða dala. Ráðamennirnir eru einnig sagðir hafa gert samkomulag um sameiginlega framleiðslu á F414 hreyflum fyrir nýjar indverskar herþotur. Það eru leynilegir hreyflar sem Bandaríkjamenn framleiða meðal annars fyrir F-18 orrustuþotur. Það að deila eigi tækninni með Indverjum þykir til marks um aukið traust milli ríkjanna.
Bandaríkin Indland Rússland Kína Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira