Met í gær en æsileg barátta fyrir lífi sínu í deildinni í dag Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2023 13:01 Sveitin sem sló Íslandsmetið í 4x100 metra boðhlaupi í Póllandi í gær. Frá vinstri: Kristófer Þorgrímsson, Dagur Andri Einarsson, Gylfi Ingvar Gylfason og Kolbeinn Höður Gunnarsson. FRÍ/MARTA SILJUDÓTTIR Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum berst fyrir að halda sæti sínu í 2. deild Evrópubikarsins, en þriðji og síðasti keppnisdagur er í Póllandi í dag. Ísland er í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan verður mikil í dag þegar keppt verður í tólf greinum. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn er Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar falla. Íslenska liðið þarf því að komast ofar en aðeins þrjú stig eru upp í Serbíu og fjögur upp í Eistland. And this is how things stand after the second day of the 2nd Division in #Silesia2023!#EG2023 pic.twitter.com/qIC04XI7si— European Athletics (@EuroAthletics) June 21, 2023 Íslandsmet á hlaupabrautinni Tveir hápunktar íslenska liðsins til þessa hafa komið á hlaupabrautinni en á þriðjudaginn jafnaði Kolbeinn Höður Gunnarsson aftur Íslandsmetið í 100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 10,51 sekúndum. Kolbeinn náði sjöunda sæti en flestum stigum á þriðjudag safnaði Daníel Ingi Egilsson sem varð í 2. sæti í þrístökki með 15,82 metra stökki. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16,93 metra. Í gær setti svo boðhlaupssveit Íslands nýtt Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 44,27 sekúndum. Kolbeinn var þá aftur á ferðinni ásamt Gylfa Ingvari Gylfasyni, Kristófer Þorgrímssyni og Degi Andra Einarssyni. Sveitin varð í tíunda sæti en flestum stigum safnaði Guðni Valur Guðnason í kringlukasti þar sem hann vann bronsverðlaun með 63,34 metra kasti. Ráðast örlögin í blönduðu boðhlaupi? Hægt er að horfa á beina útsendingu frá lokakeppnisdeginum í dag með því að smella hér. Lokagreinin er blandað boðhlaup og ekki útilokað að þar ráðist örlög íslenska liðsins, en hér að neðan má sjá dagskrána og íslenskar tímasetningar: 14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður Frjálsar íþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Sjá meira
Ísland er í fallsæti eftir tvo keppnisdaga en aðeins rétt á eftir Serbíu og Eistlandi, svo að spennan verður mikil í dag þegar keppt verður í tólf greinum. Í Evrópubikarnum fær hvert land að tefla fram einum keppanda í hverri grein, og safna þeir fleiri stigum eftir því hve ofarlega þeir enda. Fyrir lokadaginn er Ísland í 14. sæti af 16 þjóðum, með 173 stig, en þrjár neðstu þjóðirnar falla. Íslenska liðið þarf því að komast ofar en aðeins þrjú stig eru upp í Serbíu og fjögur upp í Eistland. And this is how things stand after the second day of the 2nd Division in #Silesia2023!#EG2023 pic.twitter.com/qIC04XI7si— European Athletics (@EuroAthletics) June 21, 2023 Íslandsmet á hlaupabrautinni Tveir hápunktar íslenska liðsins til þessa hafa komið á hlaupabrautinni en á þriðjudaginn jafnaði Kolbeinn Höður Gunnarsson aftur Íslandsmetið í 100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 10,51 sekúndum. Kolbeinn náði sjöunda sæti en flestum stigum á þriðjudag safnaði Daníel Ingi Egilsson sem varð í 2. sæti í þrístökki með 15,82 metra stökki. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð þriðja í kúluvarpi kvenna með kasti upp á 16,93 metra. Í gær setti svo boðhlaupssveit Íslands nýtt Íslandsmet í 4x100 metra hlaupi, með því að hlaupa á 44,27 sekúndum. Kolbeinn var þá aftur á ferðinni ásamt Gylfa Ingvari Gylfasyni, Kristófer Þorgrímssyni og Degi Andra Einarssyni. Sveitin varð í tíunda sæti en flestum stigum safnaði Guðni Valur Guðnason í kringlukasti þar sem hann vann bronsverðlaun með 63,34 metra kasti. Ráðast örlögin í blönduðu boðhlaupi? Hægt er að horfa á beina útsendingu frá lokakeppnisdeginum í dag með því að smella hér. Lokagreinin er blandað boðhlaup og ekki útilokað að þar ráðist örlög íslenska liðsins, en hér að neðan má sjá dagskrána og íslenskar tímasetningar: 14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður
14:30 | Spjótkast kvenna | Arndís Diljá 14:35 | Hástökk karla | Elías Óli 15:05 | 200m kvenna | Guðbjörg Jóna 15:28 | Kúluvarp karla | Guðni Valur 15:25 | 200m karla | Kolbeinn Höður 15:55 | Langstökk kvenna | Irma Gunnarsdóttir 16:05 | 3000m hindrun kvenna | Andrea Kolbeinsdóttir 16:25 | Hástökk kvenna | Eva María Baldursdóttir 16:33 | Spjótkast Karla | Dagbjartur Daði 16:40 | 5000m karla | Hlynur Andrésson 17:20 | 1500m kvenna | Elín Sóley 17:42 | 4x400m bland boðhlaup | Eir Chang, Ingibjörg Sigurðard, Sæmundur Ólafss. og Kolbeinn Höður
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Sjá meira